Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 4
4 29. júní 2008 SUNNUDAGUR Kringlunni • sími 568 1822 www.polarnopyret.is UMHVERFISMÁL Umhverfisráðherra mun úrskurða að nýju um hvort vatnsverksmiðja Icelandic Water Holding í Þorlákshöfn þurfi í umhverfismat. Ráðuneytisstjóri segir að reynt verði að hraða mál- inu en það fari í hefðbundið ferli. Umhverfisráðherra úrskurðaði að vatnsverksmiðjan skyldi í umhverfismat og byggði þann úrskurð að verulegu leyti á umsögn Orkustofnunar. Þar kom fram að vatnsverksmiðjan muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Forsvarsmenn verksmiðjunar óskuðu í kjölfarið eftir því að úrskurðað væri að nýju. Eins og fram kom í Fréttablaðinu veitti Orkustofnun nýja umsögn vegna þeirrar beiðni. Þar kom fram að ekki væri lengur talið að verk- smiðjan hafi umtalsverð umhverf- isáhrif. Var sú niðurstaða sögð byggð á nýjum upplýsingum. Eig- endur verksmiðjunnar mótmæltu því að um nýjar upplýsingar væri að ræða og sögðu þær hafa legið fyrir þegar Orkustofnun veitti upp- haflega umsögn. Fram kemur í bréfi frá umhverf- isráðuneytinu til lögmanns verk- smiðjunnar að byggt á viðsnúningi Orkustofnunar verði úrskurður ráðherra tekinn upp, og úrskurðað að nýju. Magnús Jóhannesson ráðuneytis- stjóri segir málið nú fara í hefð- bundið ferli. Reynt verði að hraða málsmeðferð og ólíklegt sé að hún taki meira en tvo mánuði, enda búið að vinna málið að miklu leyti áður. - bj Ráðherra úrskurðar að nýju hvort vatnsverksmiðja þurfi í umhverfismat: Málinu hraðað í ráðuneytinu ÞORLÁKSHÖFN Framkvæmdir við vatns- verksmiðju á Þorlákshöfn eru þegar hafnar, en deilt er um hvort vinna þurfi umhverfismat. MYND/EINAR ELÍASSON NÁTTÚRA Nokkrir hveranna sem mynduðust í jarðskjálftanum á Suðurlandi undir lok síðasta mánaðar hafa verið nefndir. Sá stærsti fékk nafnið Leirgerð- ur og var það Jörundur Garðars- son á Bíldudal sem átti hugmynd- ina. Sigurbjörn Búi Baldvinsson kom með nafnið Skjálfti á þann næststærsta. Neðst á svæðinu er svo mórauður leirhver, en hann fékk nafnið Reykjamóri, eftir uppástungu Sigþórs Hallfreðsson- ar. Loks var helsti vatnshverinn á svæðinu nefndur Hrifla, en þá hugmynd átti Kristján Már Unn- arsson. - ges Jarðskjálftahverir fá nafn: Leirgerður og Skálfti stærst SIMBABVE Robert Mugabe mun taka við forsetaembætti í dag, en hann bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Simbabve. Kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar og telja margir að þær hafi verið sjónarspil eitt. Fyrir stuttu dró Tsvangirai, andstæðingur Mugabes, framboð sitt til baka vegna hótana frá fylgismönnum Mugabes. Á fréttavef BBC kemur fram að George Bush Bandaríkjafor- seti hafi skipað utanríkisráðherra sínum að stöðva fjárframlög til Simbabve til að mótmæla mannréttindabrotum sem þar eiga sér stað. - sm Mugabe sigrar í kosningum: Niðurstaðan ekki marktæk HVERASVÆÐI Nýir hverir mynduðust í Suðurlandsskjálftanum í lok maí. LÖGREGLUMÁL Tveir bræður eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesj- um eftir að lögreglan var kölluð að verbúð á Vatnsleysuströnd í fyrrinótt. Eigandi fyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu taldi sig hafa fundið þar verkfæri sem var stolið frá honum fyrir um vikutíma. Bræðurnir, sem eru pólskir verkamenn á þrítugsaldri, voru teknir til yfirheyrslu í gær. Þeir hafa dvalist hér á landi um nokkurt skeið og meðal annars unnið á svínabúi. Málið er til rannsóknar og er búist við að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fari með framhald þess. - ghs Vatnsleysuströnd: Bræður teknir vegna þjófnaðar VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 7 19° 18° 22° 18° 18° 19° 23° 21° 21° 23° 26° 30° 25° 29° 29° 30° 30° 23° 10 9 12 Á MORGUN 5-18 m/s, hvassast við austurströndina. ÞRIÐJUDAGUR 8-15 m/s 8 9 10 9 13 10 9 6 7 7 5 7 5 3 7 9 8 3 6 7 9 10 1213 9 9 1414 ÁFRAMHALD Á NORÐANÁTTUM Ég hef af því spurn- ir að Norðlendingar og þeir á Austur- landi séu orðnir þreyttir á tíðum norðan- og austan áttum. Tala þeir um að júní sé hálfónýt- ur sumarmánuður. Eitthvað er til í þessu og það sem öllu verra er, er að þetta er lítið að breytast a.m.k. svo afgerandi sé. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur BRUNI „Það er hræðilegt að horfa upp á þessa eyðileggingu,“ segir Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistarskólans á Akureyri sem varð illa úti í eldsvoða um miðnætti á föstudagskvöld. „Tjónið er gríðarlegt, miklu meira en ég hélt í fyrstu.“ Í skólanum voru tugir nýrra tölva og fleiri tæki sem skemmdust auk listaverka. „Listaverk eru ómetanleg til fjár en vonandi er hægt að þrífa sótið af einhverjum þeirra.“ Helgi var sjálfur fyrstur á vettvang en hann býr við hlið skólans. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. - ges Eldsvoði í skóla á Akureyri: Mikið tjón í myndlistarskóla Svía og Dana rænt Sænska utanríkisráðuneytið hefur fengið upplýsingar um að Svía og Dana hafi verið rænt í Sómalíu. Mannrán eru tíð í landinu og hefur Sómalía verið ríkisstjórnarlaus frá árinu 1991. SÓMALÍA BANDARÍKIN, AP Forsetaframbjóð- andi Demókrataflokksins, Barack Obama hyggst ferðast til Miðausturlanda og Evrópu nú í sumar. Obama mun því þurfa að taka sér frí frá kosningabar- áttunni á meðan á ferðalaginu stendur. Meðal þeirra landa sem forsetaframbjóðandinn mun heimsækja eru Ísrael, Frakkland og Bretland. - sm Obama á faraldsfæti í sumar: Heimsækir Miðausturlönd TRYGGINGAR „Ég er auðvitað ekki sáttur við þetta,“ segir Þorvald- ur Jón Ottósson, eigandi að jörð- inni Svalvogum í Dýrafirði. Kröfu Þorvalds um bætur vegna skemmda á hlöðu og fleiri úti- húsum á jörðinni í vetur eftir að þakið fauk af þeim hefur verið hafnað en hann var vátryggður hjá tryggingafélaginu Verði. „Ég málaði þökin í fyrra og sá ekkert athugavert við þau þá,“ segir Þorvaldur. „Ég veit hins vegar ekki hvenær í vetur þökin fóru og komst ekki að því fyrr en um síðustu mánaðamót þar sem vegurinn að jörðinni hafði ekki verið ruddur fyrr.“ Þorvaldur er uppalinn að Sval- vogum til fjórtán ára aldurs en festi kaup á jörðinni fyrir fjórum árum. Gengið hafði verið frá hús- eigendatryggingu fyrir húsin á síðasta ári. Í bréfi sem Þorvaldi Jóni barst vegna málsins segir að við útgáfu tryggingarinnar hafi Vörður ekki haft upplýsingar um ástand úti- húsanna en að Þorvaldi hafi borið að upplýsa félagið um það. Nú hafi félagið hins vegar undir höndum myndir sem sýni að húsin séu með öllu ótæk til tryggingar og að tryggingin hefði ekki verið gefin út hefði vitneskja um ástand húsanna legið fyrir. Tryggingafélagið bætir að auki einungis tjón sem verður vegna óveðurs, þegar vindhraði nær þrjátíu metrum á sekúndu. Ekki er vitað hvenær tjónið varð og því óvíst hvort óveður geisaði þá. Bótaskyldu var einnig hafnað vegna þess að því er segir í bréf- inu frá Verði. Boðist er til þess að greiða til baka iðgjald vegna trygginga á útihúsunum. Sigurður Óli Kolbeinsson, for- stöðumaður tjónasviðs hjá Verði, kveðst ekki vilja tjá sig um mál- efni einstakra viðskiptavina við fjölmiðla. „Við förum eftir skilmálum og lögum, það er markmiðið hjá okkur,“ segir Sigurður Óli. „Það er auðvitað ekki daglegt brauð að við höfnum fólki sem verður fyrir tjóni en það gerist alltaf annað veifið.“ helgat@frettabladid.is Fær ekki bætur þótt þök fykju af húsum Jarðareigandi í Dýrafirði er ósáttur við að beiðni hans um bætur var hafnað eftir að þak fauk af útihúsum í vetur. Tryggingafélagið segir húsin ekki hafa verið tryggingartæk og að átt hefði að veita betri upplýsingar um ástand þeirra. ÚTIHÚS Tryggingafélagið segir útihúsin hafa verið frá upphafi ekki tryggingartæk og hefur beiðni um bætur verið hafnað. ÞAKIÐ FOKIÐ Eigandi var vátryggður og er ósáttur við að tjónið fáist ekki bætt. BARACK OBAMA GENGIÐ 27.06.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 164,5723 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 81,33 81,71 161,64 162,42 128,07 128,79 17,172 17,272 16,042 16,136 13,611 13,691 0,764 0,7684 132,52 133,3 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.