Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 1. júlí 2008 11 LITHÁEN, AP Þing Litháens hefur samþykkt lög sem gera það refsi- vert bæði að sýna sovésk tákn á borð við hamar og sigð, og nasista- tákn á borð við hakakrossinn. Valdas Adamkus forseti staðfesti lögin á föstudag. Samkvæmt þeim er bannað að láta tákn á borð við fána Sovétríkjanna, sovésku komm- únistastjörnuna og sovéska ein- kennisbúninga sjást á almannafæri. Þjóðsöngur Sovétríkjanna má held- ur ekki heyrast. „Við megum aldrei gleyma að þessar ógnarstjórnir fæddu af sér stríðsglæpamenn sem bera ábyrgð á dauða milljóna manna í Evrópu,“ sagði Emanuelis Zingeris, einn þing- mannanna sem áttu frumkvæði að laga- smíðinni. Samþykkir voru 58 þingmenn, tveir á móti en 80 sátu hjá eða voru fjarver- andi atkvæðagreiðsluna. Andstæðingar löggjafarinnar segja að hún geri hin umræddu tákn meira spennandi fyrir þá sem á annað borð sýna þeim áhuga. Ráðamenn í Moskvu eru líka allt annað en sáttir og segja lögin „móðgun“. Tölvuþrjótar gerðu árásir á margar heimasíður í Litháen um helgina og settu sovésk tákn inn á þær, auk blóts- yrða. - aa Sovét- og nasistatákn bönnuð í Litháen: Refsivert að sýna hamar og sigð BANNVARA Öll þessi gömlu tákn Sovétríkj- anna, sem hér sjást á hersýningu í Moskvu, er nú refsivert að sýna í Litháen. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÓPAVOGUR Réttarstefna hefur verið gefin út í lögbannskröfu íbúðaeigenda í Lundarhverfi í Kópavogi. Íbúarnir hafa undanfarnar vikur staðið í deilum við Kópa- vogsbæ um meint ósamræmi á milli deiliskipulags hverfisins annars vegar og Nýbýlavegar hinsvegar en gatan fellur undir valdsvið Vegagerðarinnar. Hreinn Haraldsson, vegamála- stjóri, segir það skýrt að ef það sé misræmi á milli deiliskipulaga, „þá sé það á ábyrgð Kópavogs- bæjar“. Málið verður þingfest 3. september. - hþj Lundarhverfi í Kópavogi: Lögbann þing- fest í haust SPÁNN Héraðsþing Baska hefur samþykkt að halda atkvæða- greiðslu meðal Baska um aukna sjálfsstjórn héraðsins. Frétta- vefur BBC greinir frá þessu. Mikið hefur verið fjallað um mögulegt sjálfstæði Baskalands í tengslum við hryðjuverk Frelsissamtaka Baska, ETA, undanfarna áratugi. Skoðana- kannanir benda til þess að um fjörutíu prósent Baska vilji aukna sjálfsstjórn frá Spáni. Ríkisstjórn Spánar er andvíg hugmyndunum og hefur sagst ætla að leggja samþykktina undir stjórnlagadómstól ríkisins. - gh Héraðsþing Baskalands: Baskar kjósi um sjálfsstjórn JUAN JOSE IBARRETXE Fer fyrir héraðs- stjórn Baskalands. NORDICPHOTOS/AFP HREYFING Íslenski fjallaklúbbur- inn mun stjórna þriðjudags- göngu í Viðey þriðjudaginn 1. júlí næstkom- andi. Hjólað verður um eyna og mun Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir segja skemmti- sögur um allt sem gerst hefur í Viðey, að hennar eigin sögn. „Ég hvet alla til að mæta. Við siglum frá Skarfabakka korter yfir sjö og þetta tekur um tvær klukkustundir,“ segir Guðlaug Hún segir margt að sjá eins og listaverk Richard Serra og friðarsúlu Yoko Ono. „Leiðsögnin sjálf er síðan eins og kalda vatnið, ókeypis og öllum heimil,“ segir Guðlaug Elísabet að lokum. - vsp Þriðjudagsganga í Viðey: Leikkona segir skemmtisögur GUÐLAUG ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR FATNAÐUR 66°Norður hefur hafið sölu á fatnaði sem unninn er úr efni sem kallast Cocona, en efnið er unnið úr kókóshnetuskel. Cocona er sagt mjög umhverfis- vænt og var valið besta uppfinn- ing ársins 2005 hjá Time Magaz- ine. Í fréttatilkynningu frá 66°Norð- ur kemur fram að efnið skari fram úr á þremur sviðum; það dragi úr raka í húðinni, veiti vörn gegn útfjólubláum geislum og lágmarki líkamslykt. Fyrirtækið er fyrsta íslenska fyrirtækið sem notar Cocona- efnið í fatnað. -vsp 66°Norður notar nýtt efni: Fötin framleidd úr kókoshnetu Axarmorðingi gengur laus Lögregla í Ástralíu leitar nú manns á áttræðisaldri sem grunaður er um að hafa myrt tvö barnabörn sín og eiginkonu með öxi auk þess að hafa sært dóttur sína alvarlega. ÁSTRALÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.