Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 10
10 1. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR FÓTBOLTASVÍN Þessi knáu fótboltasvín – sem eru að vísu úr plasti – sáust á velli í þýska bænum Meckenbeuren nærri Friedrichshafen í tilefni af EM. Slátrari á staðnum setti hinn svínslega fótboltaleik á svið í auglýsingaskyni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MATVÆLI Neytendur verða að geta treyst því að fiskafurðir sem þeir kaupa séu unnar úr stofnum sem nýttir eru á sjálfbæran hátt. Þetta var meðal niðurstaðna sumar- fundar matvælaráðherra Norðurlandanna, sem Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti í síðustu viku. Fundinum lauk í Växjö í Svíþjóð á föstudag. Ráðherrarnir hvöttu til merkinga og rekjanleika á fiskafurðum sem veiddar eru á sjálfbæran hátt. Einnig lýstu þeir yfir áhyggjum af fyrirhuguðu banni Evrópusambandsins á viðskiptum með selskinn. Þá var töluvert rætt um áhrif loftslags- breytinga á matvælaframleiðslu á Norðurlöndum. - kg Fundur matvælaráðherra: Hvetja til auk- ins rekjanleika PÓLLAND, AP Áfrýjunardómstóll í Varsjá úrskurðaði í gær að ekkert væri lengur því til fyrirstöðu að Wojciech Jaruzelski, fyrrverandi hershöfðingi og leiðtogi kommún- istastjórnarinnar í landinu, yrði dreginn fyrir rétt fyrir að hafa sett herlög árið 1981. Í skjóli herlaganna var á sínum tíma gerð tilraun til að ganga milli bols og höfuðs á andófi lýðrétt- indasinna sem verkalýðshreyfing- in Samstaða fór fyrir. Um 100 manns dóu í átökunum. Með þessari niðurstöðu var úrskurði undirréttar hnekkt. Þar var krafist að saksóknarar söfnuðu frekari sönnunargögnum. - aa Dómstóll í Póllandi: Hægt að rétta yfir Jaruzelski HEILBRIGÐISMÁL Fyrstu fimm mánuði ársins bárust samtals þrjátíu tilkynningar frá sýkla- fræðideild Landspítala til sóttvarnalæknis um kampýló- baktersýkingar í mönnum. Flestir, eða 16 manns, voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en sex sem greindust voru með búsetu á Reyðarfirði í maímán- uði. Sýkingarnar á Reyðarfirði voru ekki tengdar ferðalögum heldur smituðust einstaklingarn- ir á staðnum. Upptök smitsins eru ókunn þrátt fyrir ítarlega rannsókn í samvinnu við heilbrigðiseftirlit Austurlands og lækna á Austur- landi. Reglubundnar árstíðabundnar sveiflur í fjölda sýkinga af völdum kampýlóbakters eru vel þekktar með auknum fjölda tilfella á sumrin. - shá Kamfýlóbaktersýkingar: 30 tilkynningar um sýkingar MENNTAMÁL Háskóla Íslands hefur verið skipt í fimm fræðasvið og myndar Kennaraháskólinn stofn- inn í einu þeirra, menntasviði. Önnur fræðasvið verða nú félags- vísindasvið, heilbrigðisvísinda- svið, hugvísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið. Ólafur Proppé, fráfarandi rektor Kennaraháskólans, lýkur störfum í haust þegar ráðið hefur verið í stöðu forseta menntavísindasviðs. „Ég er að fara á eftirlaun svo að nú fá ferskir vindar að blása,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að þrátt fyrir að sameiningin eigi sér stað í dag sé ferlið ennþá í vinnslu og það eigi eftir að taka nokkur misseri fyrir alla þætti sameiningarinnar að falla á sinn stað. Ólafur segir að samstarfið á milli skólanna hafi verið einkar ánægju- legt. „Það hefur verið langur aðdragandi, við höfum unnið mark- visst að sameiningunni um nokkurt skeið og hér hefur ríkt góður hugur. Samstarfið hefur verið í senn ögr- andi og skemmtilegt verkefni.“ Kennaraháskólinn hefur verið á háskólastigi síðan árið 1971. Hann var fyrir rúmum tíu árum sameinaður Þroskaþjálfaskólan- um, Fósturskólanum og Íþrótta- skólanum sem þá voru færð upp á háskólastig. Skólinn hefur síðan myndað öflugan kjarna kennara- menntunar á Íslandi. Í Háskóla Íslands verður uppeldis- og mennt- unarfræðideild einnig innan vébanda menntunarsviðsins en þannig verður kennaramenntun- inni gert kleift að eflast enn frekar, bæði á grunn- og framhaldsstigi. Sameiningin eykur möguleika á þverfaglegri nálgun í kennslu og rannsóknum. Í vor var lögum um skólastig í landinu breytt en þau fela í sér lengingu kennaranáms og kröfu um meistaragráðu. Ólafur segir sameininguna vera afskaplega jákvætt skref fyrir kennaramenntun hérlendis. „Ég tel að ef við höldum vel á málum þá verði þetta til þess að efla kennslu hér á landi enn frekar.“ helgath@frettabladid.is Kennaraháskólinn í eina sæng með HÍ Í dag sameinast Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands undir einu nafni og merki. Á sama tíma verður ný stjórnskipan Háskólans tekin í notkun. Eftir sam- eininguna verða nemendur Háskóla Íslands um þrettán þúsund talsins. Skólinn er jafngamall opinberri fræðsluskyldu á Íslandi. Hann var stofnaður með lögum árið 1907 en hóf kennslu haustið 1908. Lengi voru karlmenn í meirihluta í stétt- inni en árið 1919 voru kennslukonur þó fjölmennasta kvennastéttin sem naut sömu kjara og karlar. Framan af voru inntökupróf í skólann en árið 1947 voru það landspróf og gagnfræðapróf sem veittu rétt til náms. Skólinn fékk viðbótarrými í Stakkahlíð árið 1962 þar sem hann hefur haft aðstöðu síðan. Kennaraskólanum var breytt í Kennaraháskóla Íslands með lögum árið 1971. Lengi var aðeins grunn- nám í boði en á tíunda áratugunum hófst framhaldsnám og útskrifuðust fyrstu nemar með M.Ed. gráðu árið 1996. Kennaraháskólinn hefur boðið upp á öfluga fjarkennslu í áraraðir. Fyrst hófst hún sem tækifæri fyrir starfandi kennara til að ná sér í réttindi en nú er fjarnám hliðstætt staðnáminu. Nýjar námsbrautir bættust við þegar Kennaraháskólinn sameinað- ist Fósturskólanum, Íþróttakennara- skólanum og Þroskaþjálfaskólanum í byrjun árs 1998. Sameining KHÍ við Háskóla Íslands markar hundrað ára afmæli skólans. KENNARAHÁSKÓLINN Í HUNDRAÐ ÁR STJÓRNMÁL „Með þessari laga- breytingu hefur ríkisstjórnin útrýmt lagalegri mismunun gagnvart samkynhneigðum og því ber að fagna.“ Þetta segir í ályktun Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Í ályktuninni fagna Heimdelling- ar breytingu á lögum um staðfesta samvist en með þeim er prestum og forstöðumönnum trúfélaga gert heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra. „Það er táknrænt að lögin taki gildi í dag, 27. júní, á alþjóðlegum mannréttindabaráttudegi samkyn- hneigðra,“ segir enn fremur í ályktuninni. - vsp Heimdallur ályktar: Fagna laga- breytingu FJÖLMIÐLAR Foreldrasamtök gegn áfengisaug- lýsingum hafa sent menntamálaráðherra, Lögreglustjóranum í Reykjavík og stjórn RÚV ohf. bréf þar sem kerfisbundnum áfengisaug- lýsingum, til dæmis í Popplandi, er mótmælt og skorað á stjórn RÚV að stöðva allar þessar beinu og óbeinu áfengisauglýsingar. Foreldrasamtökin lýsa vonbrigðum sínum með það að RÚV birti kerfisbundið áfengis- auglýsingar og virði þannig réttindi barna og unglinga í landinu að vettugi og brjóti á lögvörðum rétti þeirra til þess að vera laus við áfengisáróður. „Samtökin skora hér með á stjórn RÚV ohf. að stöðva allar þessar beinu og óbeinu áfengisauglýsingar sem allar eiga það sammerkt að vera ólöglegar og langt fyrir neðan virðingu fyrirtækisins. Telji fyrirtækið minnsta vafa hvað varðar „lögmæti“ þessara áfengisauglýsinga þá ber því hlutverki sínu samkvæmt að láta börn og unglinga í landinu njóta þess vafa,“ segir í bréfinu. Ómar Benediktsson, stjórnarformaður RÚV, hafði ekki fengið bréfið eða séð það í gær en hafði heyrt af því og spurst fyrir um það. Hann sagði að auglýsingabirtingar RÚV væru í samræmi við lög og reglur. RÚV virti lög og reglur og auglýsingarnar væru í samræmi við það. Ef sleppa ætti að birta einhvern hluta þeirra væri verið að „opna hít. Það verða bara allir að fara eftir sömu reglum,“ sagði hann. Ómar vildi ekki segja hvort bréfið yrði tekið fyrir í stjórn Foreldrasamtakanna. - ghs Foreldrasamtök mótmæla birtingu áfengisauglýsinga hjá RÚV: Vilja að RÚV hætti birtingum ALLIR FARI EFTIR REGLUNUM „Það verða bara allir að fara eftir sömu reglum,“ segir Ómar Benediktsson, stjórnarformaður RÚV ohf. KAUPMANNAHÖFN Skiptar skoðanir eru meðal Dana um risavaxinn skúlptúr sem fyrirhugað er að reisa í sjónum fyrir utan Trekroner í Kaupmannahöfn. Ráðgert er að hann vegi átján hundruð tonn og verði 72,5 metrar á hæð, sem er aðeins tveimur metrum lægra en Hallgrímskirkjuturn. Hann mun því bera nafnið Stóri-Róbert með rentu en nafnið er til komið annars vegar vegna stærðarinnar og hins vegar til minningar um listamanninn Robert Jacobsen sem gerði styttuna. Vakin er athygli á því að nafnið tengist ekki samnefndri fatakeðju fyrir stóra karlmenn. Stóri-Róbert er talinn geta orðið nokkurs konar frelsisstytta eða táknmynd Kaupmannahafnar og hefur Berlingske Tidende eftir einum fylgismanna styttunnar að hún geti orðið táknmynd fyrir alla Danmörku og jafnvel Norðurlöndin. Skoðanir hafa ekki einungis verið skiptar um fegurð verksins og stærð heldur hefur kostnaðurinn við styttuna líka vakið umtal. Hann er tæpir 3,3 milljarðar íslenskra króna. Ef af framkvæmdum verður mun Stóri-Róbert að öllum líkindum vera tilbúinn árið 2010. - ges Deilt um áform um að reisa risavaxinn skúlptúr fyrir utan Kaupmannahöfn: 70 metra risi við innsiglinguna STÓRI-RÓBERT Skúlptúrinn er enginn smásmíði og sitt sýnist hverjum um fegurðargildi hans. KÍNA, AP Í dag hefjast tveggja daga viðræður kínverskra yfirvalda við sendimenn Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbeta, um stöðu Tíbets í Kína. Viðræðurnar eru framhald viðræðna sem fram fóru í maí í kjölfar uppreisn- ar Tíbeta í Lhasa, höfuðstað Tíbets, og víðar í Kína í mars. Tugir létu þá lífið í blóðugum uppþotum. Kínverjar hafa stjórnað Tíbet með harðri hendi frá því þeir réðust þangað inn á sjötta áratug síðustu aldar. Sumir sérfræðingar telja að Kínverjar hafi aðeins samþykkt viðræður til málamynda, til að losna við gagnrýni fyrir Ólympíu- leikana í Peking. - gh Viðræður í Kína: Rætt við full- trúa Dalai Lama DALAI LAMA. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GAMLI KENNARA- HÁSKÓLINN KHÍ verður nú hluti af Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÓLAFUR PROPPÉ Fráfarandi rektor Kennaraháskól- ans. BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti staðfesti í gær fjárveitingu Bandaríkjaþings til stríðsrekstursins í Írak og Afganistan upp á 162 milljarða dollara, jafnvirði tæplega þrettán þúsund milljarða íslenskra króna. Bush lýsti ánægju sinni með að samstaða hefði náðst með repúblikönum og demókrötum í þinginu um fjárveitinguna sem dugar nokkuð fram á næsta ár, þegar nýr forseti verður tekinn við. Bandaríska þingið hefur nú í heild samþykkt jafnvirði rúmlega fimmtíu þúsund milljarða króna fjárveitingar í stríðsreksturinn í Írak og tæplega sextán þúsund milljarða í aðgerðir í Afganistan. - gh Stríðsrekstur Bandaríkjanna: Sjötíu þúsund milljarðar GEORGE W. BUSH Demókrötum á Banda- ríkjaþingi hefur ekki tekist að fá settan tímaramma fyrir brottför bandarískra hermanna frá Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.