Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 51
FERÐALÖG 31 Ferðamennska í Kambódíu Margir byggja afkomu sína á ferðamennsku. Miðað við margfeldisáhrif í hagkerfi gestaþjóðarinnar er mun siðlegra að búa á litlu hóteli eða í heimagistingu en hjá alþjóðlegri hótelkeðju. Það er að auki áhuga- verðara og oft ódýrara að versla við litla manninn. Kynnið ykkur aðeins sögu og stjórnmál landsins. Forðist að eyða gjaldeyri í löndum eins og Ísrael og í ríkjum sem eru alræmd fyrir mannréttindabrot og illvirki. Nema auðvitað meiningin sé að gera þar allt vitlaust í mótmælum. Þó eru á þessu undantekningar, eins og öðru. Sem dæmi má nefna að ferða- mennska í Búrma, þótt að herforingja- stjórnin hagnist óhjákvæmilega eitthvað á henni, er kærkomið lifibrauð margra fátækra heimamanna. En þá skal þess gætt að kaupa beint af einstaklingum, en ekki fyrirtækjum sem eru rekin með blessun og undir skattheimtu hinna illu valdhafa. PÓLITÍK Þetta segir sig kannski sjálft, eða hvað? Samt er nú svo að í mörgum löndum hefur fjármagnið alveg komið í stað siðferðis. Þar er sjálfsagt og eðlilegt að múta fólki til að fá þjónustu frá ríkinu og erfitt að komast hjá því. En best er auðvitað að sýna gott fordæmi, ef þið hafið tíma til að bíða í nokkra daga. Þá er nú heldur betur gott að ylja sér við að rifja upp að ferðalagið felst ekki í sjálfum áfangastaðnum, heldur leiðinni að honum. Og það er til margt verra en að bíða fyrir utan landamærastöð í Suður- Ameríku eftir spilltum hertoga. Það er að minnsta kosti minning. MÚTUR Verslið við litlar og sjálfstæðar ferða- þjónustur. Með því að kaupa af smáfyrir- tækjum og einstakl- ingum setjið þið peningana beint í samfélagið. Stórfyr- irtæki eru líklegri til að taka aurana og nota þá til að fjárfesta í eldflauga- verksmiðju eða kaupa samkeppnina og leggja hana niður. Því fleiri litlir veitingastaðir, því fleiri fjölskyldur lifa á þeim. Og því meiri fjölbreytni og réttir eru í boði, auðvitað. McDonalds er dauðasynd hins réttsýna ferðamanns. Kaupið innlendar vörur sem þið hafið ekki prófað áður, en ekki það nákvæmlega sama og þið mynduð kaupa í næsta landi eða heima. Þetta atriði liggur reyndar í augum uppi. Hverjum dettur í hug að fara alla leið til Balí til að drekka kókakóla og Túborg? Þá er eins gott að fara bara til Mæjorka. Eða í ljós. Það er litlu meiri hætta á því að vörurnar sem þið kaupið í Asíu séu framleiddar í barnaþrælkunarbúðum en vörurnar sem fást í Kringlunni. VERSLUN Útrýmingarbúðir ferfætlinga Meat is Murder, sagði sá rétt- sýni. Lífrænt ræktaðar kjötvörur eru oft betri kostur en hinar. Því nær framleiðslustaðnum sem vörur eru keyptar því betra. * ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 42 70 9 6/ 08 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug á www.icelandair.is Þeir sem elska smurt brauð í sólskini, listasafn og „bröns“ á laugardagsmorgni, hjóla- túra, eða Tívolí ættu að fara til Kaupmannahafnar. *Flug aðra leiðina með sköttum. Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Farðu til Kaupmannahafnar, í helgarferð eða í sumarleyfi, taktu fjölskylduna með og dönsku málfræðina úr tíunda bekk. Værsågod! Þú átt skilið að hafa það „hyggeligt“. Drífðu bara í því að panta far!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.