Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 16
16 1. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Á 18. öld börðust menntamenn víðs vegar í Evrópu fyrir málstað sem iðulega er nefndur Upplýsingin. Kjarni Upplýsingar- innar var umburðarlyndi í trúmálum, menntun og gagnrýnin hugsun. Frá þessum tíma hafa andlegir straumar á Vesturlönd- um mótast af Upplýsingunni með misjöfnum afleiðingum en þó er ímynd hennar ennþá að flestu leyti jákvæð. Efahyggja Upplýs- ingarinnar er talin hafa rutt brautina fyrir frjáls og lýðræðis- leg samfélög 21. aldar. Eins og flest önnur fyrirbæri má nota Upplýsinguna sem tól til aðgreiningar og til stuðnings þjóðhverfum málstað. Í stað þess að líta á upplýsingu sem einstakl- ingsbundið fyrirbæri eru þá heilu þjóðirnar og samfélögin flokkaðar með tilliti til hennar. Sú klisja sem fer hæst í samtímanum er sú að þjóðir íslam hafi ekki gengið í gegnum Upplýsingu og er oft notuð sem allsherjar skýring á meintu trúarofstæki meðal múslima og þá jafnframt meintu umburðarlyndi og frjálslyndi kristinna manna. Átakasaga Það er hins vegar ofmælt að skilgreina Upplýsinguna sem vestræna uppfinningu, enda litu upplýsingarmennirnir ekki endilega sjálfir þannig á málið. Þeir börðust gegn ofurvaldi kristinnar trúar í andlegu lífi Vesturlanda og litu til fyrirmynda í eldri samfélögum eða meðal framandi þjóða. Í Austur-Asíu hefði hreyfing sem kenndi sig við Upplýsingu aldrei getað tekið upp sömu baráttumál. Þar var umburðarlyndi í trúmálum ríkjandi og menntun mun útbreiddari á 17. og 18. öld en víða á Vesturlöndum. Þá er einnig varasamt að gera Upplýsinguna að grundvelli aðgreiningar á kristni og íslam. Róttækni upplýsingarmanna fólst m.a. í því viðhorfi að kristni væri hvorki betri né verri en önnur trúarbrögð. Sú staðreynd að ennþá séu til kristin samfélög er einkum til marks um ósigur upplýsingarmanna. Upplýsingin var nefnilega ekki fyrst og fremst umbótahreyfing innan kristni heldur krafa um endurreisn forkristinna gilda. Í tímamóta- verki frá 1966 skilgreindi sagnfræðingurinn Peter Gay Upplýsinguna sem endurreisn heiðinna hugmynda um manninn. Uppreisn upplýsingarmanna gegn kristindómnum var djarfasta framlag þeirra til heims- menningar innar og kannski ástæða þess að ekki er hægt að tala um sögu hennar sem sigur- göngu. Þvert á móti voru hug- myndir Upplýsingarinnar lengi að ná fótfestu í vestrænum sam- félögum. Þar má nefna baráttuna við trúfrelsi sem náði seint fram að ganga. Upplýsingar maðurinn Thomas Jefferson, höfundur bandarísku stjórnarskrárinnar, þurfti t.d. að horfa upp á sigur- göngu sértrúarhópa í eigin landi. Upplýsingarmönnunum sem stofnuðu til Bandaríkjanna 1776 hefði þótt einkennilegt að líta til Bandaríkjanna nú á dögum þar sem ofstækisfullir kristnir trúar- hópar geta ráðið úrslitum um það hver verður Bandaríkjaforseti. Vissulega hafa umbótamenn innan landa íslam einnig bent á annmarka á eigin samfélögum sem tengjast skorti á Upplýsingu og þar hefur einnig orðið öfug- þróun með uppgangi íslamista sem hafna veraldlegum gildum. Það er hins vegar merki leg staðreynd að þær ríkisstjórnir sem hafa lengst og mest barist fyrir trúarlegum gildum innan íslam hafa jafnframt fengið rækilegan stuðning frá vestræn- um ríkjum. Þar má t.d. nefna Sádí-Arabíu og furstadæmin þar í kring. Ráðamenn sem börðust fyrir veraldlegum gildum hafa hins vegar iðulega mætt heiftræk- inni andstöðu vestrænna ríkis- stjórna. Hefur Upplýsingin sigrað? Að sumu leyti er auðvitað hægt að segja að Upplýsingin hafi áorkað miklu fyrir mannkynið þótt margir sigrar hennar hafi komið seint. Efling menntunar á 20. öld er kannski mesta afrekið, en það væri ofmælt að líta svo á að arftakar upplýsingarmanna hafi unnið fullnaðarsigur á andvísinda- legri hugsun. Og á Vesturlöndum er vísindaleg hugsun í kreppu. Barátta sköpunarsinna gegn kenningum Darwins hefur áorkað því að náttúrufræðikennsla í Bandaríkjunum er að hverfa 300 ár aftur í tímann. Svo kallaðir „efasemdarmenn“ sem hafna tilvist gróðurhúsaáhrifa vilja setja efnahagslegan geðþótta- mælikvarða á það hvenær taka á mark á niðurstöðum vísinda- manna. Á alþingi Íslendinga var svo samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða núna í þing lok að grunnskólamenntun á Íslandi eigi að byggja á einhverju sem kallast „kristin arfleifð“ en á sama tíma var felld tillaga um að mannréttindi ættu að vera hluti af hugmyndalegum kjarna íslensks skólakerfis. Einnig var felld breytingartillaga um að trúarleg innræting ætti að vera óheimil og að trúarbragðafræðsla ætti að virða rétt manna til trúfrelsis og trúleysis. Varla er hægt að hugsa sér afgreiðslu sem er síður í anda þess sem Voltaire, David Hume eða Thomas Jefferson hefðu kosið. UMRÆÐAN Eiður Guðnason skrifar um íslenskt mál Come on,“ krakkar, „please!“ Þetta eru orð úr íslenskri sjónvarpsauglýs- ingu, sem nú birtist ítrekað á skjánum. Hvað er verið að auglýsa? Er nema von að spurt sé. Svo ótrúlegt sem það kann að virðast, þá er þetta úr auglýsingu þar sem verið er að mæra íslenskt lamba- kjöt. Hvað segja bændur nú? Er það boðskapur þessarar auglýsingar að það sé gott og gilt að blanda saman ensku og íslensku, þegar talað er við börn? Hversvegna auglýsand- inn þarf að nota ensku til að lofa lambakjötið er hulin ráðgáta – mér hulin að minnsta kosti. Toyota-umboðið notar um þessar mundir í heilsíðu auglýsingum enskuslettuna að „smæla“ í staðinn fyrir hið fallega orð að brosa. Þetta er ekki brosleg orðnotkun, heldur brjóstumkennanleg og ekki til álitsauka fyrir það ágæta fyrirtæki. Ég veit að þeir Toyota-menn réttlæta þetta með því að vitna í Megas, sem hlotið hafi verðlaun Jónasar Hallgrímssonar („Brosa blóm- varir....“ ) á Degi íslenskrar tungu. Það gerir slettuna að „smæla“ ekki hætishóti betri. Þessi enskusletta er ekki „tákn um gæði“. Öðru nær. Auglýsendur og auglýsingahöfundar ættu líka að hafa hugfast að það skilur ekki öll þjóðin ensku og enskuslettur, þótt margir séu vel að sér í því ágæta tungumáli. Það væri miklu hreinlegra að hafa auglýsingarnar alfarið á ensku en ekki einhverju slettuskotnu hrognamáli. Kannski kemur að því. Höfundur er sendiherra. Framsókn enskunnar EIÐUR GUÐNASON R obert Mugabe valsaði inn á leiðtogafund Afríkuríkja í orlofsdvalarstaðnum Sharm el-Sheikh í Egypta- landi í gær eins og ekkert væri sjálfsagðara og var þar tekið með kostum og kynjum af öðrum þjóðar- og ríkisstjórnar leiðtogum álfunnar. Daginn áður sór hann embættiseið sem forseti Simbabve í sjötta sinn, á grundvelli opin- berra úrslita vafasömustu kosninga í Afríku um langt árabil. Að Mugabe komist upp með hvað sem er til að halda völdum í því sem eitt sinn var efnahagslega þróaðasta ríki Afríku sunnan Sahara en er nú bókstaflega á vonarvöl vegna gerræðis forsetans og skjólstæðinga hans er harmleikur. Að umheimurinn horfi upp á þennan harmleik án þess að fá rönd við reist er hneyksli. Höfuðábyrgðina á því að alþjóðlegur þrýstingur á Mugabe og gerræðisstjórn hans hefur engum árangri skilað fram til þessa er að þeir aðilar sem eru í aðstöðu til að beita mestum þrýstingi hafa kosið að gera það ekki. Þar munar mestu um stjórn Suður- Afríku, stórveldisins í þessum heimshluta, og þá einkum og sér í lagi Thabo Mbeki forseta. Hann fer að nafninu til með forystu sáttaumleitana í nafni SADC, samtaka fjórtán ríkja í sunnanverðri Afríku, en hefur í því hlutverki beinlínis haldið hlífiskildi yfir Mugabe. Það sem rekur Mbeki til að gera þetta er væntanlega gamal- gróin virðing hans fyrir þeim Robert Mugabe sem fór fyrir sjálf- stæðisstríði Simbabvebúa gegn minnihlutastjórn hvítra Ródesíu- manna á sínum tíma. Síðan eru liðnir nærri þrír áratugir og sá Mugabe sem nú vílar ekki fyrir sér að beita eigin þegna ofbeldi, morðum og kúgunum til að halda völdum er ekki sami maður og frelsishetjan sem hann eitt sinn var. Fjórði hver Simbabvebúi hefur flúið land (flestir til Suður-Afríku) vegna eymdarinnar og volæðisins sem gerræðisstjórnarhættir Mugabes hafa kallað yfir þjóðina. Vegna sjúklegrar tortryggni valdhafanna í garð allra erlendra aðila hafa þeir bannað erlendum hjálparstofnunum að starfa í landinu. Sem eykur enn á eymdina enda er stór hluti landsmanna nú algerlega háður erlendum matargjöfum. Nú nota valdhafarnir mat sem kúgunartæki; aðeins þeir fá mat sem haga sér „rétt“, en á föstudaginn þýddi það að mæta á kjörstað og krossa við nafn Mugabes í þeim skrípaleik sem kallaður var úrslitaumferð for- setakosninga. Ríkisstjórnir Norðurlandanna og margra annarra vestrænna ríkja hafa lýst sig reiðubúnar að koma inn af krafti til að hjálpa nauðstöddum í Simbabve og við uppbyggingu lýðræðis legs réttar- ríkis þar um leið og ólögmæt stjórn Mugabes víkur frá völdum. Betur má hins vegar ef duga skal. Efalítið á sá álitshnekkir sem Bandaríkin, Bretland og Vesturlönd almennt hafa orðið fyrir vegna klúðursins í Írak þátt í þeim skorti á slagkrafti sem þrýst- ingur vestrænna landa virðist hafa í málefnum Simbabve. Íraks- stríðið hefur gefið ráðamönnum þróunarríkja, þar á meðal grann- ríkja Simbabve, tilefni til að saka Vesturlönd um tvöfalt siðgæði. En það gerir ábyrgð grannríkjanna, fyrst og fremst Suður-Afríku, þeim mun meiri á því að stöðva frekara hrun Simbabve og styðja við lýðræðis-, mannréttinda- og efnahagsumbætur í landinu, í þágu hagsmuna Simbabvebúa og heimshlutans alls. Mugabe situr sem fastast. Boltinn hjá Mbeki AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Upplýsingin Og á Vesturlöndum er vísinda- leg hugsun í kreppu. Barátta sköpunarsinna gegn kenn- ingum Darwins hefur áorkað því að náttúrufræðikennsla í Bandaríkjunum er að hverfa 300 ár aftur í tímann. SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Vísindaleg hugsun Fokið í flest skjól Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason, sem hvílir lúin bein á grísku eyjunni Mykon- os, vaknaði upp við vondan draum á dögunum, þegar fólk á Porsche-jepp- um tók að streyma til eyjarinnar til að vera viðstatt brúðkaup ungmenna úr grískum auðmannafjölskyldum. Ekki er vitað til að fólkið hafi nein tengsl við eyjuna – „því finnst það bara smartur staður,“ skrifar Egill. Hvort tengsl Íslendinga við Mykonos séu af traustari meiði en sterkefnaðra Grikkja skal ósagt látið, en Agli finnst þetta að minnsta kosti „skuggalegt“ og spyr sig hvort hann þurfi að finna sér aðra eyju. Það er sannarlega fokið í flest skjól þegar íslenskar sjón- varpsstjörnur fá ekki að hafa grískar eyjar í friði. Hvað um Benedikt? Miklar vangaveltur hafa sprottið upp um hvaða fyrrverandi forsætisráðherra sagði Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að Baugsmálið væri runnið af pólit- ískum rótum, eins og hann stað- hæfði í viðtali við Morgunblaðið um helgina. Með almennri úti- lokunaraðferð er fullyrt að aðeins fjórir komi til greina: Davíð Odds- son, Halldór Ásgrímsson, Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson. Eru allir búnir að gleyma Benedikt Gröndal? Félagsmálafrömuðurinn Í Tækniskólanum – hinum nýsam- einaða skóla Fjöltækniskólans og Iðnskólans í Reykjavík – er lögð rækt við öflugt félagslíf og til að koma í veg fyrir hálfkák í þessum efnum hefur verið ráðinn sérstakur „félagsmálafröm- uður“. Veðja forsvarsmenn skólans á að enginn sé líklegri til að höfða til smiða, múrara og vélstjóra framtíðarinnar en Jón Jósep Snæbjörnsson, gjarnan kallaður Jónsi í Svörtum fötum. Jónsi er þaulreyndur í skemmtana- og þjónustugeiranum, sem popp- stjarna, flugþjónn og viðburðastjóri hjá fjármálafyrirtækjum, og ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að skipuleggja bjórkvöld á Hressingarskálanum í vetur. bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.