Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 12
12 29. júní 2008 SUNNUDAGUR T rudy fæddist í Hollandi en þegar hún var átta ára gömul fluttust foreldrar hennar búferlum með hana og sex systkini hennar til Ástralíu. „Foreldrar mínir voru með sína eigin túlípanarækt í Hollandi, en eftir stríðið, í kringum 1950 voru erfiðir tímar í Evrópu. Margir fluttu til Ástr- alíu og Nýja-Sjálands á þessum tíma og þar á meðal við fjölskyldan. Við settumst að í Mel- bourne í Ástralíu þar sem foreldrar mínir komu á fót blómarækt og bræður mínir fimm unnu allir í fjölskyldufyrirtækinu,“ segir Trudy. Þegar Trudy var þrettán ára ákvað hún að gerast trúboði og segist aldrei hafa velkst í vafa um það á unglingsárum sínum. „Ég var alin upp í kaþólskri fjölskyldu og las mikið af trúarlegum bókum sem barn. Ég vissi snemma að ég vildi þjóna guði, vera góð manneskja og gerast trúboði og hélt að eina leiðin til þess væri að gerast nunna svo ég ákvað að ganga í klaustur þegar ég var 21 árs. Þá hafði ég kynnst nokkrum nunnum sem unnu á spítala þar sem ég var í þjálfun sem hjúkrunarkona. Foreldrar mínir voru ekki mjög ánægðir með þessa ákvörðun mína því mömmu fannst ég alltaf frekar uppreisn- argjörn og hélt að ég myndi aldrei geta verið í klaustri, en þau studdu mig samt heilshug- ar,“ útskýrir Trudy. „Ég vonaðist alltaf eftir því að ég yrði send erlendis í trúboð, en það varð ekki raunin þar sem St. Joseph reglan sinnti ekki trúboða- starfi erlendis. Í staðinn unnum við hjúkrun- arstörf og sinntum kennslu. Þegar ég horfi til baka hefði ég ekki viljað sleppa þessari reynslu, en þetta var aðeins of langur tími. Ég missti í rauninni árin milli 21 árs til 29 ára sem eru mjög mikilvæg. Þegar ég byrjaði í vinnunni fannst mér ég ekkert vita hvað fólk var að tala um. Það hafði margt breyst og ég vildi ekki segja samstarfsfólki mínu að ég hefði verið nunna í níu ár. Smám saman fann ég hvað ég hafði misst mikið úr,“ segir Trudy. Hippalíf og sjálfsþurftarbúskapur Eftir að Trudy hafði unnið á fæðingarheimil- inu í nokkur ár flutti hún úr borginni í dreif- býlið og byrjaði í sínu fyrsta ástarsambandi, þá rúmlega þrítug. „Ég sökkti mér á kaf í hippamenninguna. Við lifðum mjög nægjusömu lífi og stunduð- um hálfgerðan sjálfsþurftarbúskap,“ útskýr- ir Trudy og segist ekki hafa náð raunveru- legu sambandi við trúna fyrr en hún var 34 ára gömul. „Þá byrjaði ég að fara í kirkju með vinkonu minni sem var mótmælandi og í fyrsta sinn á ævinni eignaðist ég persónulegt samband við guð, eitthvað sem ég hafði aldrei vitað að væri hægt. Samstundis kviknaði aftur löngunin til að gerast trúboði.“ Til Afríku Í janúar 1988 fór Trudy fyrst til Úganda með hópi fólks frá Ástralíu. Hún fann fljótt að henni var ætlað að dvelja lengur í landinu og sex mánuðum síðar hélt hún aftur þangað ein síns liðs. „Ég var fór aðeins með farmiða aðra leiðina, eina ferðatösku og tvær tómar olíu- tunnur, fullar af farangri.“ Eftir þriggja ára dvöl í Úganda kynntist Trudy eiginmanni sínum Francis Odidi og þau giftu sig aðeins þremur mánuðum eftir að þau kynntust. Francis er skáld og kvikmyndagerðarmaður, hefur gefið út bækur, gert heimildarmyndir, skrifað leikrit og á sjöunda áratugnum var hann með dansflokk sem kallaðist Heartbeat of Africa og ferðaðist um allan heim. Hann samanstóð af fólki úr mismunandi ættbálk- um Afríku sem sýndi sína hefðbundnu dansa. Þrisvar sinnum yfir ævina hefur Francis setið í fangelsi af pólitískum ástæðum fyrir ritstörf sín og þurfti um nokkurt skeið að fara í útlegð til Þýskalands því hann var á svörtum lista Idi Amins. Eftir að hann kom til baka til Úganda gerðist hann blaðamaður og gaf út sitt eigið blað, en þegar Trudy og Francis giftu sig var hann á skilorði. „Það var vægast sagt hættulegt að vera blaðamaður og vilja birta staðreyndir í landi þar sem borgarastyrjöld geysaði. Oftar en einu sinni var skrifstofa hans lögð í rúst og þegar við kynntumst var hann á skilorði eftir að hafa verið dæmdur fyrir landráð, en því fylgir yfirleitt dauðadómur. Sem betur fer er hann vel tengdur og Amnesty International var með puttana í málinu svo hann var látinn laus úr fangelsi gegn skilorði eftir níu mánuði,“ segir Trudy og útskýrir að það hafi tekið sig um tíu ár að kynnast menningu Úganda almennilega. „Afrískt samfélag byggist eingöngu á sam- böndum fólks, ekki menntun þess. Það er mjög erfitt fyrir hvíta manneskju að mynda raunveruleg sambönd við innfædda, því til að byrja með sjá þeir mann sem aðila með mikið fé á milli handanna, sem getur bjargað þeim frá fátækt. Það tekur langan tíma áður en þeir fara að sjá mann sem venjulega manneskju og það tók mig allavega tíu ár að byrja að líða sem slíkri og skilja hugsunar- hátt fólksins,” segir Trudy. Haldið til norðurs Eftir að hafa starfað við sjónvarps- og útvarpsþáttagerð fyrir börn í rúmlega þrjú ár fann Trudy löngun til að breyta um vettvang og stuttu síðar hélt hún til norður Úganda ásamt Francis. Þar geysaði hrottaleg borgarastyrjöld þar sem Andspyrnuher drottins, eða LRA var við völd og stundaði limlestingar og fjöldaaftökur á óbreyttum borgur- um. Þeir rændu kerf- isbundið öllum börn- um sem þeir náðu til og í tengslum við slík barnarán var ekki óalgengt að uppreisn- armenn LRA neyddu börnin til að taka for- eldra sína og fjöl- skyldu af lífi. Börnin voru síðan notuð sem hermenn, kynlífs- þrælar eða seld í Súdan fyrir vopn. „Ég fékk sterka til- finningu fyrir því að við Francis ættum að fara til Norður- Úganda, en hann varð eiginlega bara orðlaus þegar ég nefndi það við hann. Hann kemur sjálfur frá norður- hluta landsins, en hafði ekki farið þangað í átta ár því ástandið var svo slæmt. Enginn dirfðist að fara þangað og í ofanálag áttum við ekki pening til að ferðast svo langa leið. Um það bil mánuði síðar kom kona til okkar frá hollenskum samtökum sem hafði frétt af okkur, rétti okkur ávísun upp á 17.000 dollara og sagðist vilja vinna með okkur að því að útvega bágstöddum börnum styrktaraðila á svæði sem enginn væri að vinna á. Stuttu síðar lögðum við af stað norður á litla Suzuk- íinum okkar eftir hlykkjóttum moldarvegum í fylgd prests að norðan. Þegar við komum var fátæklegt um að litast, aðeins moldarkof- ar með stráþaki. Við keyrðum að landsvæði sem Francis átti og eftir að hafa verið þar í stutta stund hópaðist fólk að okkur, faðmaði okkur að sér og grét úr gleði. Þessu fólki leið eins og það væri algjörlega gleymt og graf- ið,“ segir Trudy. Eftir að Trudy og Francis höfðu komið sér fyrir og kannað aðstæður, komu þau upp skólahúsnæði fyrir börn, en ráku sig fljótt á að það var ekki auðvelt að koma fólki til hjálpar. „Margir foreldrar þorðu ekki að senda börnin sín í skóla. Mörgum börnum hafði verið verið rænt á leið í eða úr skóla og stundum höfðu uppreisnarmenn brotist inn í skólana. Þá höfðu kennararnir oft verið drepnir fyrir framan börnin og uppreisnar- mennirnir jafnvel eldað líkamsleifarnar og neytt börnin til að borða þær. Atburðir sem þessir höfðu gjörsamlega lagt líf fólks í rúst. Margir höfðu lagst í drykkju og brugguðu úr öllu tiltæku svo það tók okkur langan tíma að hughreysta fólk og fá foreldra til að senda börnin sín í skóla,“ útskýrir Trudy. Trudy og Francis byggðu upp öflugt hjálp- arstarf í norður Úganda sem kallaðist Uganda Australia Foundation, en árið 1993 hófu þau samstarf með ABC barnahjálp. ABC barna- hjálp styður nú um 2300 börn til náms í Úganda og hefur byggt ABC skóla í Kitetika og Rackoko í samstarfi við þau hjón auk þess að styrkja börn til náms í Gulahéraði. Móðir á efri árum Þrátt fyrir að hafa unnið hjálparstarf í þágu barna til margra ára eignuðust Trudy og Francis aldrei börn, en fyrir þremur og hálfu ári fengu þau símtal sem breytti lífi þeirra. „Það var hringt í okkur af munaðarleysingja- hæli í nágrenninu og við beðin um að skila til vina okkar sem vildu ættleiða að það væru tvö börn á heimilinu sem litu út fyrir að vera af blönduðum kynþætti. Þessir vinir okkar voru þá nýfarnir til Kenýa til að ættleiða, svo Francis leit á mig og sagði; „þÞessi börn eru fyrir okkur.“ Daginn eftir fórum við á mun- aðarleysingjahælið og sáum þau í fyrsta sinn, Joshua, sem hafði verið skilinn eftir í niður- falli þegar hann var aðeins dagsgamall og Ruth sem fannst á bananaplantekru þar sem hún hefur eflaust legið í tæpan sólahring áður en hún fannst. Þau gengust undir lækn- isskoðun og svo vorum við komin með þau í fangið daginn eftir,” segir Trudy sem tókst á við móðurhlutverkið í fyrsta skipti þá 60 ára gömul, en Francis var þá 64 ára. Síðasta verkefni þeirra hjóna var að setja af stað „Mother Child alive“ í fyrra, því marg- ar af stúlkunum sem voru numdar á brott af LRA og jafnvel notaðar sem kynlífsþrælar af uppreisnarmönnum koma sumar hverjar til baka, þá búnar að eignast börn. „Við erum með útvarpsstöð sem nær alveg yfir til Súdan og ákváðum að tilkynna að þær stúlkur sem þyrftu á hjálpa að halda gætu leitað til okkar. Alls komu um 1500 ungar stelpur sem höfðu verið numdar á brott á aldrinum átta til sex- tán ára. Sumar þurftu að horfast í augu við að hafa misst alla fjölskyldu sína og ættingja þegar þær komu aftur. Margar hverjar höfðu sjálfar verið neyddar til að verða ástvinum sínum að bana og eru í svo slæmu ástandi að þær geta ekki séð um börnin sín, þola illa snertingu og geta lítið sofið á nóttunni. Þær þurfa nauðsynlega á mikilli aðhlynningu að halda og við reynum að hjálpa eins mörgum og við getum með því að bjóða þeim ráðgjöf, heilbrigðsþjónustu, menntun og daggæslu fyrir börnin,“ segir Trudy og útskýrir að í dag sé mikil þörf á því að byggja háskóla því nú séu börnin sem byrjuðu hjá þeim í upphafi að klára framhaldsskóla. „Þó svo að starfið hafi vaxið gríðarlega er svo margt sem á eftir að gera,“ bætir hún við. „Ég ber mikla virðingu fyrir ABC barna- hjálp því oft verða stór samtök sem þessi ópersónuleg, en ABC er með hjartað á réttum stað. Það er ótrúlegt hversu mörg börn eru styrkt af Íslendingum miðað við höfðatölu þjóðarinnar og gjafir sem styrktaraðilar hér- lendis senda börnum sínum eru vægast sagt veglegar. Þó svo að efnahagurinn geti verið skeikull trúi ég því að íslenska þjóðin upp- skeri margfalt fyrir það góða sem hún lætur af sér leiða,“ segir Trudy að lokum. Með hjartað á réttum stað Trudy Odida fæddist í Hollandi árið 1944. Síðan þá hefur hún búið í Ástralíu, verið kaþólsk nunna og sinnt hjálparstarfi í rúm tuttugu ár í Úganda. Í dag er hún gift úgandískum manni og saman eiga þau tvö fjögurra og hálfs árs börn sem þau ættleiddu fyrir ári. Alma Guðmundsdóttir hitti Trudy sem er stödd á Íslandi í tengslum við tuttugu ára afmælishátíð ABC barnahjálpar og forvitnaðist um áhugavert lífshlaup hennar. KANN VEL VIÐ SIG Á ÍSLANDI Trudy er stödd á landinu í tengslum við 20 ára afmælishátíð ABC barnahjálpar og mun kynna hjálparstarfið í Úganda klukkan 20 í Víðistaðakirkju í kvöld. TRUDY MEÐ BÖRNIN SÍN TVÖ, JOSHUA OG RUTH. Afrískt sam- félag byggist eingöngu á samböndum fólks, ekki menntun þess. Það er mjög erfitt fyrir hvíta manneskju að mynda raunveruleg sambönd við innfædda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.