Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 26
ATVINNA 29. júní 2008 SUNNUDAGUR104 Félagsþjónusta S E L T J A R N A R N E S B Æ R Félagsþjónusta Seltjarnarnesbæjar Mýrarhúsaskóla eldri við Nesveg Okkur vantar fleira gott fólk til að starfa á Seltjarnarnesi Félagsþjónusta Seltjarnarnesbæjar leitar að hressum og samviskusömum einstaklingum til fjölbreyttra starfa við félagslega heima- þjónustu, liðveislu, persónulega ráðgjöf og tilsjón á Seltjarnarnesi. Starfshlutfall og vinnutími eru samkomulagsatriði, svo betur megi samþætta starf og einkalíf. Hæfniskröfur til umsækjenda eru lipurð í mannlegum samskiptum, skipulagshæfileikar og sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Öll þjónusta hjá bæjarfélaginu byggir á þeim grunni að þrátt fyrir veikindi og fötlun geti einstaklingar nýtt sína hæfileika til fullnustu. Með því eiga einstaklingar að geta haldið reisn sinni og virðingu og búið sem lengst á eigin heimilum. Áhersla er lögð á alúðlega framkomu starfsfólks við þá sem njóta þjónustu frá Seltjarnarnesbæ. Hvernig væri að prófa? - og kynna sér kosti þess að vinna hjá Seltjarnarnesbæ. Nánari upplýsingar veita Anna Kristín Guðmannsdóttir deildarstjóri annag@seltjarnarnes.is og Þorsteinn Sveinsson yfirfélagsráðgjafi thorsteinns@seltjarnarnes.is Félagsþjónusta Seltjarnarnesbæjar Mýrarhúsaskóla eldri við Nesveg sími 5959100, 5959130 A ug l. Þó rh ild ar 2 20 0. 41 0 Hjúkrunarfræðingar Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) erum að leita að áhugasömum og kraftmiklum hjúkru- narfræðingum og hjúkrunarfræðinemum til að koma og starfa á stofnuninni. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er sjúkrastofnun í markvissri sókn. Hér ríkir afbragðsgóður starfsandi, góðum hug- myndum starfsmanna er tekið fagnandi sem og nýjungum í starfsemi. Verið er að leita að einstaklingum sem eru jákvæðir, með góða þjónustulund og sem sýna umhyggju í starfi . Um er að ræða fjölbreytt hjúkrunarstörf á mismunandi deildum innan stof- nunarinnar svo sem á hand- og lyfl ækningadeild, hjúkrunar- og endurhæfi ngardeild, skurð- og speglunardeild. Nánari upplýsingar veitir Þórunn Benediktsdóttur, hjúkrunarforstjóri í gegnum netfangið thb@hss.is eða í síma 422-0625 Um er ræða framtíðarstörf æskilegt er að umsæk- jandi geti hafi ð störf sem fyrst eða eftir sam- komulagi. Möguleiki er á að HSS útvegi húsnæði á mjög hagstæðu verði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknir sem greina frá menntun, fyrri störfum og meðmælendum skulu berast til Bjarnfríðar Bjarnadóttur starfsmannastjóra , Mánagötu 9, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á netfangið bjarnfridur@hss.is. Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí 2008 og geta umsóknir gilt í 6 mánuði. Öllum umsóknum verður svarað. S n æ f e l l s b æ r Snæfellsbær óskar eftir starfsmanni til að veita Dvalar- heimilinu Jaðri í Ólafsvík forstöðu. Um er að ræða framtíðarstarf og þarf viðkomandi að geta hafi ð störf þann 1. ágúst n.k. Jaðar er lítið og notalegt heimili fyrir 15 vistmenn. Þar ríkir góður starfsandi og heimilisbragur góður. Nú eru að hefjast framkvæmdir við stækkun heimilisins þar sem aðstaða vistmanna og starfsmanna verður stórbætt. Spennandi tímar eru því framundan við frekari uppbyg- gingu í þjónustu, aðbúnaði og umönnun heimilisfólks. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofur Snæfellsbæjar fyrir 12. júlí. Nánari upplýsingar gefur bæjarstjóra/bæjarritari í síma 433-6900 eða á netföngum kristinn@snb.is / lilja@snb.is. Ólafsvík er einn af þremur þéttbýliskjörnum sem mynda sveitarfélagið Snæfellsbæ. Snæfellsbær er ungt sveitarfélag sem vefur sig utan um Snæfellsjökul: Staðarsveit, Búðir, Breiðuvík, Arnarstapi, Hellnar, Hellissandur, Rif, Ólafsvík og Fróðárhreppur. Í góðu veðri er Ólafsvík í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík - og veðrið er að sjálfsögðu alltaf gott undir Jökli! Hér býr gott fólk sem er alltaf tilbúið til að bjóða nýja Snæfellsbæinga velkomna. Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi þar sem Snæfellsjökul ber hæst, enda býður bæjarfélagið upp á alla fl óru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi . Útivist og íþróttir er hægt að stunda hvenær sem er ársins, skíði og snjóbretti, gönguferðir, golf, hestamennsku, sund og margt fl eira. Nýtt glæsilegt íþróttahús er í Ólafsvík. Öfl ugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu og félagastarfsemi með miklum blóma. F o r s t ö ð u m a ð u r Óskast við Dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík Velferðasvið Sálfræðingur - Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Laust er til umsóknar starf sálfræðings á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Um er að ræða 100% starf. Þjónustumiðstöðin er þekking- arstöð fyrir fjölmenningu og margbreytileika og er hlutverk þekkingarstöðvar að vera frumkvöðull á sínu sviði, bæði í þróun nýbreytni og vinnulagi. Helstu verkefni: • Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum með áherslu á börn á leikskólaaldri. • Ráðgjöf við foreldra, starfsfólk leik- og grunnskóla og aðra samstarfsaðila. • Þverfaglegt starf á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. • Þátttaka í PMT námi (Parent Management Training) og vinna með fjölskyldur og skóla tengt því. Hæfnikröfur: • Löggilding til að starfa sem sálfræðingur. • Þekking á þroska og þroskafrávikum barna. • Reynsla af sálfræðilegri greiningu og ráðgjöf vegna barna er æskileg. • Leikni í mannlegum samskiptum. • Skipulagshæfi leikar, sjálfstæði og frumkvæði. • Áhugi á þróun sálfræðiþjónustu og þverfaglegs starfs innan miðstöðvarinnar. Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða býður upp á: • Fjölskylduvænan vinnustað. • Vinnustað með fjölbreytt verkefni á sviði fjölskyldu, skóla og velferðarmála. • Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki • Góðan starfsanda . • Tækifæri til að taka þátt í og hafa áhrif á uppbyggingu þjónustumiðstöðvar. • Handleiðslu. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilslýsing og vottun um löggildingu. Viðkomandi þarf að geta hafi ð störf í lok ágúst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Sálfræðingafélags Íslands. Nánari upplýsingar veitir Heimir Snorrason, deildarstjóri í síma 411 1600 og á netfanginu: heimir.snorrason@reykjavik.is Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfi ð á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf fyrir 22. júlí nk. Laust er til umsóknar 75% starf matráðs á skrifstofu Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Álfabakka 12. Þjónustumiðstöð Breiðholts er þverfaglegur vinnustaður og vinna 42 starfsmenn á skrifstofunni. Boðið er upp á gott vinnuumhverfi , sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda. Menntunar- og hæfniskröfur: • Reynsla af vinnu við matreiðslu. • Þekking á rekstri eldhúsa er kostur. • Færni í mannlegum samskiptum. • Skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæði og áreiðanleiki í starfi . Helstu verkefni: • Undirbúningur og frágangur hádegisverðar starfsmanna. • Samskipti við birgja vegna innkaupa á matvöru. • Sjá um kaffi veitingar vegna funda. • Önnur verkefni sem starfsmanni kunna að vera falin. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Efl ingar stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Þóra Kemp, deildarstjóri, sími 411-1300, netfang: thora.kemp@reykjavik.is Umsóknum má skila á skrifstofu Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Álfabakka 12, 109 Reykjavík, fyrir 15. júlí nk. Jafnframt er vakin athygli á að hægt er að sækja um starfi ð á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf Matráður á Þjónustumiðstöð Breiðholts Stuðningsfulltrúar Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra leitar að áhugasömum einstaklingum á öllum aldri til að vinna inn á heimilum fatlaðra einstaklinga. Störfi n fela í sér aðstoð við heimilishald og persónulegan stuðning í daglegu lífi auk þess að aðstoða fólk í útiveru og að njóta menningarviðburða. Um er að ræða 40 - 80% stöðugildi í vaktavinnu. Góð aðlögun og fræðsla er í boði fyrir nýliða. Krafi st er góðrar hæfni í mannlegum samskiptum og æskilegt er að viðkomandi hafi bílpróf. Boðið verður upp á 160 stunda grunnnám fyrir stuðnings- fulltrúa sem byrjar í september n.k. Yfi rþroskaþjálfi / deildarstjóri í búsetu. Laus til umsóknar er 80 - 100% staða yfi rþroskaþjálfa/ deildarstjóra á sambýli. Starfi ð felur í sér m.a. faglega ábyrgð á þjónustu við notendur, stuðning við starfsfólk, áætlunargerð, samskipti við fjölskyldur og aðra starfsmenn Svæðisskrifstofu. Um er að ræða vaktavinnu. Menntunar og hæfniskröfur: • Menntun á félags- heilbrigðis- eða menntasviði. • Reynsla og/eða áhugi á málefnum fatlaðs fólks. • Færni í mannlegum samskiptum, samstarfi og skipulagi. Stöðurnar eru lausar frá og með 15. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Áhugasamir, karlmenn jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir berist Svæðisskrifstofu Tjarnarbraut 39 b, 700 Egilsstöðum fyrir 15. júlí 2008. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 4700100, Veffang: www.saust.is Spennandi störf í málefnum fatlaðra á Egilsstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.