Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 28. júní 2008 37 Hið fornfræga uppboðshús Christie‘s í New York hélt á dögunum uppboð til styrktar hermönnum sem særst hafa í Íraksstríðinu. Meðal þeirra hluta sem hægt var að bjóða í voru blóðug föt mafíuforingj- ans Tonys Soprano úr samnefndum sjónvarpsþáttum. Fötin eru þau sömu og Tony klæddist þegar frændi hans, Uncle Junior, skaut hann í fyrsta þætti sjöttu þáttaraðar. Blóðidrifnar buxur, nærbolur og skyrta seldust fyrir 43.750 dollara, sem jafngildir um 3,5 milljónum íslenkra króna. Aðrir aðdá- endur fengu þó líka tækifæri til að eign- ast flíkur sem átrún- aðargoðið hafði klæðst í þáttunum því í boði voru einnig önnur föt Tonys. Föt Tonys Soprano seldust á 3,5 milljónirNú þegar sumarið er loksins komið til landsins vilja flestir nýta vel þá fáu sólardaga sem okkur er úthlutað. Margir sleikja sólina á bökkum sundlauga, aðrir leggja leið sína út á land og enn aðrir skella sér í miðbæinn þar sem þeir geta tyllt sér á kaffihús og notið veðurblíðunnar með svaladrykk sér við hönd. Sirkusportið fræga var mikið sótt á blíðviðrisdögum á meðan það var og hét. Þar safnaðist fólk á öllum aldri saman og naut sólar- innar. Þar var markaður, tónleikar haldnir, menn gátu tekið leik í backgammon og síðast en ekki síst, þar var ávallt skjól fyrir kaldri norðangolunni. Nú þegar þessi vin í eyðimörkinni er horfin verða menn að róa á önnur mið. Fréttablaðið gerði stutta úttekt á þeim kaffihúsum þar sem hægt er að eyða fallegum sólardögum í sumar. Hressingarskálinn við Austur- stræti er einn fárra veitingastaða sem geta státað af fallegum og gróðursælum garði. Hingað kemur breiður hópur fólks til þess að njóta veðurblíðunnar og sýna sig og sjá aðra. Á sumrin spila mis- góðar hljómsveitir og trúbadorar í garðinum og hægt er að kaupa mat og drykk á viðráðanlegu verði. Á bak við Te og kaffi, sem er til húsa í bókabúðinni Eymundsson á Austurstræti, er góður og skjól- sæll pallur. Hingað sækja mikið nýbakaðar mæður og barnafólk með ungana sína og því er hér oft mikið og líf og fjör. Kaffidrykkju- menn hafa úr nægu að velja en þeir sem kjósa öl fram yfir kaffi ættu að leita annað. Við Austurvöll eru allnokkur kaffihús og veitingastaðir þar sem hægt er að sitja úti á góðum sum- ardögum, þar á meðal eru Thor- valdsen og Kaffi París. Héðan er hægt að fylgjast með mannlífinu á Austurvelli en stundum hlýst ónæði af rónunum sem þar halda sig til. Café Oliver er með ágæta ver- önd þar sem gestir geta notið sól- arinnar og gætt sér á einum af þeim fjölda rétta sem staðurinn býður upp á. Hér er ágætt skjól en um helgar getur stundum verið erfitt að næla sér í borð. Á bak við rokkbúlluna Dillon leynist ágætur garður með bekkj- um og sviði þar sem ýmsar hljóm- sveitir og plötusnúðar skemmta gestum um helgar. Tónlistin er mismunandi eftir dögum og getur rúmað allt frá gömlum íslenskum slögurum yfir í þyngra rokk. Síð- hærðir karlmenn í svörtum fötum eru áberandi meðal gesta en þó er hér að finna alla flóru mannlífs- ins. Fyrir framan Qbar í Ingólfs- stræti er lítill pallur þar sem fólk getur sest og fengið sér einn kald- ann. Pallurinn snýr að götu þannig forvitnir geta fylgst með mannlíf- inu á meðan þeir sötra drykkinn sinn. Vegamót eru enn einn vinsæl- asti staðurinn í bænum og útiað- staðan pakkfyllist um leið og sést til sólar. Þolinmæði er það sem gildir ef fólk vill verða sér út um sæti hér. Babalú er lítið kaffihús á Skóla- vörðustíg sem er með ágætar sval- ir þar sem hægt er að sleikja sól- ina þegar vel viðrar. Café Flóra er í Grasagarðinum í Laugardal. Hér er hægt að setjast niður í fallegu og rómantísku umhverfi og fá sér veitingar á meðan maður nýtur sólarinnar og ilms af blómum. sara@frettabladid.is Sumarið er tími kaffihúsanna GESTIR SLEIKJA SÓLINA Útikaffihúsinu eru vinsæl á góðum sumardegi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TONY SOPRANO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.