Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 32
● lh hestar 1. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR12 Hestamiðstöðin Dalur er gamalgróið nafn í hesta- mennskunni. Hún var stofnuð 1978. Þar hafa starfað margir af bestu tamningamönnum okkar. Aðaltamningamaður og bústjóri í dag er Halldór Guðjónsson frá Kirkjubæ. HROSSARÆKT OG SKÓGRÆKT Dalur er hluti af hrossaræktar- búinu Dallandi, sem er í eigu Gunnars B. Dungal, sem átti og rak bóka- og ritfangaverslanir Pennans – Eymundssonar í ára- tugi, og Þórdísar Öldu Sigurðar- dóttur, myndlistarmanns. Búið er ekki byggt af neinum vanefn- um. Þau hjónin lagt mikinn metn- að í það og hrossaræktin hefur borið árangur. Hross frá Dallandi eru oftar en ekki í fremstu röð. Frægasti gæðingur frá búinu er án efa Ormur frá Dallandi, sem varð efstur alhliða gæðinga á LM2000. Einnig er þekktur Nátt- hrafn frá Dallandi sem kemur inn á LM2008 með þriðju hæstu einkunn ársins í tölti. En Gunnar og Þórdís hafa ekki síður lagt metnað í að rækta garðinn sinn – og það í eiginlegri merkingu! Dalland er tvímæla- laust eitt fegursta býli lands- ins. Það er í litlu dalverpi í Mos- fellsbæ. Þar er mikill og fagur trjágróður sem þau hjónin hafa ræktað. Trén sem þau hafa plant- að um dagana skipta tugum þús- unda. Mitt í þessum sælureit er lítil tjörn og á bakka hennar stendur íbúðarhús þeirra hjóna. Hestamiðstöðin er aðeins spöl- korn þar frá. Þar er aðstaðan með því besta sem gerist í dag: Rúm- góð hesthús, reiðhöll, hringgerði og útigerði. ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Í DALLANDI Háttsettir embættismenn og þjóðhöfðingjar hafa ófáir heim- sótt þetta fallega hrossabú. Má þar nefna Jóhann Karl Spánar- konung, Johannes Rau, forseta Þýskalands, Oscar Luigi Scal- faro Ítalíuforseta og Elísabetu Englandsdrottningu. Og nú síð- ast Friðrik krónprins í Danaveldi og hin ástralska kona hans, Mary krónprinsessa. Þar er engum í kot vísað. Dalland er fallegt and- dyri hestamennsku á Íslandi. AÐ SKAPA OG RÆKTA Sama er hvar borið er niður. Þörf- in fyrir að skapa og rækta blas- ir allstaðar við. Sama hvort það er heimilið, vinnustofa Þórdís- ar, útihúsin, túnin eða úthagarn- ir. Þegar Gunnar og Þórdís fluttu að Dallandi árið 1975 var þar ekki hríslu að sjá. Það var óralangt til Reykjavíkur og oft bras að kom- ast í vinnuna. Gamli Saabinn sat oft fastur. Nú er öldin önnur. Erf- iðið hefur borið ávöxt. Með elju og dugnaði hafa þau látið draum sinn rætast: Að eiga sælureit í sveitinni! Gróskumikil ræktun í Dallandi Dalland er fagurt býli eins og sjá má á þessari mynd. MYND/ANNA MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR Gunnar og Þórdís fyrir framan heimili sitt á Dallandi. MYND/JENS EINARSSON Fallegt sumarkvöld við tjörnina. Þetta fallega smáhýsi var á sínum tíma turn á tré- smiðju Völundar í Reykjavík. MYND/JENS EINARSSON Ormur frá Dallandi tekinn til kostanna. Knapi Þórdís Alda Sigurðardóttir. MYND/ANNA FJÓLA GÍSLADÓTTIR J Á R N I N G A V Ö R U R F A G M A N N S I N S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.