Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 30
● lh hestar 1. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR10 Erling Sigurðsson er elsti kepp- andinn á LM2008. Hann er 66 ára og hefur verið þátttakandi í öllum Landsmótum hesta- manna frá því á Skógarhólum 1958. Hann segir að aldur sé afstæður. Erling man vel eftir LM1958 á Skógarhólum. Hann var þá knapi á tveimur stökkhestum og komst í verðlaunasæti á öðrum þeirra. „Ég var með Þröst Ólafs Þór- arins sonar og Feng Birnu Nor- dal í 300 metra stökkinu. Fengur varð í öðru sæti. Ég var 16 ára og svo léttur að það þurfti að þyngja mig með blýhlunkum úr kafara- belti. Lágmarksþyngd knapa var 65 kíló með hnakk og beisli og ég þurfti sex hlunka, sem vógu eitt kíló hver. En það er nú liðin tíð,“ segir Elli og lítur til hliðar með glotti – „Þetta með þyngdarleysið á ég við!“ STEIKJANDI HITI „Það var óskaplega gott veður alla mótsdagana. Hitinn fór upp undir 30 gráður á daginn. Það var allt orðið skraufa þurrt. Á kvöldin og nóttunni lá dalalæða yfir jörðinni. Það var mikil tjaldborg, öll tjöldin á afmörkuðu svæði. Það var óskap- lega skemmtileg stemning. Mér er minnisstætt hve klæðnaður kepp- enda var misjafn. Foreldrar mínir voru leiðandi í klæðaburði hvað reiðfatnað snerti. Mamma var öll kvöld að pússa stígvél og passa að allt væri hreint og snyrtilegt. Svo voru aðrir sem létu sér bara nægja Nokia-stígvél, gallabuxur og uppábrot. Höskuldur Eyjólfsson á Hofs- stöðum reið með okkur á Þingvöll. Hann var mikill vinur foreldra minna. Hann var einn fremsti reiðmaður landsins á þeim tíma. Þetta var mikil upplifun fyrir mig, 16 ára unglinginn.“ KAFALDSBYLUR Á LM1970 „Landsmótið á Skógarhólum 1970 er náttúrlega það mót sem situr fastast í minningunni. Þá fórst Bjarni Benediktsson eins og flestir muna. Sömu nótt skall á aftakaveður; kafaldsbylur í miðj- um júlí. Hugsaðu þér! Það var ökkladjúpur snjór í hestagirð- ingunni. Tveir hestar króknuðu og drápust. Þetta var ömurlegt. Það bjargaði okkar hestum að við tókum með okkur strigaábreið- ur sem pabbi átti. Ég man hve ég var hissa þegar hann sagði mér að kippa þeim með. Það var ekki venjan um hásumar. Það eru nokkur hross sem standa upp úr í minningunni frá Landsmótum. Hrímnir frá Hrafnagili og Náttfari frá Ytra- Dalsgerði voru afbrigði hvor á sinn hátt. Ólíkir snillingar. Hlynur frá Bringu og Kristall frá Kolkuósi brutu líka blað. Sérstak- lega var það reiðmennska Eyjólfs Ísólfssonar á Hlyn sem mark- aði ákveðin þáttaskil. Dimma frá Gunnarsholti situr líka í mér. Vel tamin og fallega sýnd af Rúnu Einarsdóttur.“ ALDUR ER SPURNING UM AFSTÖÐU Erling hefur varið ófáum stund- um í að þjálfa og undirbúa keppnis- hesta. Hann er mjög nákvæmur og telur ekki eftir sér handtökin. Skeiðið hefur alltaf verið í uppá- haldi. Af þekktum gæðingum og skeiðhestum sem hann hefur verið með um dagana má nefna Frama frá Kirkjubæ, Þrótt frá Tungu- hálsi, Vana frá Stóru-Laugum og Vafa frá Hofstöðum. En er áhug- inn ekki farinn að dvína með aldr- inum? „Nei. Þetta er alltaf jafn gaman og mér finnst ég ekkert farinn að eldast,“ segir Erling. „Aldur er bara spurning um afstöðu. Mér er svo minnisstætt þegar ég var einu sinni að aðstoða gamlan Fáksmann, Ingólf Kristjánsson, þá 93 ára. Hann var mjög þakk- látur og sagði: „Þakka þér kær- lega fyrir Elli minn. Þetta á nefni- lega eftir að nýtast mér svo vel í framtíðinni.“ Og þannig líður mér. Mér finnst ég bara rétt að byrja,“ segir hinn hressi og síungi Erling Sigurðsson. Þetta er alltaf jafn gaman Erling Sigurðsson, elsti keppandinn á LM2008. MYND/JENS EINARSSON Kveðskapur hefur ætíð verið hluti af íslenskri menningu. Til forna mærðu hirðskáld konunga og jarla í kvæðum og drápum. Hetjukvæði voru dægrastytting. Enn í dag reyna skáld og hagyrð- ingar að fanga stemningu líðandi stundar í bundið mál. Á LM2008 mun fjórtán ára stúlka flytja Lands- mótsgestum kvæði sem faðir hennar orti í tilefni mótsins. Hún heitir Steinunn Arinbjarnar dóttir og er í hestamannafélaginu Fáki. Hún keppir fyrir Fák á Landsmótinu á hestinum sínum Ás frá Kára- gerði. Steinunn er nemandi við Réttarholtsskóla í Reykjavík. Hún stundar einnig nám í fiðluleik við Suzukitónlistarskólann Allegro. Faðir hennar, Arinbjörn Vilhjálmsson, er arkitekt og starfar sem skipulagsstjóri Garðabæjar. Hrossið á mynd- inni heitir Dagný frá Hlemmiskeiði 3, Kolfinns- dóttir frá Kjarnholtum. LANDSMÓT HESTAMANNA 2008 Nú komin er á keppnisvöll um kvöld á úrvalshestum sú hofmannlega hersing öll er heilsar landsmótsgestum og óskar þess að eigi þjóð hér unaðslega daga, að ríki fjör og gleði góð svo gangi allt án baga. Nú látum rætast lífsins draum sem leiddi skáldið forðum, að finna í æðum fjörsins straum sem fæst vart lýst með orðum; sem kóngar saman koma um stund án kórónu en glaðir, á sumarbjörtum sælufund við saman þéttum raðir. Og hlátrasköll og hófadyn mun hátíð þessi bjóða. Við hyllum íslenskt hestakyn, já! hestinn okkar góða. Nú lífsfákinn skal leggja á skeið svo líki mönnum öllum, og glöð svo höldum heim á leið frá Hellu á Rangárvöllum! Arinbjörn Vilhjálmsson Fjórtán ára flytur kvæði Steinunn ásamt Arinbirni föður sínum. MYND/JENS EINARSSON Gaman verður í Húsasmiðjugarð- inum á Landsmóti hestamanna. Hér er brot af því sem við ætlum að gera með þér: Komdu í ratleiki með okkur! Hefur þú séð víkinga skylmast? Það er líka gaman að dunda bara inní tjaldi Stelpum og strákum finnst gaman í fótbolta í sveitinni. Lista- og leiksmiðjur... og flottur smíðavöllur. Viltu fara á hestbak? Eða ertu kannski lestrarhestur? Rólur, sandkassar, rennibrautir og trampólín og fleira. Svo er gaman að leika sér í hey- böggum ...eða bara að blása á fífur. Hvað ætli séu mörg fífufræ á einum stöngli? Húsdýr verða í garðinum og svo koma mjög skemmtilegir gestir í heimsókn. Halla og Gulli syngja lög úr vin- sæla söngleiknum Abbababb! Búri og Bína syngja skemmtileg lög með ykkur – lög sem allir kunna! SÖNGVAKEPPNI LANDSMÓTS Ertu góður söngvari? Jónsi og Einar Örn úr hljómsveitinni Í svörtum fötum stýra söngvakeppni á laug- ardeginum. Sigurvegarinn fær að troða upp á kvöldvökunni á Lands- móti... fyrir framan fleiri þúsund áhorfendur. Slærð þú í gegn? MUNIÐ ÞIÐ EFTIR ÞVÍ HVAÐ SKÓLA HREYSTIN VAR SKEMMTILEG Í VETUR? Nú er það Landsmótshreysti með Jónsa! Allur tækjakostur verður settur upp í Húsasmiðjugarðin- um og við gerum armbeygjur, þol- fimi æfingar, hoppum og skoppum, hlaupum og lyftum! Sveppi mætir í stuði og segist ætla að vinna! En við erum nokkuð viss um að allir sem taka þátt verði sigurvegarar í Landsmótshreystinni 2008! Það verður svo margt um að vera í Húsasmiðjugarðinum að við komum því ekki fyrir á þess- um síðum en þegar þú mætir á Landsmót færðu ítarlega dagskrá og færð að vita nákvæmlega hve- nær þetta allt verður í boði! Barnadagskrá Jón Jósep Snæbjörnsson mætir í Húsa- smiðjugarðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, lætur sjá sig. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.