Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 24
● lh hestar 1. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 Alltaf er forvitnilegt að skoða elsta og yngsta keppandann á hverju Landsmóti. Oftast eru það margir áratugir sem skilja á milli. Kyn- slóðabil í hestamennsku er ekkert. Að þessu sinni er það Erling Sigurðsson, 66 ára, sem vermir toppsætið í elsta flokki. Hann keppir fyrir Andvara. Yngsti fulltrúi ungu kynslóðarinnar er aftur á móti Ylfa Guðrún Svafarsdóttir, átta ára. Hún keppir fyrir Fák. Erling, eða Elli Sig eins og við hestamenn köllum hann, er gamalreyndur keppnismað- ur í hestaíþróttum. Hann hefur tekið þátt í öllum Landsmótum hestamanna frá LM1958 á Skógar hólum, ýmist sem knapi eða eigandi keppnishrossa. Hann er frægur fyrir keppnis- skap og þrautseigju. Það væri lygi að segja að hann sé alltaf ljúfur sem lamb. Hann lætur stundum í sér heyra og þá hressilega. En 98 prósent er hann húmoristi fram í fingurgóma, hjálpsamur og góður félagi. Síungur í anda. Erling keppir í A-flokki á Hnikari frá Ytra- Dalsgerði. Ylfa Guðrún er að stíga, eða öllu heldur ríða, sín fyrstu spor í keppni. Hún er eld heitur hestamaður og keppnismaður. Hún veit hvað hún vill. Vont veður er ekki til í hennar orða- forða. Það er alltaf hægt að ríða út. Þótt hún sé aðeins átta ára er hún smám saman að taka að sér framkvæmdastjórnina í hesthúsinu. Það er hún sem dregur mömmu og pabba á hestbak. Barnaflokkur er í raun fyrir tíu til þrettán ára börn. Yngri börn mega þó taka þátt sam- kvæmt reglum. Guðrún Ylfa keppir á hestin- um Gammi frá Ási I í Hegranesi. Þess má geta að hún varð efst í pollaflokki á gæðingamóti Fáks á Hvin frá Syðra-Fjalli. Kynslóðabil í hestamennsku er ekkert Ekkert kynslóðabil er í hestamennskunni. Erling, 66 ára, og Guðrún Ylfa, átta ára, taka bæði þátt í Landsmóti. MYND/JENS EINARSSON Hertz bílaleiga er einn af styrktaraðilum LM2008. Fram- kvæmdastjóri Hertz er Björgvin Njáll Ingólfsson. Þegar LH Hestar höfðu samband við kappann kom ýmislegt forvitnilegt í ljós. MEÐ BINDI Í BÆNUM  Í STRIGASKÓM Í FLÓANUM Björgvin getur vart talist hefð- bundinn framkvæmdastjóri í stór- fyrirtæki í Reykjavík. Hann býr ásamt konu sinni Sóleyju Andrés- dóttur á Tungu í Flóahreppi. Þar eru þau með nokkra hesta, kindur, naut- gripi, íslenskar landnáms hænur og síðast en ekki síst sveitabúð- ina Sóley, gjafavörubúð að danskri fyrirmynd. Einnig taka þau á móti óvissuferðum frá fyrirtækjum og bjóða upp á ýmiskonar afþreyingu fyrir þá hópa. Björgvin var að slá þegar blaðamann bar að garði í Tungu. Hann var frjálslegur þegar hann stökk niður úr gömlum Zetor, í jogging buxum og strigaskóm. AÐ LÁTA SVEITADRAUMINN RÆTAST „Það kemur ekkert annað til greina en að búa í sveit,“ segir Björgvin. „Við erum búin að vera hér í sex ár og þar áður áttum við jörð í Rangár- vallasýslu. Ég vinn í Reykjavík. Sóley er kennari og sjúkraliði en hefur haft atvinnu af þessum bú- skap okkar hér undanfarin ár. Við erum með um þrjátíu kindur og dá- lítið af nautgripum. Við seljum af- urðirnar sjálf og höfum meira út úr því en að leggja gripina inn, þótt við þurfum að greiða sláturkostnað og kjötvinnslu. Sveitabúðin Sóley er opin allt árið, en bara þegar við erum heima. Viðskiptavinirn- ir eru meðal annars fólk úr sumar- bústöðum hér í kring, en einnig er tölvuvert um að fólk geri sér ferð úr höfuð borginni. Fólk hringir á undan sér og spyr hvort að það sé opið. Það er hægt að skapa sér at- vinnu á ýmsan hátt. Tækifærin eru alls staðar, bara spurning um vilja til að koma auga á þau.“ FYRIRTÆKIN OG SAMFÉLAGIÐ „Hertz er ein af þremur stærstu bílaleigum á Íslandi. Ég er búinn að vinna þar í eitt og hálft ár og líkar það mjög vel. Starfsmenn eru 45 á veturna en áttatíu á sumrin. Við erum með um 1.300 bíla yfir sum- armánuðina, en fækkum þeim í 600 á veturna. Kúnstin í þessum bransa er að þreyja þorrann og góuna. Það gildir líka að vera með opinn huga. Hertz á Íslandi er fyrsta bílaleiga í heimi til að taka vetnisbíla í flotann. Það hefur vakið mikla athygli er- lendis. Hertz er í eigu Magnúsar Kristinssonar. Hann er góður vinnu- veitandi. Eitt af því sem hann leggur áherslu á er að taka þátt í samfélags- legum verkefnum, eins og Lands- móti hestamanna til dæmis. Hefð- bundnar auglýsingar eru ágætar. En okkur finnst það ekki síður góður kostur ef hægt er að sameina mark- aðssetningu, og að láta gott af sér leiða,“ segir Björgvin. Að lokum er vakin athygli á því að Hertz er með bíla til leigu á LM2008 á Gaddstaðaflötum. Þar verður hægt að fá fjölbreytt úrval bíla af öllum stærðum á góðu verði. Hertz – Hestamennska Björgvin og Sóley á góðri stund í sveitabúðinni. MYND/JENS EINARSSON Landsmót var fyrst haldið á Gadd- staðaflötum árið 1986. Einar Öder Magnússon var aðalstjarna mótsins. Hann sat efsta hest í A flokki, Júní frá Syðri-Gróf, bræð- urna Otur og Kjarval frá Sauðár- króki, sem stóðu efstir í fjögra og fimm vetra flokki, stóðhestinn Flosa frá Brunnum og klárhryss- una Tinnu frá Flúðum. Kristall frá Kolkuósi varð efstur í B flokki gæðinga, knapi Gylfi Gunnarsson, og Olil Amble vann töltið á Snjalli frá Gerðum. Ófeigur frá Hvanneyri hlaut Sleipnisbikarinn og Krafla frá Sauðárkróki varð efst í elsta flokki hryssna. Næsta Landsmót á Gaddstaða- flötum var haldið 1994. Þá sló Rauðhetta í gegn og setti heims- met í einkunn kynbótahrossa, fékk 8,81 í aðaleinkunn. Knapi var Þórður Þorgeirsson, sem var knapi mótsins og helsta stjarnan. Galsi frá Sauðárkróki sló í gegn í fjögra vetra flokki stóðhesta, knapi Bald- vin Ari Guðlaugsson. Gustur frá Hóli varð efstur í elsta flokki stóð- hesta, fékk 9,01 fyrir kosti, knapi Ragnar Ingólfsson. Þokki frá Garði hlaut Sleipnisbikarinn. Töltið vann Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blönduósi. Orri frá Þúfu varð efstur í B flokki gæðinga, knapi Gunnar Arnarson, og í A flokki varð efstur Dalvar frá Hrappsstöð- um, eftir sögulegt fráhvarf Gýmis frá Vindheimum. Knapi á Dalvari var Daníel Jónsson. Síðast var Landsmót haldið á Gaddstaðaflötum 2004. Þar setti Þóroddur frá Þóroddsstöðum heimsmet í aðaleinkunn, 8,74, þá fimm vetra. Knapi Daníel Jóns- son. Hryðja frá Hvoli fékk 8,65 í flokki sex vetra hryssna, þar af 10 fyrir skeið. Knapi Þorvaldur Árni Þorvaldsson. Björk frá Litlu-Tungu varð efst í flokki fjögra vetra hryssna, fékk 8,49 í aðaleinkunn og var ein af stjörnum mótsins. Knapi Erlingur Erlingsson. Geisli frá Sælukoti varð efstur í A flokki, knapi Steingrímur Sigurðsson, og í B flokki var það Rökkvi frá Hár- laugsstöðum sem hirti gullið, knapi Þorvaldur Árni Þorvaldsson. Töltið vann Björn Jónsson á Lydíu frá Vatnsleysu og Sleipnisbikarinn hlaut Kraflar frá Miðsitju. Tímarnir breytast og mennirn- ir með. Sérð þú nokkuð fyrir þér buxnasíða rappara á Þingvöllum 1950? Nei. En LM2008 á Gadd- staðaflötum er allt annað mál. Þar mun stíga á stokk rapphópur- inn Óskar Axel og Karen, ásamt DíJei Sigurði Antoni. Óskar og Karen urðu í öðru sæti á Músík- tilraunum í Tónabæ síðastlið- inn vetur og hafa komið fram við ýmis tækifæri síðan, meðal annars á 17. júní í Reykjavík þar sem þau sungu og léku fyrir 5.000 manns. Óskar Axel er texta- höfundur hópsins. „Okkur lang- ar að flytja birtu þangað sem myrkur er. Textarnir fjalla meðal annars um kynþáttafordóma og eiturlyf. Við viljum vinna gegn slíku,“ segir Óskar Axel. Rappað á Landsmóti Rapphópurinn: Karen Pálsdóttir, Óskar Axel Óskarsson og Sigurður Anton Kristjánsson. MYND/JENS EINARSSON Hafrar & bygg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.