Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 58
34 28. júní 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Teikn voru á lofti í allan vetur um að þetta yrði mesta hjólasumar í manna minnum í Reykjavík. Fleiri og fleiri miðbæjarrottur sáust berjast mót vindinum á svörtum ömmuhjólum og þegar tískuverslunin Liborius fór að selja reiðhjól hönnuð af Marc Newson þá var orðið nokkuð ljóst að grænt er hið nýja svart. Hækkandi bensínverð, Björk og Sigur Rós að kyrja náttúrusöngva í Laugardalnum, og svo auðvitað alveg einstaklega gott veður hefur haft þau áhrif að borgarbúar sjást æ oftar á vistvænum tvíhjólum í stað fjögurra mengandi dekkja. Og þá á ég ekki við liðið sem er í hjólagalla frá toppi til táar á einhverjum svaka fjallahjólum heldur fólk í sínum smartasta hversdagsklæðnaði að hjóla að dönskum sið. Kaupmanna- höfn er auðvitað ein mesta hjólaborg í heimi og í hvert sinn sem ég fer þangað og á stefnumót við vinkonur mínar birtast þær ferskar eins og gyðjur með vindblásið hár, rjóðar kinnar og glimt í augum þegar þær stíga af baki. Í Köben er fólk ekki útdekkað í einhverjum neoprene-hjólagöllum heldur er það bara hipp og kúl. Nú er komið skemmtilegt blogg á vefinn sem heitir „The Copenhagen Cycle Chic Blog“ þar sem aðallega eru birtar myndir af fögrum konum að hjóla í stuttum pilsum og svölum gaurum í nýjustu tísku. Eiganda vefsins, Mikael Colville-Andersen má því kalla eins konar Facehunter eða Sartorialist á hjóli þar sem hann smellir aðeins af ef fólk er töff. Colville-Andersen heldur því fram að aðrar þjóðir hafi verið heilaþvegnar og gangi með þá flugu í hausnum að hjólreiðar séu íþrótt eða tómstundagaman en ekki bara ferðamáti. Að hjólreiðar veki upp hugmynd- ir um að þurfa að fara í sturtu tvisvar á dag eða klæða sig í Lycra- alklæðnað. Og Daninn þessi vill að allar höfuðborgir heims taki Kaup- manna höfn til fyrirmyndar og geri hjólin að eftirlætisfarartækjunum í stað mengandi bifreiða. Þeir Íslendingar sem fussa og sveia og afsaka sig með því að það sé alltaf skítaveður hérna hafa greinilega aldrei lent í rigningu og roki í Köben. Eða snjókomu. En eitt hefur Norrebro þó fram yfir Þingholt Reykjavíkur. Þar er allt flatt. Maður er orðinn kófsveittur ef maður ætlar að hjóla upp Njarðargötuna. Og Laugavegurinn upp í móti á stuttu pilsi gæti endað illa. Ég sting upp á því að borgaryfirvöld láti bora göng í gegnum allar hæðir og hóla borgarinnar svo að við tískuþenkjandi fólkið getum verið „græn“ og töff á sama tíma. En þangað til mæli ég með því að allir dragi fram hjólin og leggi lóð sitt á vogarskálarnar og geri Reykjavík að vistvænni og grænni borg. Hjóla-„chic“ Fyrsta sanna útitónlistarhátíð veraldar var hin sögufræga Woodstock-hátíð árið 1969 þegar Janis, Jimi og Joan stigu á svið. Í ár hafa hönnuðir hrifist af hippastílnum sem þá ríkti og blómakjólar, gallaföt og sandalar sáust hvarvetna fyrir sumarið 2008. Af nógu er að taka þegar kemur að tónlistar- hátíðum í sumar, raftónlistarhátíðin Sónar í Barcelona er að vísu nýyfir- staðin en Glastonbury er í algleymi nú um helgina og Hróarskelda á næsta leiti. Nú og þeir sem heima sitja verða svo að drífa sig í Laugar- dalinn í dag með hummus-samlokurnar og te á brúsa og geta sótt fatainnblástur sinn beint frá þessari síðu. Gleðilega hátíð! - amb HVORT SEM ÞÚ ERT Á NÁTTÚRU Í DAG EÐA STADDUR Í LEÐJUBAÐI Á GLASTONBURY ER MIKILVÆGT AÐ VERA TÖFF. TÓNLISTARSUMAR „INDÍ-CHIC“ Flott galladress með blómaskyrtu undir frá Peter Jensen. „RETRÓ-LÚKKIГ Gullfallegur … sund- bolur? Kjóll? Það skiptir ekki máli en hann er svalur í hit- anum. Frá Abaété. ROKK OG RÓL Töfffaraleg skvísa í svört- um stuttum kjól með hatt í stíl frá Anna Sui. TEKNÓSKVÍSA Stuttar buxur og neonlitaðir skór frá Anna Sui, sumar 2008. BLÓMARÓS Stuttur, sætur og þægilegur kjóll frá Luella Bartley, sumar 2008. HIPPALEGT Þetta dress er fullkomið á tónlistarhátíðarnar í sumar. Frá Etro, sumar 2008. OKKUR LANGAR Í … Ótrúlega fagur silkisamfestingur frá Jun Okamoto. Fæst í Liborius, Laugavegi. Fjólublár er litur haustsins og um að gera að taka forskot á sæluna. Ballerínuskór frá Kron, Laugavegi. Líkaminn angar af fersku sumri með nýju „body lotion“ frá Armani sem kallast Diamonds. Namm. > FATNAÐUR ÚR KÓKOSHNETUSKEL 66°norður er fyrsta íslenska fyrirtækið sem hannar og selur fatnað úr spennandi efni sem kallast cocomatm. Það er unnið úr kókóshnetu- skel og kolefni úr kókoshnetum er ofið inn í efnisþræðina til að auka endinguna. Það sem er svo skemmtilegt við þetta nýja efni er að það er umhverfisvænt, ver fólk fyrir útfjólu- bláum geislum og er einstaklega rakadrægt. Allur fatnaðurinn í Grettis-línunni er úr Cocomatm. Óska eftir að kaupa enskt Lingafon námskeið Óska eftir að kaupa enskt Lingafon námskeið útgefi ð árið 1977 eða síðar. Upplýsingar í síma 865 7013 Björgvin Ómar Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.