Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 13
Aðalbakhjarlar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru: – við leitum að fólki Jarðskjálftarnir undanfarið hafa minnt okkur rækilega á hvað við Íslendingar erum í miklu návígi við óblíð náttúruöfl. Í vetur skall hver óveðurslægðin á fætur annarri á landinu með tilheyrandi óþægindum og skemmdum. Þessir atburðir hafa minnt okkur á mikilvægi vel þjálfaðra björgunarsveitarmanna sem óvenju mikið hefur mætt á, enda alltaf reiðubúnir að bregðast við. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar vill þakka öllu þessu fólki vasklega framgöngu í vetur. Sömuleiðis þökkum við fjölskyldum björgunarsveitamanna fyrir mikinn skilning á hlutverki þeirra og mikilvægi. Ekki má gleyma þeim stóra hópi atvinnurekenda sem hefur stutt við bakið á björgunarstarfinu með því að veita starfsmönnum sínum frí úr vinnu í hvert sinn sem kallið hefur komið. Kærar þakkir til ykkar allra, Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Fórnfýsi sjálfboðaliðanna er ómetanleg íslensku þjóðinni Takk fyrir veturinn! Zophonías Friðrik Gunnarsson Sjálfboðaliði í Hjálparsveit skáta Hveragerði Zophonías er trésmiður og í hlutastarfi sem slökkviliðsmaður í Hveragerði. Áhugamál hans eru hestamennska og ýmsar jaðaríþróttir. Zophonías hefur farið í 49 útköll síðan í haust en mörg þeirra tengjast ófærð á Hellisheiði. Hálfdán Ágústsson Sjálfboðaliði í Hjálparsveit skáta Reykjavík og foringi undanfaraflokks. Hálfdán starfar sem veðurfræðingur og vísindamaður og er sem stendur í doktorsnámi við HÍ. Frá því í haust hefur hann farið í 12 útköll m.a. vegna óveðurs, leita að fólki og aðstoðar vegna jarðskjálfta. Hálfdán er í sambúð og helstu áhugamál hans eru fjallamennska og klifur. Edda Björk Gunnarsdóttir Sjálfboðaliði í Hjálparsveit skáta Reykjavík. Edda er menntaður grunnskólakennari og starfar við það. Helstu áhugamál hennar eru útivist og ferðamennska. Hún hefur farið í 26 útköll í vetur og var mestur fjöldi þeirra tengdur óveðrum sem gengu yfir landið sl. haust. Edda er í sambúð. Stefán Helgason Sjálfboðaliði í Björgunarfélagi Árborgar, Selfossi Stefán er húsasmíðameistari og starfar sem byggingaverktaki. Aðaláhugamál hans eru samfélagsaðstoð og starf í björgunarsveitum. Hann hefur farið í 22 útköll í vetur vegna ýmissa verkefna, s.s. óveðurs og vitanlega vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi. Stefán er giftur og á eitt barn. Sæunn Kjartansdóttir Sjálfboðaliði hjá Björgunarsveitinni Ársæli og hópstjóri bátahóps. Sæunn er menntaður leikskólakennari og sjúkraliði en helstu áhugamál hennar eru köfun og snjóbretti. Sæunn hefur farið í 24 útköll sl. mánuði en mörg þeirra tengjast sjónum. Sæunn á tvö börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.