Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 60
36 28. júní 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Hótelerfinginn og skemmtanafík- illinn Paris Hilton hefur ákveðið að láta gott af sér leiða og ætlar að fjármagna viðbyggingu á barna- spítalanum í Los Angeles. Ekki fékkst uppgefið hversu há upp- hæðin er sem Paris lét af hendi rakna, en áætlað er að byggingin verði fullkláruð árið 2010. „Ég er svo ánægð og heppin að geta lagt mitt af mörkum við uppbyggingu barnaspítalans. Þau börn sem ég hef kynnst í gegnum starf mitt hér hafa virkilega snortið mig,“ sagði Paris á blaðamannafundi. Paris hefur unnið sjálfboðastarf á spít- alanum eftir að hún losnaði úr fangelsi, en stúlkan sat inni í 23 daga á síðasta ári fyrir ölvunar- akstur. „Hin nýja spítalabygging mun veita gott og vinalegt umhverfi fyrir börnin og fjöl- skyldur þeirra um ókomin ár og ég er stolt af því að geta tekið þátt í starfi sem þessu þar sem ég get hjálpað börnum sem þurfa að tak- ast á við alvarleg veikindi,“ sagði Paris jafnframt. Paris á víst ekki langt að sækja góðmennskuna því afi hennar, Barron Hilton, var efstur á lista yfir það fólk sem gaf hvað mest til hjálparstarfs í fyrra. Byggir barnaspítala PARIS HEFUR HINGAÐ TIL VERIÐ ÞEKKT FYRIR ANNAÐ EN GÓÐGERÐARMÁL. Garðar Thór Cortes var gerður að sendi- herra tískuhússins Ermenegildo Zegna á síðasta ári, og þeir Zegna menn blésu til veislu í London í gærkvöldi í tilefni af útkomu nýrrar sólóplötu Garðars, When You Say You Love Me. Auk Garðars eru stórleikararnir Michael Caine, Ewan McGregor og Sean Bean einnig sendiherrar merkisins. Þó að rómað sé hafa fáir heyrt af Zegna hér á landi. Tískuhúsið er fjölskyldufyrir- tæki sem stofnað var af Ítalanum Ermenegildo Zegna árið 1910, en það er nú í höndum fjórðu kyn- slóðarinnar. Zegna er hvað þekkt- ast fyrir hágæðajakkafötin sem það framleiðir undir eigin merkj- um, en fyrirtækið gerir einnig jakkaföt fyrir merki eins og Gucci, Yves St.Laurent og Tom Ford. Jakkaföt frá Zegna kosta á bilinu tvö til þrjú þúsund dollara, sem samsvarar um 160 til 250 þúsund krónum. Undir merkjum Zegna er einnig hægt að fá prjónavörur, bindi, skyrtur, íþróttaföt og auka- hluti. Fyrirtækið er einnig með stærstu framleiðend- um á gæðaefnum í heim- inum, og hefur lagt mikla áherslu á að bæta ullarframleiðslu víða um heiminn. Fyrsta verslun Zegna opnaði í París árið 1980 og fimm árum síðar í Míl- anó. Nú er verslanir þeirra að finna í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan. Cortes auglýsir hágæðajakkaföt GÆÐAEFNI Zegna leggur mikla áherslu á gæðaefni og vönduð snið. Þessar myndir eru af sýningu tískuhússins á línu þess fyrir haustið 2008 og því ekki útilokað að við fáum að sjá Garðar Thór skarta þessum jökkum á næstunni. > THURMAN TRÚLOFUÐ Uma Thurman hefur loks eitthvað til að gleðjast yfir, en réttarhöld yfir eltihrelli hennar nú nýverið tóku mjög á taugar leikkonunnar. Nýi trúlofunarhringurinn á fingri hennar ætti því að vera gleði- efni, en unnusti hennar, svissneski athafnamaðurinn Arpad Busson, bað Umu að giftast sér. Hringurinn ku vera hinn glæsilegasti, enda heil átta karöt. Það virðast engin takmörk vera fyrir vinsældum pitsu og reglulega bætast við pitsustaðir á höfuðborgar- svæðinu. Gæði pitsunnar eru þó jafn misjöfn og stað- irnir eru margir, en færst hefur í aukana að fólk kjósi frekar að fá sér ekta eld- bakaða pitsu á ítalska vísu. Alls eru tíu staðir á höfuðborgar- svæðinu sem bjóða upp á eldbak- aðar pitsur og þeim fer fjölgandi. Eldsmiðjan sem hefur verið rót- gróin í miðbæ Reykjavíkur frá árinu 1986 mun opna nýjan stað á Suðurlandsbraut um mánaðamótin og nýlega opnaði Rizzo pizzeria tvo nýja staði. Brynjar Steingríms- son, veitingastjóri Eldsmiðjunnar, vill þó ekki meina að umsvif Rizzo séu ástæða þess að þeir séu nú að opna nýjan stað. „Það var löngu orðið tímabært að opna nýjan stað til að anna eftir- spurn og minnka biðtímann. Það hefur alltaf verið mikið að gera hjá okkur og það hefur ekkert minnkað þó svo að fleiri staðir hafi bæst við. Það er til nóg af fólki sem vill eldbakaðar pitsur,“ segir Brynjar. Aðrir staðir sem bjóða upp á eld- bakaðar pitsur eru Castello í Kópa- vogi, Pizzuverksmiðjan í Lækjar- götu, Reykjavík Pizza Company, Rossopomodoro, Caruso og Ítalía á Laugavegi. alma@frettabladid.is Eldbakaðar pitsur á hverju horni EKTA ÍTALSKT Alls bjóða tíu staðir á höfuðborgarsvæðinu upp á eldbakaðar pitsur og þeim fer fjölgandi. Wesley Gibson lifir aumkunar- verðu lífi; hann hatar vinnu staðinn sinn, býr í lítilli kompu með kær- ustu sinni sem heldur fram hjá honum með besta vini hans, og hann fær reglulega kvíðaköst sem hann ræður ekki við. Einn góðan veðurdag kemur kynþokkafullur kvenmaður að honum og segir honum frá því að faðir hans hafi verið færasti leigumorðingi í heiminum, og að hann hafi verið drepinn deginum áður. Og að hann muni taka við af honum. Wanted er byggð á samnefndum teiknimyndasögum eftir Mark Millar (sem ekki skal rugla við Frank Miller) og J.G. Jones. Myndinni er leikstýrt af Timur Bekmambetov, sem gerði garðinn frægan með hinni ofursvölu Night Watch. Líkt og með Night Watch gengur Wanted út á stílfærð, yfir keyrð og ótrúverðug hasarat- riði. Söguþráður myndarinnar er ekki upp á marga fiska, en í sjálfu sér fínn, en aftur á móti eru flest samtöl hallærisleg og illa skrifuð. En það er kannski ekki við öðru að búast þar sem myndin gengur út á ofursvalan og heiladauðan hasar. Í raun eru aðalleikarar myndar- innar í aukahlutverki þar sem þeir flestir lúta lægri hendi fyrir stíl og hasaratriðum. James McAvoy, sem fór með aðalhlutverkið í Atone ment, reynist vera prýðileg- ur hasarleikari og verður gaman að sjá hvort hann eigi eftir að leita í fleiri hlutverk á borð við þetta. Angelina Jolie er sama augnkon- fektið og fyrri daginn, en lítið meira en það. Ekki er hægt að segja að það reyni eitthvað á leik- hæfileika Morgans Freeman sem virðist leika núorðið í þremur til fjórum myndum á ári. Leikstjóri myndarinnar Bekmambetov má eiga það að hann hefur svo sannarlega auga fyrir yfirkeyrðum og skemmtileg- um stíl. Mörg hasaratriðin eru afar vel útfærð og leynast inn á milli góð gamanatriði sem létta myndina. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Yfirkeyrður, ofursvalur hasar KVIKMYNDIR Wanted Leikstjórn: Timur Bekmambetov. Aðalhlutverk: James McAvoy, Angel- ina Jolie, Morgan Freeman. ★★★ Ótrúverðug en vel útfærð og stílíser- uð hasaratriði. Mynd fyrir þá sem vilja yfirkeyrðan hasar. SÉRLEGUR SENDI- HERRA Eins og fram hefur komið var Garðar Thór Cortes gerður að sendiherra ítalska tískuhúss- ins Ermenegildo Zegna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.