Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 58
18 29. júní 2008 SUNNUDAGUR Svölustu barir borgarinnar Þegar sólin brosir við Reykvíkingum er ekki bara heitt á Austurvelli. Almenn djammgleði færist yfir lýðinn og dansað er á hverju götuhorni miðbæjarins (eða að minnsta kosti reykt). En hvar er best að fá sér einn kaldan og sletta úr klaufunum? Hér er leiðar- vísir Fréttablaðsins að svölustu stöðum bæjarins. English Pub Hvar? Austurstræti 12 Hverjir? Háskólakrakkar, spiladjarfir og fótbolta- áhugamenn. Stór á krana: 700 krónur. Heitt: Lukkuhjól þar sem hægt er að vinna bjór, bjór eða bjór. Pöbb sem leggur metnað í innréttingarnar. Ekki fyrir þig ef: Þú ert að leita að rífandi dans- stemningu eða langar ekkert í bjór. b5 Hvar? Bankastræti 5 Hverjir? Snyrtilegt ungt fólk á upp- leið. Og svo eldra liðið sem heldur að það sé enn snyrtilegt, ungt og á uppleið. Og konur i tígrisdressum. Stór á krana: 750 krónur. Heitt: Sjúkir kokkteilar, fönk og diskósmellir í stíl. Ekki fyrir þig ef: Þín hugmynd að diskókvöldi er svitinn á Prikinu. Organ Hvar? Hafnarstræti 1-3 Hverjir? Tónlistarnördar og tónleikagestir á öllum aldri. Stór á krana: 700 krónur. Heitt: Pop-quiz sem lyktar betur en pub-quiz á Grand Rokki og heitustu tónleikar bæjarins. Ekki fyrir þig ef: Þig langar að dansa við sumar- smelli FM957. Apótekið Hvar? Austurstræti 16. Hverjir? Jakkafatatýpur og fólk yfir þrítugu sem dreymir um að vera á útlenskum næturklúbbi. Stór á krana: 700 krónur. Heitt: Kemst mjög nærri því að uppfylla þann draum, enda risastór og nóg af fólki. Ekki fyrir þig ef: Þín hugmynd að góðu djammi inniheldur ekki teknó-popp. Óliver Hvar? Laugavegi 20. Hverjir? Fólk um þrí- tugt í bland við hnakka á öllum aldri. Stór á krana: 700 krónur. Klassískur fyrir: Dansgólf fyrir meðal- jóninn og létta stemn- ingu. Ekki fyrir þig ef: Þú vilt forðast menn í hvítum fráhnepptum skyrtum og ungmeyjar í leit að mönnum til að bjóða sér upp á drykk. Nasa Hvar? Við Austurvöll. Hverjir? Fer eftir hvað er að gerast, en almennt vel efnað fólk á besta aldri. Stór á krana: 600 krónur. Klassískur fyrir: Alls konar stórviðburði og góða blöndu af dansgólfi og spjallsvæði. Fatahengið er líka plús. Ekki fyrir þig ef: Þú ert hrædd/ur um að týna vinum þínum. Café Cultura Hvar? Hverfisgötu 18. Hverjir? Blóðheitir innflytjendur og áhuga- fólk um salsa í bland við fólk að skríða á skemmtistaðaaldurinn. Stór á krana: 700 krónur. Klassískur fyrir: Sjóðheitan dans og suðræna sveiflu. Ekki fyrir þig ef: Gypsy Kings rústa góða skapið. Ellefan Hvar? Laugavegi 11. Hverjir? Ungir rokkarar og rokkpíur. Stór á krana: 550-650 krónur Klassískur fyrir: Bjórsull og tryllt rokkdjamm fyrir þá sem vilja djamma lengur og dansa meira við indí og klassískt rokk. Ekki fyrir þig ef: Leðurjakkar og almenn strákastemning fellur ekki í kramið hjá þér. neðar í bænum Kaffibarinn Hvar? Bergstaðastræti 1 Hverjir? Allir sem eru duglegir á djamminu og vilja dúndrandi tónlist og nána stemningu. Merkilegt nokk er enn hægt að rekast á sama lið og stundaði staðinn fyrir rúmum áratug. Stór á krana: 700 krónur. Klassískur fyrir: Að halda partýinu gangandi, þrátt fyrir lítið pláss og fólk úr öllum áttum. Ekki fyrir þig ef: Þú færð auðveldlega innilokunarkennd eða átt ekki nokkur korter aflögu til að standa í röð. 1 2 3 12 11 13, 14, 15, 16 13 1514 16 2 9 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.