Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 18
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR ferðalög kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd GettyImages Pennar Klemens Ólafur Þrastarson Ljósmyndir Fréttablaðið, Silja Magg, Yvan Rodic Auglýsingar Stefán P.Jones spj@frettabladid.is E itt minnistæðasta fríið mitt og sennilega eitt það minnistæðasta líka fyrir foreldra mína var þegar ég var fjögurra ára gömul og fjöl- skyldan fór til Bahamaeyja. Í raun er þetta frí með mínum fyrstu minningum þar sem ég held að fæst okkar muni mjög mikið um tímann upp að fjög- urra ára aldrinum. En þarna vorum við sumsé, litla fjölskyldan á sann- kallaðri paradísareyju þar sem ég bragðaði minn fyrsta alvöru hamborgara með frönskum, þar sem ég varð fag- urlega cappucino-brún í fyrsta sinn og dundaði mér á mannlausri bleikri strönd allan liðlangan daginn. En sterkasta minningin frá þessu afbragðsfríi var þegar að ég vakna upp með andfælum eina nóttina á hótelher- berginu okkar. Ég svipaðist um eftir pabba og mömmu en rúmið þeirra var enn uppbúið og enginn í herberginu nema sofandi tveggja ára bróðir minn og jú, skælbros- andi svartur maður sem ég hafði aldrei áður séð á minni stuttu ævi. Ég rak upp skelfingaróp og vakti bróður minn sem var sennilega mjög vond hugmynd því þá gekk hann undir viðurnefninu „Schreihals“ eða öskur- háls þar sem hann gat látið ómannleg hljóð hljóma úr sínum litla englabúk. Aumingja maðurinn sem ég síðar komst að að var bara barnapían okkar, reyndi að róa okkur niður á ensku sem við skildum ekki, rétti okkur tyggjó og ísmola en allt kom fyrir ekki. Ég var sannfærð um að heimsendir væri í nánd og ég yrði að bjarga bróð- ur mínum úr þessum skelfilegu aðstæðum. Ég dró hann með mér fram á gang þar sem við hófumst handa við að berja á hurðir hjá gestum og æpa á hjálp. Ég man sér- staklega eftir því í hversu miklum náttfötum allir voru sem þeystust fram til að aðstoða æpandi börnin. Einn miðaldra maður var meira að segja með nátthúfu. Við öskruðum áfram og vorum komin með sirka þrjátíu manns á eftir okkur um gangana og næsta stopp var lyftan. Hersingin hélt niður í lobbý og nú var þetta risa- stóra hótel orðið flóðlýst klukkan tvö um nótt. Þegar aumingja foreldrar mínir komu heim af sínu eina djammi á þessu þriggja vikna ferðalagi með smá- fólkið sitt beið þeirra flóðlýst hótel og allir gestirnir í náttfötum sem litu á þau ásakandi augnaráði. „Eru þetta foreldrarnir?“ sögðu þau og hristu hausinn. Vanti ykkur hressandi ábendingar um ferðalög með börnum má lesa síðu fjögur í Ferðalögum júlímánaðar. BÖRN Á FERÐ Anna Margrét Björnsson skrifar ÍS L E N S K A SI A. IS FL U 42 03 6 04 .2 00 8 1 kr. aðra leiðina + 690 kr. (flugvallarskattur) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 Gildir til 31. maí – bókaðu á www.flugfelag.is 2 FERÐALÖG Ambos Mundos, Kúba Herbergi Ernest Hemingways á hótelinu hefur verið varðveitt eins og það var þegar hann dvaldist á hótelinu sem hann lýsti sem góðum stað til skrifta. Umhverfi hótelsins og iðandi mannlífið í kring veitti honum innblástur að ýmsum verkum og meðal annars skrifaði hann fyrstu kaflana í skáldsögunni „Hverjum klukkan glymur“ á hótelherberginu. Hvað er betra en að sitja í rólegheitun- um á þaki hótelsins, njóta útsýnis yfir smábátahöfnina og gamla bæinn, láta hugann reika eða diskútera heimsins innsta eðli með mojito í hönd að hætti Hemingways? Askanischer Hof, Berlín Franz Kafka skrifaði stóran hluta Réttar- haldanna, einnar frægustu bókar sinnar, á Askanischer Hof-hótelinu. Á hótelinu upplifði Kafka ýmsa atburði sem höfðu áhrif á líf hans og skrif, eins og sam- bandsslit hans og Felice Bauer, sem rata einmitt í frásögnina í Réttarhöldunum. Að ganga inn á hótelið er eins og að fara aftur í tímann, öll umgjörð þess og stíll er eins og hann var á fjórða áratug síð- ustu aldar og ekki skemmir fyrir að það er vel staðsett í miðborg Berlínar. Goldeneye, Jamaica James Bond-myndin Golden Eye dregur nafn sitt af heimili Ians Fleming á Jam- aíka, en húsið er nú gististaður fyrir ferðamenn. Húsið stendur á kletti með útsýni yfir Karíbahafið, umlukið hita- beltisgróðri. Rólegt andrúmsloftið og fallegt umhverfið reyndist fullkominn staður fyrir Flemming til að skrifa bækur sínar um James Bond en alls skrifaði Flemming fjórtán bókanna um njósnarann í húsinu. The Royal Albion Hotel, England Charles Dickens eyddi meirihluta sumr- anna 1837 til 1859 í bænum Broadstairs í Kent á Englandi. Dickens skrifaði verkið Nicholas Nickleby á Albionstræti 40 sem nú er hluti af Royal Albion hótelinu. Útsýninu úr svítunni sinni lýsti hann sem „fallegustu sjávarsýn sem þú gætir ímyndað þér“. The Old Inn, Crawfordsburn, Írland Margir frægir rithöfundar hafa dvalist á þessu ævaforna írska gistihúsi. Á sautj- ándu og átjándu öldinni stunduðu höf- undar eins og Swift, Tennyson, Thack- ery, Dickens og Trollop staðinn. Á tuttugustu öldinni varð þetta svo sam- komustaður og menningarmiðstöð C.S. Lewis og félaga hans. Staðurinn var Lewis sérlega hugleikinn og fór hann meðal annars í síðbúna brúðkaupsferð þangað. HÚS SEM VEITA INNBLÁSTUR Ferðalög grófu upp hótel og hús þar sem frægir rithöfundar hafa skrifað sín mestu verk. Goldeneye Breski rithöfundurinn Ian Fleming á ströndinni við hús sitt, Goldeneye á eyjunni Jamaíku. H jónin Sesselja Birgisdóttir og Ragnar Fjalar hafa sett á fót skemmtilega nýjung í ferðamennsku með fyrirtækinu Red Apple Apartments. Eins og nafnið gefur til kynna sérhæfir fyrirtækið sig í leigu á íbúðum til styttri tíma, frá einni nóttu upp í nokkra mánuði og þær eru nú í boði í Reykjavík og Kaupmannahöfn, en bráðum bætast við borgirnar Ósló, Helsinki og Stokkhólmur. „ Við útskrifuðumst bæði í fyrra úr mastersnámi í alþjóðamarkaðsfræðum og vöru- merkjastjórnun frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð,“ útskýrir Sesselja. „Ég hafði hug á að nema meira í stjórnun en Ragnar ætlaði að stofna sitt eigið fyrirtæki. Svo skemmtilega vildi til að Lundarhá- skóli bauð í fyrsta sinn upp á mastersnám í frum- kvöðlafræðum og meginmarkmið námsins var að stofna fyrirtæki og við nýttum að sjálfsögðu námið til að steypa grunninn að Red Apple Apartments.“ Að sögn Sesselju er Red Apple Apartments fjöl- skyldufyrirtæki sem rekur miðlun á internetinu. „Markmið okkar er að bjóða upp á fjölbreytt úrval fullbúinna íbúða sem jafnast á við eigið heimili. Við hvetjum íbúðareigendur sem hafa áhuga á að skrá íbúðir sínar til leigu að hafa samband og skráning er að kostnaðarlausu.“ Frekari upplýsingar er að finna á www.redapplecopenhagen.wordpress.com og www.redapplereykjavik.wordpress.com ÍBÚÐIR SEM JAFNAST Á VIÐ EIGIÐ HEIMILI Ambos Mundos Barinn á hótelinu á Kúbu þar sem Hemingway dvaldi við skrif. [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög JÚLÍ 2008 FRÁ SÖGUSLÓÐUM GRIKKLANDS UPP Á TINDINN Á MONT BLANC HÓTEL ÞAR SEM FRÆGUSTU RITHÖFUNDAR HEIMS GISTU. LEYNDARDÓMAR KAMBÓDÍU. SVEITASÆLA Í CAMBRIDGE. FULLKOMNAR HELGARFERÐIR. HEIMURINN MEÐ AUGUM SMÁFÓLKSINS HVERT Á AÐ FARA, HVAÐ Á AÐ BORÐA OG HVERNIG Á AÐ DREPA TÍMANN Á LÖNGUM FERÐALÖGUM? FERÐIR FYRIR FÓLK SEM ÞRÁIR AÐRA HLUTI EN SÓL, BJÓR OG STUÐ RÉTTSÝNI FERÐALANGURINN GÖNGUFERÐIR UM EVRÓPU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.