Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 40
TIL SÖLU ATVINNA 29. júní 2008 SUNNUDAGUR20 Þegar sumarið gengur í garð flykkjast Íslend- ingar í sundlaugarnar. Þar er svamlað og leikið undir vökulu auga laug- arvarða. „Það er nú ekkert mjög flókið að lýsa þessu starfi,“ segir Óðinn Þröstur Guð- brandsson sundlaugarvörð- ur og vaktstjóri í Árbæjar- laug í Reykjavík. „Þetta er aðallega þjónusta og gæsla,“ heldur hann áfram spurður um það hvað felist í starfinu á meðan greinilega heyrast ærsl og busl sundlaugar- gesta í bakgrunni. „Ég sé aðallega til þess að fólk hegði sér, taki tillit til annarra og passa upp á að fólk slasi sig ekki,“ segir Óðinn og bætir við að hann verði alltaf að vera tilbú- inn ef eitthvað skyldi koma fyrir. Óðinn hefur starfað í Árbæjarlauginni í tæp átta ár. Þegar hann er inntur eftir því hvort hann hefði starfað í sundlaug áður segist hann aldrei nokk- urn tíma hafa komið nálægt þeim fyrir þann tíma. „Ég hef unnið sem járniðnaðar- maður í mörg ár og prent- ari,“ upplýsir Óðinn. Þar sem starf Óðins er í miklum tengslum við fólk upplifir hann mörg eftir- minnileg atvik. „Skemmti- leg atvik eru alveg enda- laus. Það er voða gaman að vinna hérna,“ segir Óðinn og hlær við. „Ég hef nú mest gaman af allra yngstu börn- unum. Þau eru svo opin og skemmtileg. Ég man eftir tveimur strákum í skóla- sundi í sex ára bekk sem voru að ræða hvort þeir væru með sameiginleg fjár- ráð með foreldrunum,“ segir Óðinn og skemmtir sér mikið yfir þessari minn- ingu. „Svo fóru þeir að spyrja mig hvað þetta þýddi í raun og veru og spyrja mig ráða. Það er náttúrulega ekkert auðvelt að útskýra fyrir sex ára krökkum hvað sameiginleg fjárráð eru.“ martaf@frettabladid.is Fjölbreytt starf og frábært fólk Óðni finnst gaman í vinnunni enda segist hann vinna með frábæru fólki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Til að hefja nám í ljósmóðurfræðum þarf maður að hafa lokið BS prófi í hjúkrunarfræði eða sambærilegu námi. Hvað er ljósmóðir: Ljós- móðir er einstaklingur sem hefur lokið námi í ljós- móðurfræði, sem er viður- kennt í því landi sem það var stundað. Hún verður að hafa lokið náminu með viðunandi vitnisburði og hlotið leyfi viðkomandi yf- irvalda til að stunda ljós- mæðrastörf. Ljósmóðir er fagaðliði sem í samráði við konur veitir nauðsynlegan stuðning, ummönnun og ráðgjöf til kvenna á með- göngu, í fæðingu og sæng- urlegu. Hlutverk ljósmóður: Í hlutverki ljósmóður felst fræðsla á meðgöngu, und- irbúningur fyrir foreldra- hlutverkið, einnig fræðsla um heilbrigði og kynheil- brigði kvenna ásamt um- mönnun barna. Námið: Nám í ljósmóð- urfræðum er í dag tveggja ára nám að loknu BS prófi í hjúkrunarfræði eða sam- bærilegu námi. Helstu námsgreinar: Meðal helstu námsgreina má nefna inn- gang að ljósmóðurfræði og heilbrigði kvenna. Grunn- námskeið í ljósmóðurfræði er kennt á fyrra ári en á seinna ári er áherslan lögð á klínískt nám og starfs- þjálfun á heilbrigðisstofn- unum. Ljósmóðurnáminu lýkur með embættisprófi sem tryggir starfsréttindi. HVERNIG VERÐUR MAÐUR LJÓSMÓÐIR? Þríburafæðing - Margrét Guðmundsdóttir ljósmóðir Fræðsla og ráðgjöf 14 Auglýsing vegna úthlutunar atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiðar. Vegagerðin auglýsir laus til umsóknar 2 leyfi til leiguaksturs á Árborgarsvæðinu. Þeir einir geta sótt um leyfi sem hyggjast stunda akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu. Til að öðlast leyfi þurfa umsækj- endur að uppfylla skilyrði leyfi s skv. 5. gr. laga nr. 134/2001 og reglugerðar nr. 397/2003 um leigubifreiðar, með síðari breytingum. Úthlutun leyfa fer fram á grundvelli starfsreynslu við akstur leigubifreiðar, sbr. ákvæði 6. gr. reglugerðar nr. 397/2003. Umsóknareyðublöð má nálgast á vegagerdin.is/leyfi sveitingar, eða í afgreiðslu Vegagerðarinnar Borgartúni 5 í Reykjavík. Þeir sem þegar hafa sótt um leyfi þurfa ekki að endurnýja umsóknir sýnar. Umsóknarfrestur er til 7 júlí 2008. Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í verkið Akraneshöll - málun á þaki Verkið felst í að háþrýstiþvo þak hússins með hreinsiefni og mála tvær umferðir. Verkkaupi leggur til allt efni til verksins. Þakfl ötur 9.800 m2 Verklok skulu vera 30. ágúst 2008. Útboðsgögn eru til afhendingar frá og með 30. júní n.k. hjá tækni- og umhverfi ssviði Akraneskaupstaðar, Dalbraut 8 á Akranesi. Gögnin verða afhent endurgjaldslaust á geisladiski. Tilboð verða opnuð á sama stað, fi mmtudaginn 10. júlí n.k., kl. 11:00. Sviðsstjóri tækni- og umhverfi ssviðs Akraneskaupstaðar Vantar þig Smiði, múrara, járnabindingamenn, málara eða aðra starfsmenn? Höfum á skrá fólk sem óskar eftir mikilli vinnu. Getur hafi ð störf nú þegar. Proventus starfsmannaþjónusta s. 661 7000 Auglýsing Starfræktur er sérstakur rannsóknarsjóður, Jafn- réttissjóður, og er tilgangur hans að efl a kynjarann- sóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Jafnréttissjóði. Í samræmi við hlutverk sjóðsins verða veittir styrkir til rannsókna sem tengjast jafn- réttismálum. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn hafi 10 milljónir króna til ráðstöfunar fyrir hvert starfsár og að styrkir séu ekki færri en þrír og ekki fl eiri en fi mm. Gerðar eru skýrar faglegar og fræðilegar kröfur til umsækjenda. Ekki verða veittir styrkir til verkefna sem þegar er lokið. Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Þau má fi nna á vefsíðu for- sætisráðuneytis (www.forsaetisraduneyti.is, Jafnrét- tissjóður). Umsóknarfrestur er til 1. september 2008 og verður úthlutað úr sjóðnum á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október 2008. Jafréttissjóður starfar samkvæmt reglum nr. 513/2006, um úthlutun styrkja Jafnréttissjóðs. Reykjavík 29. júní 2008 Bifvélavirki Óskum eftir bifvélavirkja til starfa sem fyrst. Upplýsingar í síma: 431-5050 eða á staðnum, Bifreiðaverkstæðið Ásinn, Kalmannsvöllum 3, Akranesi. TILKYNNINGAR Garðyrkjufyrirtæki Leitum að ábyrgum aðila til kaupa á vel reknu garðyrkjufyrirtæki sem starfað hefur til margra ára. Upplýsingar í síma: 867-0927.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.