Fréttablaðið - 02.07.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 02.07.2008, Qupperneq 1
Gríðarleg olíuverðshækkun | Hráolíuverð hefur ekki hækkað meira á einum ársfjórðungi í rúm níu ár eða síðan á fyrsta ársfjórð- ungi árið 1999. Frá byrjun apríl hefur olíuverð hækkað um 34 pró- sent, segir greining Kaupþings. Júní sá versti í 80 ár | Júnímán- uður var sá versti í Bandaríkjun- um frá því í kreppunni miklu árið 1930. Áhættufælni fjárfesta hefur farið vaxandi sem helst í hendur við slæmar fréttir af gangi efna- hagsmála á Vesturlöndum, aukn- ar afskriftir innan fjármálageir- ans og síhækkandi olíuverð, segir greining Kaupþings. Bandarísku hlutabréfavísitölurnar hafa ekki verið lægri síðan á haustdögum 2006. Metverðbólga á evrusvæði | Verðbólga á evrusvæðinu mæld- ist fjögur prósent á ársgrundvelli í júní samkvæmt bráðabirgðamati Eurostat, evrópsku hagstofunn- ar. Fram kemur í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis að verð- bólgan hafi ekki verið meiri á svæðinu í 16 ár. Búist er við því að Seðlabanki Evrópu hækki stýri- vexti sína um 0,25 prósent á næsta vaxtaákvörðunarfundi en þeir hafa haldist óbreyttir í 4 pró- sentum í heilt ár. Óbreyttir stýrivextir | Seðla- banki Bandaríkjanna tilkynnti um óbreytta 2 prósenta stýrivexti í lið- inni viku. Lauk þar með samfelldu vaxtalækkunarferli bankans sem hófst í september á síðasta ári. 1413 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 2. júlí 2008 – 27. tölublað – 4. árgangur 2 Veffang: H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Veltan í Kauphöllinni það sem af er ári hefur aldrei verið meiri. Á fyrstu sex mánuðunum nam velt- an 4.290 milljörðum króna, sem er næstum þriðjungi meira en á síðari hluta síðasta árs. Langmest velta er með skulda- bréf, en hún nemur fjórum fimmtu af heildarveltunni. Virði kauphallarfélaga hefur annars rýrnað gríðarlega mikið það sem af er ári. Seinustu þrjá mánuðina, á öðrum fjórðungi árs- ins, hefur virði skráðra félaga rýrnað um 250 milljarða króna. Mest minnkaði virði Landsbank- ans, um ríflega 70 milljarða króna. Exista lækkaði í verði um 40 milljarða á tímabilinu, Kaupþing um tæpa 30 milljarða, Glitnir um rúma 27 og Bakkavör um tæpa 26 milljarða króna. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um næstum þriðjung frá áramót- um og um næstum fimmtíu pró- sent undanfarið ár. Úrvalsvísital- an náði sínu hæsta gildi 18. júlí í fyrra og var þá 9.016,5 stig. Hún var 4.268 stig um miðjan dag í gær. - ikh Mesta veltan og mesta tapið Stjórn Persónuverndar hefur ákveðið að framvegis verði fyrir- tækjum óheimilt að útbúa svo- nefnda „svarta lista“ án leyf- is stofnunar- innar. Sigrún Jó- hannesdóttir, forstjóri Per- sónuverndar, segir að nokk- uð um að gerð- ar séu ýmsar vanskilaskrár, þar sem bent er á tiltekna einstaklinga sem fyrirtæki skuli vara sig á. „Nú er búið að ákveða að svona sé háð leyfi,“ segir Sig- rún. Hún tekur fram að þetta eigi ekki við vanskilaskrá Láns- trausts, enda hafi hún þegar starfsleyfi frá stofnuninni. Sigrún segir að ýmsir hafi hald- ið slíka svarta lista. „Til dæmis er algengt innan bankakerfisins að svona skrár séu búnar til.“ Sigrún segir að enginn hafi enn sem komið er sótt um að vinna svartan lista, enda séu þessi tíð- indi nýskeð. - ikh Svartir listar leyfisskyldir SIGRÚN JÓHANNES- DÓTTIR Forstjóri Persónuverndar. Björn Ingi Hrafnsson viðskiptaritstjóri Alvarlegur eiginfjárbruni vegna falls krónunnar og ofurvaxta ógna atvinnufyrirtækjum og heimil- um,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, á fundi Skuggabankastjórnar Markað- arins. „Stefnan í peningamálum hefur reynst gagns- laus, jafnvel verri en engin og tímabært að horfast í augu við það. Háir vextir hafa ekki megnað að koma í veg fyrir fall krónunnar, einhver önnur öfl virðast vera þar að verki.“ Skuggabankastjórnin vill lækka stýrivexti um 25 punkta, eða niður í 15,25 prósent. Seðlabankinn kynnir ný Peningamál og ákvörðun um stýrivexti á morgun. Ingólfur Bender hjá greiningu Glitnis segir verð- bólguna komna til af erlendum þáttum, það er láns- fjárkreppunni og hækkun hrávöruverðs. „Seðla- bankinn hefur engin áhrif á þessa tvo þætti. Það er beinlínis skaðlegt fyrir hagkerfið að hann berjist á móti þeim með háu vaxtastigi,“ segir hann. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir verulega hættu á mjög harðri lendingu og mikilvægt sé að róa að því öllum árum að sporna við því. „Jafnframt verðum við að búa þannig í haginn að hagvöxtur geti aukist sem fyrst á ný,“ segir hann. „Við þessar aðstæður teldi ég ekki heppilegt og jafnvel skaðlegt að halda vöxtum óbreyttum, ég tala nú ekki um að hækka þá. Það væri eins og að sparka í liggjandi mann,“ bætir hann við. Þórður telur að skýra þurfi betur peninga- og efnahagsstefnuna. Hvernig við ætlum að fara gegn- um þessa hagsveiflu og hvað eigi svo að taka við. Bæði heimamenn og útlendingar séu áttavilltir í þeim efnum og viti ekki hvert förinni er heitið. Edda Rós Karlsdóttir tekur undir þau sjónarmið að komin séu fram skýr merki um viðsnúning. Hún segir raunar að hin alþjóðlega kreppa magni upp hraða þessa viðsnúnings. Þess vegna sé þess ekki langt að bíða að lækka megi vexti. Enn sé verð- bólga þó á uppleið og því þurfi að stíga afar var- lega til jarðar. „Ég vonast til þess að hægt verði að lækka vexti nokkuð hratt, jafnvel frá og með septembermán- uði,“ segir hún. „Það er þess vegna of snemmt að lækka vexti strax, betra að bíða aðeins og hafa varann á. Alþjóðleg matsfyrirtæki fylgjast hér með hverju fótmáli okkar og við megum alls ekki við vítahring sem gæti skapast af endurtekn- um lækkunum á lánshæfi þjóðarinnar og helstu fyrirtækja.“ Skuggabankastjórnin vill 25 punkta lækkun Ólafur Ísleifsson segir peningamálastefnuna gagnslausa. Edda Rós Karlsdóttir vill bíða með vaxtalækkun, en Þórður Friðjónsson og Ingólfur Bender hafa áhyggjur af áhrifum hárra vaxta. Íbúðalánasjóður Bankarnir gætu átt rétt á skaðabótum Upptaka evrunnar Kostir og gallar Sjóðsstjórinn Hljóp rúma 500 km í maí ...við prentum! Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.