Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 42
18 1. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR SYDNEY POLLACK LEIKSTJÓRI FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1934 „Ég kann ekki að meta mynd- ir sem ég hafði gaman af því að gera. Ef myndin er góð, þá var líka fjári erfitt að gera hana.“ Sydney Pollack fæddist í Indiana í Bandaríkjunum árið 1934. Hann var leikstjóri, leikari, framleið- andi og rithöfundur og gerði yfir 40 myndir. Pollack lést 26. maí síð- astliðinn. Fyrsta vasadiskóið, Walkman, frá Sony kom á markaðinn í Japan þennan dag árið 1979. Það var Nobutoshi Kihara sem hannaði tækið fyrir forstjóra fyrirtækisins sem vildi geta hlustað á óper- ur á tíðum flug- ferðum sínum yfir Kyrrahafið. Fyrsta vasa- diskóið var blátt og grátt á lit og því fylgdu tvö pör af heyrnartólum. Enn frem- ur var hægt að ýta á svokallað- an „hotline“ takka sem gerði fólki kleift að tala saman yfir upptökuna á kassettunni. Þess- ir eiginleikar voru teknir út úr næstu útgáfu vasadiskós- ins. Fyrsta vasadiskóið, kallað Stereo belt, var þó fundið upp 1972 af þýsk- brasilískum manni að nafni Andreas Pavel. Hann sótti um einkaleyfi á því og hefur lengi staðið í mála- ferlum við Sony um hver átti upphaflegu hugmyndina. Árið 2003 var loksins kveðinn upp dómur um að hann hefði verið uppfinningamaður tækisins. ÞETTA GERÐIST: 1. JÚLÍ 1979 Vasadiskó markaðssett „Keldur eru einn af merkustu torfbæj- um Íslands sem enn eru uppistand- andi,“ segir Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðsstjóri rannsókna- og varðveislu- sviðs Þjóðminjasafns Íslands. Safnið er að opna torfbæinn aftur eftir langa bið. „Viðgerðum sem staðið höfðu lengi yfir lauk árið 1999. Síðan skemmdist bærinn í jarðskjálftanum árið 2000 og við höfum verið að vinna að því síðan að koma bænum í gott horf aftur. Núna hefur ákveðnum viðgerðaráfanga verið lokið svo hægt er að bjóða gest- um þarna inn aftur, þó ekki sé hægt að segja beint að viðgerðum sé lokið því torfbæir þurfa alltaf viðhald og við- gerðir.“ Bærinn hefur verið í vörslu Þjóð- minjasafnsins frá árinu 1947 þegar síðast var búið í torfbænum. Keldur samanstanda af rúmlega 20 bygging- um, bæði bæjar- og útihúsum, svo sem skemmu, smiðju, hjalla, hesthúsi, hlöðu, lambhúsi og myllukofa. „Ummerki eru um að búið hafi verið á Keldum frá 13. öld. Líkur eru á því að skálinn á bænum sé að einhverju leyti frá miðöldum og er hann því eitt af elstu uppistandandi húsum á Íslandi. Þar er að finna mjög forna byggingagerð, meðal annars fornt stafverk. Á syllu eina er rist ár- talið 1641 þó að við höfum engar frek- ari heimildir sem staðfesta dagsetn- inguna.“ Enn fremur liggja jarðgöng úr skálanum sem talin eru frá 11. til 13. öld og voru líklega undankomuleið á ófriðartímum. „Síðan eru þarna nýrri byggingar frá lokum 19. aldar og eldhús bættist við árið 1914. Eins og sjá má þá eru svona bæir alltaf í þróun, segja má að þetta séu lifandi byggingar.“ Keldur eru meðal stærstu torfbæja sem varðveist hafa á Suðurlandi og er einn þeirra bæja sem koma sterk- lega til greina á umsókn á heimsminja- skrá Unesco. „Bærinn hefur vissa sér- stöðu, bæði vegna þess hversu vel forna byggingagerðin hefur varðveist en líka vegna þess hversu vel heildin og menningarlandslagið í kring hefur haldist, það er að segja þessi heild- stæðu bæjarhús og síðan útihúsin sem tengjast lífinu á bænum.“ Keldur verða opnar almenningi alla daga í sumar frá klukkan 10 til 17. mariathora@frettabladid.is KELDUR Á RANGÁRVÖLLUM: BÆRINN OPINN ALMENNINGI EFTIR LANGA BIÐ Lifandi byggingar á Keldum Á HEIMSMINJASKRÁ UNESCO Keldur eru einn þeirra bæja sem koma sterklega til greina á umsókn fyrir heimsminjaskrá Unesco. LOKSINS OPINN ALMENNINGI Torfbæir þurfa stanslaust viðhald, að sögn Önnu Lísu Rúnars- dóttur. Keldur hafa loksins verið opnaðar almenningi aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN timamot@frettabladid.is Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Ástu Bjarnadóttur Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis Hraunbúða og Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Bjarni Gunnarsson Ólína Magný Brynjólfsdóttir Súsanna Þórhallsdóttir Rúnar Jósefsson Sigríður Friðrikka Þórhallsdóttir Einir Ingólfsson Ásta Þórhalla Þórhallsdóttir Sigurður Reed Ásþór Guðmundsson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Magnúsar Jónssonar frá Kambi, Tunguvegi 84. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð fyrir góða umönnun. Guðlaug Bergþórsdóttir Bergþóra B. Magnúsdóttir Jón Hjaltalín Magnússon Sonja Guðmundsdóttir Karl Georg Magnússon Sigrún Sighvatsdóttir Þórdís Magnúsdóttir Hlynur Ólafsson Stefán Magnússon Kristín Svavarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengamóður, ömmu og langömmu, Sigríðar Guðmundsdóttur Bræðraborgarstíg 41 í Reykjavík, áður til heimilis að Esjubraut 7, Akranesi. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks á deild 7B á Landspítala Fossvogi. Haraldur Hafsteinn Helgason Margrét Gísladóttir Hulda Hafdís Helgadóttir Valdimar Sólbergsson Guðmundur Helgi Helgason Anna María Guðmundsdóttir og ömmubörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför Ástu Sóleyjar Lárusdóttur Hallveigarstíg 9, Reykjavík. Jónína Lára Einarsdóttir Guðmundur Örn Ragnarsson Bjartmar Orri Arnarson Brynjar Frosti Arnarson Jökull Tandri Arnarson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Valgerður Guðrún Einarsdóttir lést miðvikudaginn 18. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Lúðvík Gizurarson Dagmar S. Lúðvíksdóttir Trausti Pétursson Dóra Lúðvíksdóttir Einar Gunnarsson Einar Lúðvíksson Georgina Anne Christie og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hilmar Þór Björnsson fv. útgerðarmaður, Árskógum 8, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi, laugardaginn 28. júní. Útför hans verður auglýst síðar. Magnús Þór Hilmarsson Björn Ingþór Hilmarsson Birna Katrín Ragnarsdóttir Hilmar Þór Hilmarsson Þórunn Arinbjarnardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, Jón Ólafsson frá Kirkjulæk, sem andaðist á líknardeild Landspítalans aðfaranótt 24. júní verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð fimmtudaginn 3. júlí kl. 11.00. Ingibjörg Elfa Sigurðardóttir Sveinbjörg Jónsdóttir Signý Rós Jónsdóttir Samúel Ingi Guðmundsson Ómar Smári Jónsson Andri Geir Jónsson Agnes Helga Steingrímsdóttir Patrik Þór Leifsson María Jónsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Jón Sigurgrímsson frá Holti, Seftjörn 12, Selfossi, lést sunnudaginn 29. júní á húkrunarheimilinu Ljósheimum, á Selfossi. Jóna Ásmundsdóttir Unnur Jónsdóttir Guðmundur S. Halldórsson Ásmundur Jónsson Ufuoma Overo Tarimo Guðlín K. Jónsdóttir Ingveldur B. Jónsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Ólafur Unnarsson Sigurgrímur Jónsson og barnabörn. Elskuleg frænka okkar, Ragnhildur Þorvarðardóttir frá Dalshöfða, Vallarbraut 2, Reykjanesbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 27. júní sl. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 4. júlí kl. 11.00. Ragnar Hauksson Eygló Alexandersdóttir Sigríður Hauksdóttir Pálína Hauksdóttir Grétar Ævarsson og aðrir vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.