Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 20
4 FERÐALÖG London: Tower of London Allir krakkar fara núna í London Eye en þessi gamli kastali er alltaf jafn áhugaverð- ur fyrir yngstu kynslóðina. Tower of Lond- on hýsti einu sinni fræga konunga, fagrar kapellur og óhugnanlegt fangelsi. Hér er ýmislegt að skoða, allt frá konunglegum gersemum upp í hryllilega fangaklefa og svo hina frægu „Beefeaters“ verði drottn- ingar sem spássera um skrautklæddir. Gefið ykkur nógan tíma því það er svo mikið að sjá. París: Batobus Þegar þið hafið fengið nóg af Eiffelturnin- um og Sigurboganum er upplagt að skella sér í bátsferð um Signu. Batobus er eins- konar vatnaleigubíll sem stoppar á helstu túristastöðum borgarinnar eins og Louvre og Notre Dame. Það er hægt að kaupa dag- passa og hoppa í og úr bátnum eftir vild. Barcelona: Montjuic-garðurinn Stórfenglegur staður fyrir krakka að skoða. Montjuic er kastali frá 18. öld með útsýni yfir Miðjarðarhafið og endalausum falleg- um garði. Krakkar geta hlaupið um og baðað sig í kælandi gosbrunnum, skoðað listaverk eftir Joan Miro, skemmt sér á leikvöllum eða farið í lautarferðir. Berlín: Zoologischer Garten Einn skemmtilegasti dýragarður í heimi er einmitt í Berlín og er algjörlega ómissandi fyrir unga sem aldna. Hér er til dæmis ísbjörninn Knútur og það er hægt að horfa á flóðhesta synda, í gegnum þar til gert gler. Börnum þykir líka spennandi að skoða krók- ódíla, marglyttur og kolkrabba í sjávarsafn- inu og svo er skemmtilegur leikvöllur eða Spielplatz þar sem hægt er að klifra í ævin- týralegum leikgrindum. HEIMURINN MEÐ AUGUM SMÁFÓLKSINS Börnum fi nnst ævintýralega gaman að skoða nýja staði. Það er óþarfi að kvíða því að börnin hafi ekki nóg fyrir stafni í borgarferðum því af nógu er að taka. Anna Margrét Björnsson tók saman nokkra skemmtilega hluti sem krakkar geta skoðað í sumar. HVAÐ Á AÐ TAKA MEÐ? Ef þú ert að ferðast með ungbarn eða smábarn er gott að reyna að hafa sem minnst með. Margir foreldrar virðast halda að það sé bráðnauðsynlegt að taka með „réttu“ bleyjutegundina, barnamatinn og allan fata- og dótaskápinn. En börn eru mun nægjusamari en við höldum og helstu nauðsynjar eru fáanlegar á flestöllum stöðum (nema þú hafir skipulagt frumskógarferð með litla erfingjann). HLUTIR SEM MAÐUR ÆTTI EKKI AÐ GLEYMA ERU: 1. Vegabréf, sjúkratrygging og heilsufarsupplýsingar. 2. Fatnaður: Föt til að vera í á löngum ferðalögum, sundföt, þægilegir skór, regnyfirhöfn og eitthvað spari- legt ef maður fer fínt út að borða. Og auðvitað nóg af nærfötum og sokkum. Mundu líka að það er oft kalt í flugvélum svo að hlýjar golftreyjur eru bráðnauðsynleg- ar. 3. Lítið snyrtiveski með helstu meðulum, naglas- kærum og plástrum er líka eitthvað sem alltaf ætti að vera í farteskinu. 4. Myndavél til að rifja upp með þeim alla þessa skemmtilegu hluti sem þið gerðuð í fríinu. Að síðustu, munið að það getur komið fyrir að maður þurfi að hlaupa á flugvellinum til að ná tengiflugi og því er alltaf betra að hafa sem fæstar töskur og láta smáfólkið bera sem minnst. HVERNIG Á AÐ DREPA TÍMANN? Foreldrar eru oft alltof hræddir við að börnum þeirra byrji að leiðast um leið og þau eru sest upp í flugvélina/bílinn/rútuna. Börnum finnst yfirleitt gaman að nýjungum og að horfa út um gluggann í dágóða stund. Ræðið við þau um það sem fyrir augu ber og það er alltaf gott að vera vel upp- fræddur sjálfur um áfangastaðina framundan svo þið getið rætt um hvað þið ætlið að sjá þegar þangað kemur. Þegar þolinmæðin er alveg á þrotum er gott að vera með ferðaleiki, spil, bækur og iPod (það er stórsniðugt að hlaða nokkrum skemmtilegum barnasögum og plötum inn á hann áður en haldið er af stað. Krakkarnir fíla kannski ekki Sigur Rós). Svo er vinsælt að kaupa eitt nýtt leikfang til að skoða á leiðinni, það þarf ekki að vera dýrt en allt sem er nýtt er óneitanlega meira spennandi. HVAÐ Á AÐ BORÐA Í NÝJU LANDI? Matur getur verið eitt það skemmtilegasta við það að ferðast með börnum, en einnig það leiðinlegasta. Þegar börn verða svöng geta þau orðið bæði skap- vond og matvönd. Nokkur góð ráð eru 1. Að byrja dag- inn á staðgóðum morgunverði. 2. Lautarferðir. Það er alltaf hægt að setjast á bekk í skemmtigarði, á grasið í sveitinni eða jafnvel í lest og flugvél með ilmandi ferskt „baguette“ og ávaxtasafa. 3. Ekki ákveða fyrirfram að börnin borði bara pylsur og hamborgara. Minningar okkar um staði tengjast gjarnan matnum sem við borð- uðum. Leyfðu þeim endilega að bragða á matnum sem heimamenn borða og hvettu börnin til að prófa nýja hluti og leyfðu þeim að velja sjálf af matseðlinum. 4. Farðu einu sinni fínt út að borða. Börn hafa líka gaman af því að vera prúðbúin og njóta fallegs veitingastaðar. En til þess að vera viss um að þjónarnir stari ekki á þig með súrum svip er ágætt að spyrja áður en maður sest hvort börn séu velkomin eða hvort staðurinn bjóði upp á barnamatseðil. HVAÐ Á AÐ VARAST Í STÓRBORGUM? Það er gott að hafa allan vara á en óþarfi að vera í svo mikilli paník að maður hræði börnin. Ekki ákveða fyrirfram að allt sé hættulegt og allir séu bófar. Áður en þú ferð með börn út að ganga er ágætt að lesa sér til um hvaða hverfi eru talin óæskilegri en önnur. Reynið að villast ekki sjálf og vera vel undirbúin: með kort af borginni og óhrædd að spyrja ótal spurninga á hótelinu. Munið að vera með öll veski vel rennd upp og passa ætíð upp á að lenda ekki í vasaþjófum. , www.icelandexpress.is með ánægju Eins og alltaf fá börn helmingsafslátt* og því tilvalið fyrir fjölskylduna að skella sér í ævintýraferð til Evrópu með Iceland Express. Barnabox með léttri máltíð, litabók og litum stytta svo ungum ferðalöngum stundir á leiðinni! Bókaðu fjölskylduferðina á www.icelandexpress.is *Börn, 11 ára og yngri í fylgd með fullorðnum, fá helmingsafslátt af verði fyrir skatta og aðrar greiðslur. 50%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.