Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 28. júní 2008 39 Gamla góða vínylplatan er í blúss- andi upp- sveiflu og nú eru tvær af betri plötum síð- asta árs komnar út á þessu forn- fræga formi. Sprengju- höllin hefur sett Tímana okkar á tvö- falt lúxusplast og leggur fjórðu plötuhliðina undir aukaefni. Platan Sleepdrunk Seasons með Hjaltalín er líka komin á plast, en sú plata er einföld. Hljómsveit- irnar ætla að kynna þessa útgáfu sína í dag í Kolaportinu á milli kl. 13 og 15. Það er heppileg staðsetning enda hvergi meira úrval af vínylplöt- um á land- inu nú um stundir. Plöturnar verða boðnar á tilboðsverði og hljómsveitirn- ar leika órafmagnað fyrir gesti og gangandi. Plast í Kolaportinu STEYPTIR Í PLAST Sprengjuhöllin og Hjaltalín kynna vinýl í Kolaportinu í dag. Seinustu þrjár helgar hefur verið þemamarkaður á Organ. Þemað þessa helgina er ungir hönnuðir á uppleið. Í dag klukkan þrjú er tískusýning einnig á boðstólnum. Fimm hönnuðir sýna að þessu sinni. Þá er einnig boðist til þess að klippa hár markaðsgesta og DJ Tara þeytir skífum yfir grillinu. Allir hönnuðurnir eru ungir og óþekktir. „Eina skilyrðið er að þú hafir búið til vöruna þína sjálfur,“ segir Gígja Ísis Guðjónsdóttir, annar skipuleggjanda. Hún segir markmiðið að kynna þessa nýju hönnuði fyrir landanum. En verðið rýkur ekki upp þó um íslenska hönnun sé að ræða. „Þetta snýst um að fólk geti keypt vörur á sanngjörnu verði, svona til tilbreytingar.“ Hún segir markaðinn ganga vel. „Það er búið að vera svo fínt veður.“ Markaðurinn er frá 14-19 alla föstudaga og laugardaga. -kbs Tískusýning Hinn ofursvali Sebastien Tellier ásamt hljómsveit heldur tónleika á Rúbín í Öskjuhlíð 28. ágúst næstkomandi. Miðasala er nú hafin á midi.is, í Skífunni og verslunum BT á landsbyggðinni. Sebastien vakti mikla athygli á Íslandi þegar hann keppti fyrir Frakklands hönd í Eurovision í maí og fékk heil átta stig frá okkur. Nýjasta plata Sebastiens heitir Sexuality og er hið flotta Eurovisionpopplag Divine einmitt á henni. Miðasala hafin SVALUR Sebastien Tellier. Grími Atlasyni finnst ekkert sér- taklega gaman að slappa af. Þegar hann missti vinnuna sem bæjar- stjóri Bolungarvíkur fór hann á fullt við að finna sér eitthvað að gera. Þá lá auðvitað beinast við að halda innihátíðina Innipúkann, sem hann hafði gert oft áður, og það ætlar hann að gera um verslunar- mannahelgina. „Ég ætla að fá fullt af góðu fólki með mér í þetta,“ segir Grímur. Innipúkinn hefur verið haldinn árlega síðan 2002 svo þetta verður sjötti púkinn. Í fyrra var hátíðin lág- stemmd en árið áður var blásið í herlúðra og erlendar hljómsveitir fluttar inn í kippum á hátíðina. Grímur segir Innipúkann í ár verða mitt á milli þessara tveggja síðustu Innipúka að umfangi: „Þetta verður flottur íslenskur púki. Við höldum þetta á Nasa, föstudags og laugar- dagskvöld frá því um kvöldmatar- leytið og fram á nótt. Það verða bara íslensk bönd og það verður tilkynnt hver þau verða í næstu viku. Inni- púkinn verður kynntur á sama hátt og alltaf, sem valkostur fyrir þá sem nenna ekki að fara út úr bænum um verslunarmannahelgina. Með bens- ínverðið eins og það er og þá glæsi- legu dagskrá sem mér sýnist þetta stefna í, held að það ætti að verða þokkalega pakkað.“ - glh Flottur íslenskur púki HELDUR SJÖTTA INNIPÚKANN Grímur Atlason vill hafa nóg að gera. SPILAR HANN Í ÁR? Mugison sló í gegn á Innipúkanum 2003 og hefur oft spilað á honum síðan. Og enn fleiri fréttir af sambands- slitum Siennu Miller og Rhys Ifans. Rhys, sem er velskur, ætlar nú að eyða tvemur vikum á heimaslóðunum til þess að reyna að ná áttum. Leikarinn hefur hingað til drekkt sorgum sínum á öldurhúsum Londonborgar. „Hann veit að nú er komið nóg og hann ætlar aftur til Wales til þess að taka því rólega í tvær vikur. Hann hyggst eyða einhverjum tíma í Cardiff en líka slappa af í sveitasælunni,“ sagði vinur leikarans. Eftir afslöppunina hyggur Rhys á tónleikaferðalag um Bretland með hljómsveit sinni The Peth. Til gamans má geta að Rhys var til skamms tíma söngvari velsku rokksveitarinnar Super Furry Animals. Rhys á æskuslóðir P IP A R • S ÍA • 8 13 15 Kynnið ykkur raforkuframleiðslu og sjáið einnig skemmtilegar sýningar í Blöndustöð, Búrfelli, Kröflustöð, Ljósafossstöð við Sog og Gestastofu Fljótsdalsstöðvar í Végarði. Stöðvar Landsvirkjunar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Végarður er opinn frá kl. 9-17 alla daga vikunnar. Heimsókn til Landsvirkjunar er ókeypis. Laxárstöð í Aðaldal Eftirminnileg ferð úr mannheimum í goðheima fyrir alla fjölskylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Handhafi Íslensku gæðaverðlaunanna 2007 Nánari upplýsingar um opnunartíma og sýningar í stöðvum eru á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Hvað er með ásum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.