Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 34
ATVINNA 29. júní 2008 SUNNUDAGUR182                    Laus störf til umsóknar skólaárið 2008-2009. Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi þar sem einkunnarorðin SAMVERA, SAMVINNA OG SAMKENND eru höfð að leiðarljósi ? • Umsjónarkennsla á yngsta- og miðstigi • Umsjónarkennsla á miðstigi frá 1/8-10/11 v/fæðingarorlofs. • Dönskukennsla á elsta stig • Starfsfólk í Frístundasel Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir sendist á netföngin: johannam@ lagafellsskoli.is eða asta@lagafellsskoli.is Upplýsingar veita: Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri í síma 896 8230 eða Ásta Steina Jónsdóttir skólastjóri í síma 692 0233. Við hvetjum karla jafnt sem konur til þess að sækja um. Umsóknarfrestur er til 15. júlí Vertu með! Leitar Dalvíkurbyggð að þér ? Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð er við utanverðan Eyjafjörð, um 40 km norðan við Akureyri. Í sveitarfélaginu er bæðiþéttbýli og dreifbýli og íbúar eru tæplega tvö þúsund. Mikill kraftur er í byggðarlaginu. Þar eru grunnskóli með tvær starfstöðvar, tónlistarskóli, símenntunarmiðstöð og þrír leikskólar. Tekið er á móti börnum í leikskóla strax við 9 mánaða aldur. Menningarlíf er ríkulegt, fjölbreytt tónlistarlíf, gott leikhús og söfn. Í smíðum er glæsilegt menningarhús. Í Dalvíkurbyggð eru fjölbreyttir möguleikar til íþróttaiðkunar og útivistar, gott skíðasvæði og sundlaug. Þetta erumhverfi og samfélag þar sem gott er að búa og ala upp börn. Eftirfarandi störf eru í boði: Grunnskóli Dalvíkurbyggðar Umsjónarkennara á mið - og elsta stig. Starfsfólk í blönduð störf. Upplýsingar veitir Gísli Bjarnason í síma 460-4983/863-1329 Umsókn og ferilskrá skal senda á netfangið gisli@dalvikurskoli.is Móttaka umsókna verður staðfest. www.dalvikurskoli.is arskogarskoli.dalvik.is www.dalvik.is Umsóknarfrestur er til 15. júlí Thorvaldsen Bar, Bistro og Grill Thorvaldssen óskar eftir matreiðslumanni í fullt starf. Upplýsingar gefur Friðrik í síma 511 1413 eða 866 0204. Einnig auglýsum við eftir vaktstjóra. Yngri en 25 ára koma ekki til greina. Góð laun í boði. Upplýsingar veitir Rósa 844 7978 eða Kolbrún 861 4844 Menntasvið Við leitum að starfsmanni í 80 - 100% starf (þroskaþjálfa, sérkennara, atferlisþjálfa eða stuðningsfulltrúa) til að vinna með nemanda í 2. - 3. bekk skólaárið 2008-2009. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Það felst meðal annars í atferlismótun, margþættum stuðningi við nemandann og samstarfi við kennara, þjónustuaðila og forráðamenn . Viðkomandi starfsmaður fær þjálfun og handleiðslu hjá Barna- og unglingageðdeild og Brúarskóla áður en skólas- tarf hefst. Á skólaárinu fær starfsmaðurinn handleiðslu þjónustuðaðila. Við leitum að ábyrgum og jákvæðum starfsmanni sem er tilbúinn til að vinna með samstilltum hópi starfsmanna í Hamraskóla. Við tökum vel á móti nýju fólki. Nánari upplýsingar um starfi ð veita Yngvi Hagalínsson, skólastjóri, í síma 6648200 eða Sigurlaug Hrund Sva- varsdóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 6648201. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik. is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 411 1111 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Skóverslunin Kron óskar eftir verslunarstjóra til starfa í litríku lifandi fyrirtæki. Áhugi á þjónustu og hönnun er mikilvægt og jákvæðni skilyrði. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á kron@kron.is eða hringið í síma 894 5001. Æskulýðsfulltrúi Við leitum að framúrskarandi æskulýðsfulltrúa til starfa fyrir KFUM og KFUK á Íslandi. Viðkomandi kemur til með að vinna sem hluti af starfsmanna- teymi í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi sem þjónar öflugu starfi félagsins um land allt. Starfssvið: • Skipulag æskulýðsstarfs félagsins í samstarfi við annað starfsfólk • Skipulag og umsjón með leikjanámskeiðum að sumri • Þjónusta við sjálfboðaliða í æskulýðsstarfinu • Skipulagning sameiginlegra viðburða • Tekur þátt í viðburðum á vegum félagsins Menntun og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af æskulýðsstarfi • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt • Vilji til að starfa í hópi • Rík þjónustulund og samskiptahæfni • Góðir skipulagshæfileikar • Góð almenn tölvukunnátta Nánari upplýsingar veitir Gyða Karlsdóttir framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi í síma 5889208. Umsóknir sendist til KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 Reykjavík eða til gyda@kfum.is. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. KFUM og KFUK eru kristileg æskulýðssamtök sem hafa að markmiði að stuðla að heilbrigði mannsins í heild til líkama, sálar og anda. Fjölbreytnin í starfi félagsins er í samræmi við orð stofnandans, sr. Friðriks Friðrikssonar: “Ekkert sannarlega mannlegt er óviðkomandi sönnum kristindómi.” Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK hefur á að skipa samhentu teymi starfsmanna sem þjónustar öflugt og fjölbreytt sjálfboðaliðastarf KFUM og KFUK á Íslandi. KFUM og KFUK Holtavegi 28 104 Reykjavík www.kfum.is Flugrekstrarstjóri og fl ugmaður/fl ugstjóri Landhelgisgæsla Íslands auglýsir lausa stöðu fl ugrekstrar- stjóra og fl ugmanns/fl ugstjóra. Í starfi fl ugrekstrarstjóra felst dagleg stjórnun og ábyrgð á fl ugrekstri Landhelgis- gæslunnar en að auki sér hann um fl ug á fl ugvél Land- helgisgæslunnar, sem fl ugmaður/fl ugstjóri, eftir þörfum. Um er að ræða fullt starf. Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi nu og reynsla á sviði fl ugrekstrar er æskileg. Jafn- framt þurfa umsækjendur að hafa gilt íslenskt eða JAA atvinnufl ugmannsskírteini á fl ugvél með blindfl ugsáritun ásamt því að hafa lokið bóklegu ATPL námi og hafa umtalsverða reynslu sem fl ugmaður/fl ugstjóri. Flugrekstrarstjóri þarf að fá viðurkenningu Flugmálastjór- nar til starfsins og gangast undir sérstakt próf hjá Flugmálastjórn til þess að sanna hæfni sína. Þá þurfa umsækjendur að uppfylla skilyrði Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi Konur, jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfi ð. Umsóknum ásamt fylgigögnum, þ.m.t. hreinu sakarvot- torði, skal skilað til Landhelgisgæslu Íslands, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík merkt „umsókn – fl ugrekstrarstjóri“ fyrir 13. júlí 2008. Umsóknareyðublöð má nálgast á vefslóð Landhelgisgæslunnar www.lhg.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Skólaskrifstofa S E LT J A R N A R N E S B Æ R A ug l. Þó rh . 22 00 .4 13 Leikskólar Seltjarnarness Lausar stöður í leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku Spennandi störf og mikil gróska í leikskólastarfinu á Nesinu Í leikskólum Seltjarnarness: • er rekið metnaðarfullt uppeldis- og kennslustarf • eru listgreinakennarar í listaskála • eru tónmenntakennarar í tónlist • eru verkefnisstjórar í tölvum • er íþróttakennsla í íþróttahúsi bæjarins • er öflug sérkennsla • er góður stuðningur við faglegt starf • eru unnin þróunarverkefni í umhverfismennt og í SMT skólafærni • eru góð leikföng og kennsluefni • eru tölvur fyrir börnin á eldri deildum Leikskólakennarar, þroskaþjálfar, leikskólasérkennarar, fólk með aðra uppeldismenntun og áhugasamir einstaklingar um uppeldisstörf eru velkomnir í heimsókn í leikskólana til að kynna sér aðstæður og launa- kjör. Í boði eru störf á deildum og sérkennsla/stuðningur. Nánari upplýsingar veita: Guðbjörg Jónsdóttir leikskólastjóri í Mánabrekku í síma: 5959281 og netfang: gudbjorgjo@seltjarnarnes.is Ásdís Þorsteinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í Sólbrekku í síma: 5959291 og netfang: asdis@seltjarnarnes.is. Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi í síma: 5959109 og netfang: hrafnhildur@seltjarnarnes.is Laun samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við Félag leikskólakennara og Starfsmannafélags Seltjarnarness. Kynnið ykkur leikskólana á heimasíðum þeirra: www.seltjarnarnes.is/manabrekka www.seltjarnarnes.is/solbrekka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.