Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 2. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R 5,5% 16,2%15,9%13,8%13,5%11,7% 5,0% 10,2%8,2% 1 2 3 4 5 6 7 8 9 1 Ýmis smávara 2 Íþróttavörur 3 Aðrir safnmunir, til dæmis vín, antík og mynt 4 Heilsa 5 Lúxus neysluvörur 6 Lúxus ferðalög 7 Skartgripir 8 Listmunir 9 Lúxus faraskjótar t.d. Bílar, bátar, flug- vélar N E Y S L A A U Ð M A N N A Á L Ú X U S V Ö R U M Ingimar Karl Helgason skrifar „Atvinnuleysið er að síga svolítið af stað, en það er minna en við bjuggumst við enn sem komið er, góðu heilli,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar. Fram kemur í skýrslu stofnunarinnar um stöðu og horfur á vinnumarkaði um mitt árið, að nú sé ljóst að samdráttur í efnahagslífinu, sem teikn hafi verið um undanfarna mánuði, sé nú að byrja að koma fram í atvinnuleysistölum. Stofnunin gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi í júní nemi 1,2 prósentum og aukist nokkuð frá í maí, þegar það mældist eitt prósent. Um 2.300 manns hafi verið án vinnu í mánuðinum. Bent er á að at- vinnuleysi hafi aukist nær eingöngu á höfuðborgar- svæðinu, úr 0,8 prósentum í 1,1 í síðasta mánuði, en atvinnuleysi á landsbyggðinni sé nánast óbreytt, 1,4 prósent. „Yfirleitt eru umsvifin mest yfir sumarmánuðina og það er ekki við því að búast að atvinnuleysið fari af stað að ráði fyrr en í haust,“ segir Gissur. Stofnunin bendir á ýmsar hópuppsagnir undan- farnar vikur, sem komi til framkvæmda á haust- mánuðum. Fram hefur komið í fréttum að um 800 manns hafi verið sagt upp í hópuppsögnum það sem af er ári. Eitthvað hefur verið um gjaldþrot, bæði í bygg- ingariðnaði og fiskvinnslu, en ekki svo að það hafi reynt verulega á ábyrgðarsjóð launa. Vinnumála- stofnun bendir á að nokkuð sé um að sérfræðing- ar eða fólk með mikla reynslu fái ekki vinnu. Það bendi til þess að fyrirtækin haldi að sér höndum við ráðningar. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir um tveggja prósenta atvinnuleysi um áramót. Meðalatvinnu- leysi næsta árs verði um þrjú prósent, en spáin sé mikilli óvissu háð. Hún velti meðal annars á alþjóðlegri þróun efnahagsmála, eldsneytisverði, uppbyggingu virkjana og stóriðju, auk vaxta- og gengis þróunar. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að er- lendum ríkisborgurum á íslenskum vinnumark- aði fækki um þrjú þúsund á árinu. Þeir séu nú um sextán þúsund, en verði þrettán þúsund í lok árs. Enn sé nokkuð um nýskráningar útlendinga. 2.500 hafi verið skráðir á fyrri hluta ársins, en það sé minna en í fyrra. Þá hafi jafn mörg E-vottorð verið gefin út á fyrstu fimm mánuðum ársins og allt árið í fyrra, um tólf hundruð. Vottorðin eru gefin út til handa erlendum ríkisborgurum til staðfestingar því að þeir hafi unnið hér á landi og aflað sér rétt- inda almannatrygginga í heimalandi sínu. Stofnunin telur að stór hluti þeirra sem hingað hafa komið undanfarin tvö ár, hafi komið til tíma- bundinnar dvalar og hyggist ekki setjast hér að. Flestir starfi í byggingariðnaði og í þjónustugrein- um. Hins vegar hafi þeir sem starfi við fiskvinnslu frekar sest hér að. Samdrátturinn sést í atvinnuleysistölum Samdráttur í efnahagslífinu er farinn að sjást í tölum um atvinnuleysi. Útlendingum á vinnumarkaði fækkar um 3.000 í ár. Atvinnuleysi eykst mest á höfuðborgarsvæðinu. KONUR VIÐ FÆRIBANDIÐ Vinnumálastofnun segir að erlent fiskvinnslustarfsfólk setjist frekar að hér á landi en starfsfólk í byggingariðnaði og þjónustugreinum. MARKAÐURINN/GVA Samkvæmt nýjum lista yfir auðugasta fólk heims árið 2007 kemur fram að 10,1 milljón ein- staklinga um heim allan á meira en eina milljón dala í eignum. Fjölgaði einstaklingum á listan- um um sex prósent frá árinu 2006 og var mestur vöxtur í Indlandi, Kína og Brasilíu. Í skýrslunni er sérstaklega skrifað um grænan vöxt og aukna umhverfisvitund fjárfesta. Talað erum að græn fjárfesting hafi aukist um 41 prósent frá árinu 2005 og sérstaklega hafi fjár- festing í sólar- og vindorku auk- ist til muna. Samkvæmt niðurstöðu skýrsl- unnar fjölgaði einnig ofurauðug- um einstaklingum, sem eru ein- staklingar sem búa yfir meira en 30 milljónum dala í eignum. Þrátt fyrir hnignandi efna- hagsaðstæður á síðari hluta árs- ins 2007 jókst neysla ofurauð- ugra einstaklinga á lúxusvörum um 6,2 prósent á milli áranna 2006 og 2007. Ofurauðugir taka sér ýmislegt fyrir hendur og fjárfesta í margs konar leikföngum ríka fólks- ins. Vinsælast er að fjárfesta í bátum, einkaþotum og bifreiðum sem samanstanda af um 16,2 pró- sentum af eyðslu í lúxusvörur. Skammt á eftir koma listmunir og skartgripir með 15,9 prósent. Ofurauðugir virðast hafa minnstan áhuga á ýmsum smá- munum og íþróttatengdum vörum því einungis fimm pró- sent útgjalda þeirra í lúxusvörur fara í hvorn flokk. - bþa Lúxuslíf þrátt fyrir kreppu Bjórrisinn InBev ætlar að standa fast á óvinveittu yfir- tökutilboði sínu í bandaríska drykkjavörurisann Anheuser- Busch þrátt fyrir að stjórn fórn- arlambsins hafi vísað því út af borðinu. Stjórn Anheuser-Busch segir tilboðið ekki endurspegla raun- virði fyrirtækisins og hefur gripið til aðgerða til að draga úr rekstrarkostnaði. Tilboðið hljóðar upp á 65 dali á hlut, samanlagt upp á 46 millj- arða Bandaríkjadala. Það gerir 3.600 milljarða íslenskra króna. Bandarískir fjölmiðlar reikna ekki með stuðningi við tilboðið vestanhafs og vitna til þess að Anheuser-Busch snerti taugar í bandarískri þjóðarsál. - jab Barist um bjórinn Chris Ronnie, forstjóri bresku íþróttavörukeðjunnar JJB Sports, og kaupsýslumaðurinn Nabeel Chowdery, sem hagn- ast hefur á fasteignaverkefn- um, eru orðaðir við hugsanlega yfirtöku á breska úrvalsdeildar- félaginu Blackburn Rovers. Ronnie, sem heldur utan um 29 prósenta hlut í JJB Sports í félagi við Existu, er talinn hafa þegar rætt við eigendur félags- ins en þeir ekki náð saman. Knattspyrnufélagið er í eigu félags sem breska Walker-fjöl- skyldan á og vill nú selja. Bresk dagblöð höfðu eftir Chowdery um helgina að mats- verðið sé 40 milljónir punda, jafnvirði 6,3 milljarða króna. Fjölskyldan vilji hins vegar fá 20 milljónum pundum meira. Breski miðillinn Sunday People sagði um helgina orðróm á kreiki um að íslenskir fjárfest- ar taki þátt í kaupunum en nefn- ir enga á nafn. - jab KNATTSPYRNUSTJÓRINN Paul Ince var fyrir skömmu skipað- ur í starf knattspyrnustjóra hjá Blackburn. Liðið vermir sjöunda sæti Úrvalsdeildarinnar. MARKAÐURINN/ NORDIC PHOTOS/GETTY Skoða kaup á Blackburn Efnahagslægðin og þrenging- ar á fjármálamörkuðum munu vara lengur en reiknað hefur verið með. Lægðin verður sömuleiðis dýpri en í fyrstu var ætlað. Á sama tíma gætu seðlabankar heimsins þurft að hækka stýrivexti til að sporna við því að verðbólga aukist. Reiknað er með því að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti um 25 punkta á morgun. Þetta er álit Alþjóðagreiðslu- bankans (e. Bank for Inter- national Settlements) og birt er í ársskýrslu hans í viku- byrjun. Í skýrslunni segir að þótt útlit sé fyrir að það versta sé nú þegar yfirstaðið í þeim vandræðum sem skekkt hafi stoðið fjármálakerfisins þá sé ekki víst að það sama eigi við um alþjóðahagkerfið sem hafi keyrt áfram á skuldasöfnun á góðæristímum. Skýrsla bankans þykir hafa nokkra vigt, að sögn breska dagblaðið Guardian, sem jafn- framt bendir á að bankinn hafi bent á það á síðasta ári að meiri þrengingar væru yfirvofandi en menn ættu von á. - jab Þrengingar vara lengi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.