Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 01.07.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 1. júlí 2008 — 177. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Mikið úrval af upphengdum salernum Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Opið virka daga frá 8 -18 Masterklass Girnileg nýjung með 2 í pakka. Fæst í næstu verslun. Meistara- flokkssúpur Nýjung GUNNAR INGI SIGURÐSSON Notar hverja stund til að hreyfa sig • heilsa • sumar Í MIÐJU BLAÐSINS HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Á annasömum vinnudegi er oft erfitt að finna tíma fyrir heilsuna. Gunnar Ingi Si ðframkv d Hleypur upp og niður stiga Vinnufélagarnir veðja um það hvenær Gunnar dettur í stiganum en hann notar hverja stund til að hreyfa sig. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÚTIGRILL FYRIR ALLAAlmenningsútigrill er að finna víða um borgina. Mikil-vægt er að ganga vel um.SUMAR 3 STRANDBLAK Í SUMAR Fáir vita að strandblak er þó nokkuð stundað hér á landi. HEILSA 2 MAGNÚS OG ÁRNI JÓN Líður vel í skugganum Bræður þekktra grínista gerast handrits- höfundar FÓLK 22 Yrkir um golf Öreigaskáldið Kristján Hreinsson yrkir vísur og sögur um golf, íþrótt sem kölluð hefur verið ríkra manna sport. FÓLK 24 LH HESTAR Landsmót hestamanna 2008 Sérblað frá Landssambandi hestamanna- félaga Aftur opið almenningi Keldur hafa verið opnaðar á ný eftir veigamiklar viðgerðir. TÍMAMÓT 18 Með kvæntum manni Sienna Miller heldur áfram að hneyksla og slær sér nú upp með kvæntum manni. FÓLK 22 ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL lh hestar ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2008 Frægasti stóðhestur landsins, Orri frá Þúfu, verður til sýnis fyrir Landsmótsgesti á Hestatorgi á LM2008. Einnig Kraflar og Keilir frá Miðsitju. Allir hafa þeir hlotið Sleipnisbikarinn og heiðursverð-laun fyrir afkvæmi. Hestatorg er samstarfsverkefni félagasamtaka, stofnana og skóla sem tengjast hestamennskunni og er staðsett í Rangárhöllinni, nýrri reiðhöll sem risin er á Gaddstaðaflötum. Dag-skrá verður á Hestatorginu frá fimmtudegi til sunnudags. Þar munu aðilar torgsins kynna starf-semi sína. Þekktir reiðkennarar stíga á stokk, og á bak, og miðla af reynslu sinni. Síðast en ekki síst verður hægt að berja þar augum hinn fræga Sleipnisbikar, æðstu verðlaun mótsins. Orri frá Þúfu á Hestatorgi Orri frá Þúfu. MYND/JENS EINARSSON Börnum mun ekki leiðast á LM2008. Húsasmiðjan hefur í samvinnu við LM2008 sett upp leiksvæði fyrir börn á Gadd-staðaflötum, Húsasmiðjugarð-inn. Þar verður stanslaus dag-skrá fyrir börn á öllum aldri frá morgni til kvölds. Í garðinum verða kindur og hestar, rólur og vegasölt, sandkassar og renni-brautir, heybaggar, sparkvöllur og leiktjöld. Jónsi mætir í garð-inn með „Landsmótshreystina“ og Sveppi mætir líka. Halla og Gulli syngja lög úr söngleikn-um Abbababb og Búri og Bína syngja lög sem allir krakkar kunna. Og svo verður söngva-keppni þar sem jafnvel ÞÚ getur unnið! Þess má geta að frítt er inn í Húsasmiðjugarðinn og barna-gæsla er í boði Húsasmiðjunnar. Húsasmiðju- garðurinn slær öll met Leiktæki af öllum stærðum og gerðum verða í Húsasmiðjugarðinum. MYND/JENS EINARSSON Landsmót hestamanna hófst á Gaddstaðaflötum við Hellu í gær. Mótið nær hápunkti um helgina. Búist er við tólf til fjórtán þúsund áhorfendum, þar af nokkur þúsund erlendum gestum. LUKKA KOM EKKI Á ÓVARTEitt þeirra hrossa sem Landsmóts-gestir fá að njóta er hryssan Lukkafrá Stóra-Vatnssk ð eru með 8,81 í aðaleinkunn. Það sem ekki síst hefur vakið athygli varðandi þennan mikla og fagra gæðing, er að hún á ekki til frægra né hátt dæmdra hrossa að telja. Benedikt G. Benediktsson, eig-andi Lukku, segir að hún hafi ekki komið sér á óvart. „Lukka kom mér ekki á óvart. Ég þekki það sem að henni stend-ur. Það er hins vegar einstök heppni þegar hross verður svoafburð TVÆR SVARTAR STJÖRNUR Fleiri stjörnur verða á LM2008. Kappi frá Kommu og Seiður frá Flugumýri II eru báðir kolsvartir fjögra vetra stóðhestar. Þeir settu báðir heimsmet í einkunn í for-skoðun, báðir sýndir af hinni snjöllu Mette Mannseth. Marg-ir bíða spenntir eftir að sjá þessa fola. Þá er búist við afar harðri og spennandi keppni í Lukka á Landsmóti Lukka frá Stóra-Vatnsskarði. Knapi Hans Þór Hilmarsson. MYND/JENS EINARSSON Rúnar Geir Ólafssoner með búfjárræktardelluBLS. 6 HANDBOLTI Alfreð Gíslason var í gær ráðinn þjálfari Þýskalands- meistara Kiel til næstu þriggja ára. Kiel greiddi Gummersbach um 100 milljónir króna fyrir að fá Alfreð, sem gerir hann að dýrasta þjálfara heims. „Þetta er mikill heiður og stórkostlegt tækifæri fyrir mig að fá að þjálfa þetta lið. Ef menn í boltanum hafa ekki áhuga á því að þjálfa Kiel þá geta þeir allt eins hætt,“ sagði Alfreð. Hann tekur við af hinum farsæla Noka Serdarusic sem stýrði liðinu ellefu sinnum til sigurs í þýsku deildinni á fimmtán árum. - hbg / sjá síðu 26 Alfreð Gíslason: Dýrasti þjálf- ari í heimi SKRIFAÐ UNDIR Alfreð sést hér skrifa undir samninginn í gær ásamt Uwe Schwenker, framkvæmdastjóra Kiel. MYND/LIVING SPORTS VINDASAMT Í dag verða víða norðaustan 10-15m/s, hvassast undan SA-ströndinni. Vætusamt NA- og A-til en vaxandi úrkoma með kvöldinu annars staðar. Hiti 8-16 stig, hlýjast suðvestanlands. VEÐUR 4 8 8 8 13 15 HEILBRIGÐISMÁL Hópur vísindamanna á vegum National Institute on Drug Abuse (NIDA), fíkniefna- rannsóknarstofnunar sem heyrir undir Heilbrigðis- stofnun Bandaríkjanna, er nú í heimsókn á Íslandi á vegum SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Hópurinn kannar möguleika á rannsóknarsam- vinnu við SÁÁ, Íslenska erfðagreiningu og Landspít- alann. Einkum verða kannaðir möguleikar á rannsóknum á áhrifum vímuefnameðferðar SÁÁ, helstu líffræði- legu áhættuþáttum sem verða til þess að ungt fólk leiðist út í vímuefni, áhrifum vímuefna og næringar- ástands á heilsu vímuefnafíkla og smitsjúkdómum meðal fíkla. Til greina kemur að NIDA styrki rannsóknarsam- vinnu bandarísku vísindamannanna og SÁÁ. Fyrir hópnum fer Nora D. Volkow, forstöðumaður NIDA, sem er margverðlaunaður fræðimaður á sviði fíkniefnarannsókna. Bandaríska vikuritið Time útnefndi hana nýlega eina af hundrað áhrifamestu manneskjum heims. - gh Vísindamenn á vegum Heilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna heimsækja Ísland: Kanna samstarf við SÁÁ KJARAMÁL Stór hluti íslenskra ljós- mæðra hefur sagt störfum sínum lausum vegna óánægju með launa- kjör. Að sögn deildarstjóra á sjúkrahúsum voru uppsagnir enn að berast þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Tíu af þrettán ljósmæðrum við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sögðu upp í gær, meirihluti á Akra- nesi og á Ísafirði, tugir ljósmæðra á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Reykjavík og talsvert margar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Uppsagnarfrestur- inn er þrír mánuðir, en verði deilan ekki til lykta leidd í byrjun októ ber geta stofnanir lögum sam kvæmt gripið til þess neyðarúrræðis að framlengja hann um þrjá mánuði til viðbótar. Þórunn Benediktsdóttir, deildar- stjóri kvennadeildar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja, segir starfsemi fæðingar- og mæðra verndardeilda munu leggjast af ef uppsagnirnar gangi í gegn. Ljósmæður neituðu á laugardag að skrifa undir kjarasamning BHM og ríkisins. Þær funda með ríkis- sáttasemjara á föstudag. Samn- inganefnd ríkisins hefur hins vegar ekki umboð ráðherra fyrir því að semja um sérkjör við ljósmæður. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar er kveðið á að um að endurmeta skuli laun hefðbundinna kvennastétta í við- leitni til að útrýma kynbundnum launamun. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að til standi að efna loforðið á kjörtímabilinu og bendir á að félagsmálaráðherra hafi lýst því yfir að áætlun um leiðréttingu kynbundins launamunar verði lögð fram í haust. Hún bætir þó við að ljóst sé að deiluna þurfi að leysa. „Það þolir enga bið,“ segir hún. Ekki náðist í Guðlaug Þór Þórðar- son heilbrigðisráðherra, Árna Mathiesen fjármálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylk- ingar innar, eða Ástu Möller, for- mann heilbrigðisnefndar Alþing- is, í gær. - sh Fjöldi ljósmæðra segir upp Tugir ljósmæðra um land allt sögðu upp störfum í gær vegna óánægju með kjör. Þær gagnrýna að sex ára menntun þeirra sé ekki metin að verðleikum. Þingmaður Samfylkingar segir lausn deilunnar ekki þola bið. SIGURJÓN BRAGI Á FENG Landsmót hestamanna hófst á Hellu í gær. Á þriðja þúsund var komið til að berja knapa og gæðinga augum en búist er við að allt að fimmtán þúsund manns mæti á landsmótið. Hér sést knapinn Sigurjón Bragi Geirsson hjá hesta- félaginu Gusti ríða hestinum Feng frá Hofsstöðum. Sjá síðu 4 MYND/JENS EINARSSON Landsbankadeild karla Sigurganga KR hélt áfram í viðburðaríkum leik í gær- kvöld. ÍÞRÓTTIR 26-27

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.