Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 16
16 29. júní 2008 SUNNUDAGUR Á rið 1974 var leiðsögumaður inni í Laugarvatnshelli með hópi ferðamanna. Sagði hann frá síðustu hellisbúunum á Íslandi sem bjuggu þar frá árinu 1918 til 1922. Þegar hann er að lýsa staðarháttum hellisbúanna skerst áheyrandi sem stóð þar álengdar í leikinn og segir ræðumann ekki fara rétt með. Leið- sögumaður snýr upp á sig og vill nú forvitn- ast um hvernig þessi áheyrandi, sem reyndar tilheyrði ekki ferðamannahópi hans, teldi sig vita betur en sérfræðingurinn. „Nú það vorum við hjónin sem bjuggum hérna,“ sagði Jón Þorvarðarson þá og lagði hönd um konu sína Vigdísi Helgadóttur. Hellisbúarnir „koma út úr skápnum“ Niðjar þessa sómafólks áttu misgott með það að horfast í augu við þessa fortíð. „Það var ekkert talað mikið um þetta hér áður,“ segir Einar Tryggvi Traustason barnabarn þeirra Jóns og Vigdísar. „Svo var það eitt sinn sem ég fór þarna í hellinn í vinahópi og sagði þeim af högum síðustu ábúenda. Þegar ég var spurður að því hvernig ég vissi þetta allt saman gekkst ég náttúrulega við því að þau hefðu verið afi og amma mín. Þannig kom ég smátt og smátt út úr skápnum með þetta,“ segir hann og hlær við. „En núna er ég afar stoltur af þessu eins og allt mitt fólk. Reynd- ar er það svo að við köllum okkur hellisbúana núna.“ Í gær var haldið upp á 100 ára afmæli Ung- mannafélags Laugdælinga en í leiðinni voru íbúar í Laugarvatnshelli heiðraðir. Þeir fyrstu voru Indriði Guðmundsson og Guðrún Kolbeinsdóttir sem bjuggu þar árið 1910. Eftir ellefu mánuði þar bauðst þeim svo jörð í Grímsnesi og fluttu þau þangað og stóð þá hellirinn auður þar til Jón og Vigdís settust þar að árið 1918. Magnús Jónsson Þorvarðarsonar hellisbúa afhjúpaði í gær, eða afklæddi eins og hann segir sjálfur, skilti sem Jón Sverrir Erlings- son hefur látið hanna. Magnús er fæddur árið 1920 og bjó því í hellinum tvö fyrstu æviár sín. Hann er því eini núlifandi Íslendingurinn sem búið hefur í helli. Barneignir í hellinum Jón var fæddur árið 1891 að Meðalholtum í Flóanum og sjö árum síðar fæddist Vigdís að Ósabakka á Skeiðum. Ólust þau upp í nágrenni við hvort annað og felldu snemma hugi saman. En þegar þau vildu rugla saman reit- um var ekki hlaupið að því að koma sér þaki yfir höfuðið fyrir efnalítið fólk. En Laugar- vatnshellir stóð auður. Hann þótti ekki verri kostur en sumir mannabústaðir enda hafði Indriði fest þil framan á hellismunnann með tvær burstir og líktist hann því venjulegum bóndabæ þegar litinn var úr fjarlægð. Skammt frá er annar hellir og byggði Jón þar fjárhús sem enn má sjá ummerki um. Til að byrja með bjó Símon Símonarson í hellinum með þeim hjónum en unnusta Sím- onar var vandlátari en svo að hún gengi að því að hefja búskap í helli svo hann varð að fara með henni og finna hentugri stað. Árið 1919 bar Vigdís barn undir belti. Var afráðið að ljósmóðir yrði hjá henni þegar nær drægi fæðingu en sökum óveðurs komst hún ekki. Það kom því í hlut Jóns að taka á móti Ragnheiði frumburði sínum. Jón Sverrir veit hvað síðar gerðist. „Fæðingin gekk vel en svo fóru að vandast málin því fylgjan vildi ekki út,“ segir hann. „Afréð afi þá að fara ríðandi að ná í ljósmóðurina. Eftir átta klukkustundir kom hann svo með hana í hellinn og þótti þá ljósmóðurinni líklegast að bæði barn og móðir væru látin. En svo var hreint ekki og heilsaðist þeim vel á eftir.“ Ekki vildu þau hjón taka slíka áhættu þegar Magnús var kominn undir svo frúin fór til bæjar og eignaðist strákinn þar. Systir hans Hrafnhildur Ásta fæddist hins vegar í hellin- um. Konungur í heimsókn En þó Reyðarmúli, eins og þau hjón kölluðu býli sitt í Laugarvatnshelli, teldist ekki til höfuðbóla fengu þau hjón eitt sinn gest með blátt blóð. Einar Tryggvi kann þá sögu. „Þannig var mál með vexti að Kristján X var hér á landi árið 1921 og átti hann og fylgdar- lið leið hjá hellinum og vekur hann forvitni konungs. Fylgdarmenn sögðu hins vegar að þarna byggi fátækt fólk og konungur hefði nú merkari menn til að klingja með en hellis- búana atarna. Kristján var ekki sammála því og kvaðst vilja taka hús, eða kannski réttara Síðustu hellisbúarnir hylltir Einn núlifandi Íslendingur bjó fyrstu æviár sín í helli. Hann hyllir nú foreldra sína og barnabörnin eru afar stolt af afa sínum og ömmu sem hófu búskap í Laugarvatnshelli og eru síðustu hellisbúarnir á Íslandi. Þótt býlið væri fátæklegt tóku þau hjón á móti konungi þar árið 1921. Jón Sigurður Eyjólfsson kynnti sér söguna. VIÐ HELLINN Stórfjölskyldan hittist við Laugarvatnshelli árið 1962. Jón er annar frá vinstri og við hlið hans er eiginkonan Vigdís. Við hlið móður sinnar er frumburðurinn Ragnheiður og fyrir aftan hana og til hægri er Hrafnhildur systir hennar sem fæddist einnig í hellinum. Fyrir aftan unga drenginn sem stendur fremst, fyrir miðju með hendur með síðum er síðan Magnús, eini núlifandi hellisbúinn. SVO LEIT LAUGARVATNSHELLIR ÚT Til voru verri mannabústaðir í upphafi síðustu aldar en Laugarvatnshellir. SÍÐUSTU HELLISBÚARNIR Jón Þorvarðarson og Vigdís Helgadóttir. Jón sagði að fjögur bestu ár sín hefðu þau hjón átt í hellinum. Í LAUGARVATNSHELLI Einar Tryggvi Traustason, Magnús Jónsson og Jón Sverrir Erlingsson ræddu málin í hellinum í gær. Magnús er fæddur árið 1920 og bjó fyrstu tvö æviárin í Laugarvatnshelli. Hann hefur til siðs að koma við í hellinum árlega og segir hellinn hafa tekið heilmiklum breytingum í áranna rás. MYND / SUNNLENSKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.