Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 22
● lh hestar 1. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 Hella er 750 manna bær á Suður- landi, um 100 kílómetra austur frá Reykjavík og um 50 kílómetrum austar en Selfoss. Gaddstaða flatir, mótssvæðið, er alveg við bæjar- mörkin á Hellu og minnsta mál að fara gangandi í „kaupstaðinn“. Suðurland er þéttbýlt og víða hægt að fá gistingu á notalegum sveitabæjum, auk þess sem næg tjaldstæði eru á Gaddstaðaflötum. Margir ferðaþjónustubæir eru með hestaleigu, lengri og styttri ferðir. Einnig eru í boði óteljandi aðrir afþreyingarmöguleikar: Skoðunar- ferðir um Njáluslóðir, siglingar í ám og vötnum, og allt þar á milli! Ef þú hefur ekki ennþá uppgötvað Lands- mót, eða hefur ennþá ekki tekið ákvörðun um hvort þú ætlar þang- að, þá getur þú fundið allar hagnýt- ar upplýsingar á www.landsmot.is. Gaddstaðaflatir við Hellu. MYND/LANDSMÓT EHF. Landsmót haldið á Hellu L andsmót hestamanna eru haldin annað hvert ár. Hið átjánda í röðinni fer nú fram hér á Gaddstaðaflötum við Hellu. Landsmótsár eru jafnan þrungin spennu og eftirvæntingu. Allir sem rækta, temja og sýna hross, leggja nótt við dag. Landsmótin eru gluggi á það hvernig til tekst. Hér gefst hestafólki tækifæri til að kynna sér strauma og stefnur og meta hvort við séum á réttri braut Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því fyrsta Landsmótið var haldið á Þingvöllum 1950. Þá átti íslenski hesturinn undir högg að sækja. Framsýn- ir hestamenn snéru vörn í sókn og bundust samtökum um að standa vörð um þennan mikilvæga þjóðararf. Landssamband hestamannafélaga var stofnað. Hlutverk hestsins hefur breyst frá því að vera þarfasti þjónninn, sem flutti björg í bú og var helsta samgöngutæki þjóðarinnar, yfir í að vera gleðigjafi þúsunda, bæði hér heima og erlendis. Nú eru fjörutíu og sjö hestamannafélög í Landssambandi hestamanna- félaga, hringinn í kringum landið. LH er þriðja stærsta sérsambandið innan ÍSÍ með yfir þrjátíu þúsund iðkendur. Hestamennskan er fjölskylduvæn íþrótt sem nýtur sívaxandi vinsælda. Iðkendum fjölgar stöðugt. Íslendingar teljast orðið til hestaþjóða heimsins. LH er aðili að FEIF, alþjóðlegum samtökum eigenda íslenskra hrossa. Í FEIF eru nú átján þjóðir og iðkendur eru um sjötíu þúsund. Í útlöndum eru meira en hundrað þúsund hross, töluvert fleiri en til eru hér á landi. Erlend samskipti hafa stóraukist og verða æ stærri þáttur í félagsstarfi hesta- manna með hverju árinu. Það er viðurkennt að íslenski hesturinn hefur kynnt Ísland og íslensku þjóðina meira og betur heldur en nokkuð annað. Hann hefur verið kallaður besti íslenski ambassadorinn. Hestatengd at- vinnustarfsemi hér á landi blómstrar. Talið er að hún velti nú um fjórtán milljörðum króna á ári og er hún þar með orðin mikilvægur þáttur í ís- lenska hagkerfinu. Það er ánægjulegt fyrir okkur hestamenn að verða vitni að því hér á þessu Landsmóti hversu vel hestamannafélögin í landinu hafa sinnt sínu hlutverki. Hestaíþróttinni vex stöðugt fiskur um hrygg. Hún var og er snar þáttur í menningu þjóðarinnar. Ég vil fyrir hönd stjórnar Landssambands hestamannafélaga þakka öllu því góða fólki sem komið hefur að undir- búningi og framkvæmd þessa móts. Þátttakendum óska ég góðs gengis og áhorfendum góðrar skemmtunar. Að lokum vil ég minna á kjörorð Landssambands hestamannafélaga. Hestamennska er: ÍÞRÓTT – MENNING – LÍFSSTÍLL. Átjánda Landsmót hestamanna Haraldur Þórarinsson Toyota á Íslandi hefur heitið nýjum Hilux jeppa að verð- mæti 4,3 milljónir króna á þann sem slær heimsmet Drífu frá Hafsteinsstöðum í 100 metra skeiði á LM2008. Hlaup- ið er á dagskrá klukkan 19.30 á laugardagskvöldið. Flott er hjá Toyota-mönnum að leggja svo rausnarlega undir. Lík- urnar á að þeir vinni eru góðar. En þeir gætu líka tapað. Það sem einu sinni hefur gerst getur alltaf gerst aftur. Drífa er eitt fljótasta skeiðhross í heimi. Hún setti metið í fyrra á skeiðleikum Skeiðfélags- ins á velli Sleipnis á Selfossi, 7,18 sekúndur. Hún gæti auðveldlega slegið það aftur við góðar aðstæður og hefur ótal sinnum hlaupið undir 7,5 sekúndum. Hundrað metra skeiðið er ung keppnisgrein. Nýtt heimsmet hefur verið slegið á hverju ári undanfarin ár. Það má því segja að helmingslíkur séu á að metið verði slegið. FLEIRI FLJÓT SKEIÐHROSS En það eru fleiri fljót hross skráð til leiks. Má þar nefna fyrrver- andi heimsmethafa í greininni, Móses frá Grenstanga (7,26 sek- úndur) og knapa hans Ragnar Tómasson, Ester frá Hólum (7,29 sekúndur) og Þórarin Eymunds- son, og Hreim frá Barkarstöðum (7,64 sekúndur) og Viðar Ingólfs- son. Þessi hross hafa öll getu til að hlaupa hratt og gætu auðveld- lega gert usla á góðum degi. Krist- inn G. Bjarnason hjá Toyota á Ís- landi er þó hvergi banginn, enda tilbúinn að taka hvorri niðurstöð- unni sem er. „Bíllinn verður á mót- inu og lyklarnir eru klárir um leið og við fáum staðfestingu á að nýtt met hafi verið slegið,“ segir hann. Hilux fyrir heimsmet Drífa frá Hafsteinsstöðum, heimsmethafi í 100 metra skeiði. Knapi Sigurður Sigurðarson. MYND/JENS EINARSSON Kristinn G. Bjarnason og Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri LM2008, við nýja Hiluxinn eftir að hafa handsalað veðmálið. MYND/TOYOTA Á ÍSLANDI Gæðingar geta enst fram í háa elli. Á LM2008 eru skráðir til leiks hestar sem eru komnir vel á þrítugsaldurinn. Þar má nefna Seið frá Sigmundarstöðum, 23 vetra. Hann hefur verið í keppni meira og minna frá því hann var 5 vetra. Hann var keppnis hestur Daníels Inga Smárasonar í Sörla í mörg ár. Síðan gekk hann yfir til kærustunnar, Berglindar Rósu Guðmundsdóttur. Bæði unnu þau marga Íslandsmeistaratitla á honum. Nú hefur Seiður feng- ið enn eitt hlutverkið og er nú keppnishestur Valdísar Bjarkar Guðmundsdóttur, systur Berg- lindar. Þau keppa í barnaflokki á LM2008 fyrir Gust. Gamlir og góðir á Landsmóti 2008 Seiður frá Sigmundarstöðum. Knapi Berglind Rósa Guðmundsdóttir. MYND/JENS EINARSSON Málgagn Landssambands hestamannafélaga Útgefandi: Landssamband hestamannafélaga Heimilisfang: Íþróttamiðstöðin, Engjavegi 6, 104 Reykjavík Netfang: lh@isisport.is Sími: 514-4030 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jens Einarsson Netfang: jenseinars@simnet.is Sími: 862-7898 Auglýsingar: Fréttablaðið/Bjarni Þór Sigurðsson sími: 512-5435, GSM 822-5062 HELSTU SAMSTARFSAÐILAR LH ERU: lh hestar ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.