Fréttablaðið - 29.06.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 29.06.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 29. júní 2008 — 175. tölublað — 8. árgangur LANDSMÓT HELLA 2008 30. júní - 6. júlí dagur í Landsmót 1 BESTA TÍMAKAUP SEM ÉG HEF HAFT Tattúfólkið úr Bingó- þætti Villa Naglbíts ber húðflúrið með stolti. FÓLK 30 VINSÆLUSTU BARIR SUMARSINS Leiðarvísir fyrir þá sem vilja fara á svölustu staði bæjarins 16&17 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABL AÐSINS UM FERÐALÖ G ] ferðalög JÚLÍ 2008 FRÁ SÖGUSLÓÐU M GRIKKLANDS UPP Á TINDINN Á MONT BLANC FERÐIR FYRIR FÓ LK SEM ÞRÁIR AÐRA HLUTI EN S ÓL, BJÓR OG STU Ð RÉTTSÝNI FERÐALANGURIN N GÖNGUFERÐIR UM EVRÓPU VEÐRIÐ Í DAG NORÐANÁTTIR Í dag verða norð- an 5-10 m/s víðast hvar. Rigning norðaustan og austan til, stöku skúrir norðvestan til en bjart með köflum syðra með síðdegis-skúrum. Hiti 6-14 stig, mildast syðst. VEÐUR 4 7 9 10 1310 EVRÓPUMÁL Það er löngu tímabært að vinna fordómalausa úttekt á helstu kostum og göllum Evrópu- sambandsaðildar, eigi Ísland ekki að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Þetta kemur fram í grein Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðumanns greiningardeildar Landsbankans, í Fréttablaðinu í dag. Edda Rós segir alþjóðlegu fjármálakreppuna óvenju mikla hér á landi. „Þessi staða lýsir í hnotskurn stöðu Íslands í breyttum heimi og er í sjálfu sér nægjanleg rök fyrir því að skoða inngöngu í efnahagsbandalag án tafar. Mér finnst Evrópusambandið hljóta að vera fyrsti kosturinn í því sam- bandi. - bs / sjá síðu 8 Edda Rós Karlsdóttir: Vill skoða ESB- aðild tafarlaust LÖGREGLUMÁL Sérsveit lögreglunnar var kölluð til Grímseyjar um klukkan sex í gærdag til að hand- taka drukkinn mann sem hótaði fólki með hnífi og grjóthnullungi. Maðurinn var í byrjun mánaðarins dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir þrjár hnífstungur, alvar- legar líkamsárásir og fíkniefnabrot. Að sögn sjónarvottar hafði ölvaður maðurinn verið með háreysti og hótanir á tjaldsvæðinu á staðnum í fyrrinótt. Um klukkan sex síðdegis í gær varð hann sér úti um hníf í fiskihúsi á innri-bryggju- svæðinu, þar sem meðal annarra voru stödd börn í ratleik og bátasjómenn að störfum. Maðurinn gekk um með hnífinn og ógnaði fólki, og gerði tilraun til að stinga einn mann. Sá náði hnífnum af tilræðis- manninum með snarræði. Dró hann þá upp grjót- hnullung og hélt áfram hótunum í um 45 mínútur, þar til þyrla með sérsveitarmönnum frá Akureyri lenti í eyjunni og yfirbugaði manninn. Óvenju margt fjölskyldufólk var statt í Grímsey í gær vegna tíu ára mótsafmælis Sjóstangafélags Akureyrar. Sjónarvotturinn sagði mikla hræðslu hafa gripið um sig meðal fólks, en þó aðallega yngstu barnanna sem urðu vitni að tilburðum mannsins. Garðar Ólason, sveitarstjóri Grímseyjar, segir fólk hafa verið harmi slegið yfir hegðun mannsins. „Við erum ekki vön svona löguðu hér í Grímsey. Þetta er eitthvað sem gerist ekki nema á tíu eða tut- tugu ára fresti,“ segir Garðar. Maðurinn gisti fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt. - kg Maður með hníf og barefli ógnaði fólki að börnum aðsjáandi í Grímsey: Vopnaður maður ógnaði fólki VINNUMARKAÐUR Samkomulag hefur náðst milli 23 stéttarfélaga í BHM-samstarfinu og fjármála- ráðuneytisins um framlengingu á kjarasamningum til marsloka á næsta ári. Félagsmennirnir fá, að sögn Gunnars Björnssonar, for- manns samninganefndar ríkisins, krónutöluhækkun upp á 20.300 krónur eða sömu krónutöluhækkun og samið var um í febrúar. Í yfir- lýsingu frá BHM segir að laun hækki um rúm sex prósent að meðaltali frá 1. júní. Misjafnt er milli félaga hvernig krónutöluhækkunin kemur út. Guð- laug Kristjánsdóttir, formaður BHM, vildi í gærkvöld ekki upp- lýsa hvaða hópar fengju mesta hækkun og hverjir minnsta. Gunnar segir að hækkunin sé á bilinu fjögur til átta prósent eftir félögum. Vísindasjóður sé lagður niður og það komi til hækkunar á launatöflu. Samkomulagið felur einnig í sér endurskoðun á starfs- menntunarmálum. Guðlaug segir að félagsmennirn- ir taki á sig kjaraskerðingu í sam- ræmi við markmið ríkisstjórnar- innar. „Við völdum skásta kostinn í þeirri þröngu stöðu sem við vorum í,“ segir hún. Ljósmæður hafa sagt sig úr BHM-samstarfinu. Bára Hildur Jóhannsdóttir, formaður kjara- nefndar, segir að þær vilji að ríkið meti meistaranám þeirra í launum og grípa þurfi til aðgerða til að sporna við fækkun í stéttinni. Samkomulag BHM nær til um fimm þúsund launþega. - ghs Háskólamenn semja um 20.300 króna hækkun Samkomulag náðist í kjaraviðræðum 23 stéttarfélaga háskólamanna við ríkið í gærkvöld. Háskólamenn fá jafnframt endurskoðun á starfsmenntunarmálum. Í NAFNI NÁTTÚRUNNAR Jónsi í Sigur Rós kærir sig kollóttan um skort á gítarstrengjum, meðan Björk slær taktinn á Náttúrutónleikunum í Laugardalnum í gær. Talið er að allt að 30 til 40.000 manns hafi lagt leið sína í dalinn í veðurblíðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.