Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 26
● lh hestar 1. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 Rúnar Geir fer eins oft og hann getur út í girðingu til hrossanna sinna. MYND/JENS EINARSSON Rúnar Geir Ólafsson var greindur með ólæknandi vöðvarýrnun þegar hann var tveggja ára. Hann hefur verið bundinn við hjólastól frá sjö ára aldri. Hann lætur fötlun- ina ekki aftra sér og er á kafi í hrossarækt. SKEIÐIÐ ER SKEMMTILEGAST Rúnar Geir er fæddur og uppal- inn í sveit og hændist snemma að hestum. Hann á um tuttugu hross og fær þrjú til fjögur folöld á ári. Hann býr nú á Eyði-Sandvík í Flóa með foreldrum sínum. Þar rekur fjölskyldan stórt kúabú. Skýrslu- haldið er á könnu Rúnars. Hrossa- ræktin er aukabúgrein og þar heldur Rúnar Geir um stjórnar- taumana. „Ég vil hafa hrossin alhliða. Ég hef aldrei riðið á tölti eða skeiði. Missti af því. Ég hafði einfald- lega aldrei mátt til þess. Það var teymt undir mig í þau skipti sem ég fór á hestbak. En mér finnst mest gaman að horfa á skeiðið. Töltið verður samt líka að vera gott,“ segir Rúnar Geir. Hrossahópurinn er á bletti fyrir utan stofugluggann og þar má sjá trippi undan Blæ frá Hesti, Kráki frá Blesastöðum, Akki frá Brautarholti, Galdra-Lofti frá Stóra-Hofi og fleiri merkisgrip- um. Það er greinilegt að Rúnar Geir er ekki í hrossaræktinni til að klappa folöldunum. „Ég er sennilega með krón- íska búfjárræktardellu. Ég fæ mest út úr því að horfa á hross- in hér út um gluggann; spá og spekúlera hvaða stóðhestur hent- ar hverri hryssu. Síðan tekur við spenningurinn að sjá hvað kemur út úr því. Fyrstu folöldin í minni ræktun fæddust 2005. Þau trippi verða tamin næsta vetur. Ég hlakka mjög til að sjá hvernig þau reynast.“ VEL ÆTTAÐAR HRYSSUR Rúnar Geir ætlar sér ekki að finna upp hjólið í hrossaræktinni. Í hryssuhópnum er ein Orra dóttir, önnur undan Otri frá Sauðár- króki, sú þriðja undan Frama frá Ragnheiðarstöðum og sú fjórða undan Atlasi frá Feti. Fyrsta fol- aldið á Eyði-Sandvík í ár var hest- ur undan Stála frá Kjarri. Fleiri eru væntanleg. Í sumar ætlar Rúnar Geir að leiða undir Hugin frá Haga, Glym frá Innri-Skelja- brekku og Krák frá Blesastöðum. „Eina leiði ég undir hest frá sjálfum mér, þriggja vetra fola undan Sæ frá Bakkakoti,“ segir Rúnar Geir og stoltið leynir sér ekki í svipnum. „Hann er að vísu seldur. Þetta gengur víst ekki öðruvísi en afsetja eitthvað af gripunum,“ bætir hann við og greinilegt að hann er bóndi og bú- maður. Hann stendur nú á tvítugu. Lýkur stúdentsprófi frá FSu innan skamms og stefnan hefur verið sett á Landbúnaðarháskóla Ís- lands á Hvanneyri. Búskapurinn og hrossaræktin eiga hug hans allan. AÐGENGI FYRIR FATLAÐA „Ég fer af og til á hestasýningar og mót og reyni þannig að fylgj- ast með hvaða hross eru að gera sig. Aðgengi fyrir fatlaða er víð- ast hvar þokkalegt. Það er til dæmis mjög gott í Ölfushöllinni. Ég hef líka farið nokkrum sinnum á sölusýningar í Hestheimum. Þar keypti ég tvær hryssur sem ég rækta undan. Ég fór á LM2006 og þar fengum við að leggja bílnum á góðum stað svo ég gæti fylgst með úr honum. Ég vona að það verði svipað á Gaddstaðaflötum. Það er auðvitað mikilvægt að það sé gott aðgengi fyrir fatlaða að hreinlætis aðstöðu og veitingum,“ segir Rúnar Geir. Með búfjárræktardellu Rangárhöllin, reiðhöllin á Gadd- staðaflötum, var formlega af- hent hestamönnum í Rangár- þingi þann 27. júní síðastlið- inn. Höllin er glæsileg bygging sem mun setja mikinn svip á LM2008. Rangárhöllin er reiðhöll í fullri stærð með glæsilegu anddyri og stórum veitingasal. Áhorfenda- stúkur eru steyptar. Höllin mun nýtast vel á LM2008. Þar hefur Hestatorgið aðstöðu og munu reiðkennarar halda kennslu- sýningar á svæðinu, sem eru hluti af dagskrá torgsins. Í höll- inni verður veitingasala og Net- kaffi þar sem gestir geta komist í samband við Veraldarvefinn. Einnig er í höllinni hluti af sölu- og markaðssvæði Landsmóts. Rangárhöllin komin í gagnið á LM2008 Stjórn Hornfirðings: Eydís Benediktsdóttir, Bryndís Björk Hólmarsdóttir, Þorbjörg Gunnarsdóttir, Árnína Guðjónsdóttir og Ásthildur Gísladóttir. Ýmislegt bendir nú til að konur séu að taka öll ráð í sínar hendur í hestamennskunni. Fram- kvæmdastjóri Landsmótsins er kona, Jóna Fanney Friðriks- dóttir. Meirihluti aðstoðarmanna hennar er konur. Dómarar í töltkeppni Lands- móts eru allir kvenkyns; þær Hulda G. Geirsdóttir, Sigrún Ólafs dóttir, Elsa Magnúsdóttir, Elisabeth Jansen og Eva Peter- sen. En þetta er ekki það „versta“. Stjórn hinna ýmsu félaga í hesta- mennskunni færist líka í ríkari mæli á kvenna hendur. Til dæmis eru eingöngu konur í aðalstjórn Félags tamningamanna. Sömu sögu er að segja af stjórn hesta- mannafélagsins Hornfirðings. Þar verma konur stjórnarsæt- in. Hvað þessu veldur hafa LH Hestar enga hugmynd um. Það er hins vegar vissara fyrir karlana að gá að sér áður en þeir missa alveg tökin. Karlarnir að missa tökin Dr. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, mun fjalla um kyn- bótamatið, BLUPP, á Hestatorgi á LM2008. Fyrirlesturinn ber heitið: Er kynbótamatið málið? Einhverjir spyrja eflaust hvort Ágúst sé búinn að missa trúna á Bluppinu. En því fer fjarri. „Ræktendur hafa sett kynbóta- matið á ís undanfarin ár. Það er mín tilfinning. Ég held að það sé hins vegar tímabært að dusta af því rykið. Gagnagrunnurinn þéttist með hverju ári og kyn- bótamatið verður öruggara. Líka kynbótaspáin fyrir yngstu grip- ina. Tamning og meðhöndlun gripa er ennþá misjöfn og það er erfitt að leiðrétta fyrir því. Einn- ig verða alltaf tilviljanir í bú- fjárrækt sem tölvulíkön sjá ekki fyrir. Það er hins vegar engin spurning í mínum huga að við ættum að nota Bluppið meira,“ segir Ágúst. Dustar rykið af Bluppinu Dr. Ágúst Sigurðsson, rektor LBHÍ á Hvanneyri. MYND/JENS EINARSSON FRÉTTAMIÐLAR: www.eidfaxi.is www.hestafrettir.is www.847.is www.horse.is STOFNANIR: www.feif.org www.lhhestar.is www.holar.is www.landsmot.is www.worldfengur.is www.tamningamenn.is www.fhb.is HROSSABÚ SÝNISHORN: www.strandarhofud.is www.akurgerdi.is www.arabaer.is www.armot.is www.austurkot.is Hestamenn á netinu Rangárhöllin var formlega afhent hinn 27. júní. Nöfn á þeim sem eru á myndinni talið frá hægri: Arnar Bjarni Eiríksson, framkvæmdastjóri Landsstólpa, afhendir Kristni Guðnasyni, stjórnarformanni Rangárhallarinnar ehf., lyklana að höllinni. Á myndinni eru einnig Guðmundur Einarsson, Ómar Diðriksson og Þröstur Sigurðsson. MYND/JENS EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.