Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 2. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR8 S K U G G A B A N K A S T J Ó R N Í mínum huga blasir við að alvarleg vá steðjar að íslensku efnahagslífi og virðist sem Ísland sæti þyngri búsifjum en mörg önnur ríki vegna hinnar alþjóðlegu lána- kreppu. Alvarlegur eiginfjárbruni vegna falls krónunnar og ofurvaxta ógnar atvinnu- fyrirtækjum og heimilum,“ segir Ólafur Ísleifsson í upphafi fund- ar og kveður fast að orði: „Stefn- an í peningamálum hefur reynst gagnslaus, jafnvel verri en engin, og tímabært að horfast í augu við það. Háir vextir hafa ekki megnað að koma í veg fyrir fall krónunnar, einhver önnur öfl virðast vera þar að verki.“ Ólafur ítrekar að af þessum sökum sé mikilvægt að koma með táknræna aðgerð; hefja strax lækk- un stýrivaxta með það fyrir augum að geta stigið önnur og stærri skref síðar. Hann telur óhugsandi að hækka vexti, segir um þann möguleika að það væri mjög mikið óhappaverk. „Um leið þarf að styrkja gjald- eyrismarkaðinn meðal annars með því að fá erlenda banka, til dæmis öflugan norrænan banka, til að taka að sér viðskiptavakt með krónuna og styrkja verðmyndun á gengi hennar. Stjórnvöld þurfa að senda frá sér skilaboð um að í peningamál- um verði leitað nýrra leiða með því að styrkja tengslin við Evrópu og leita eftir því af fullum þunga að Ísland, sem aðili að Evrópska efnahagssvæð- inu, eigi bakhjarl í evrópska seðlabankanum með gjaldmiðlaskiptasamningum við Seðla- banka Íslands. Ríkisstjórnin verður að marka trúverðuga efnahagsstefnu og senda skýr skilaboð um að þeirri ógn sem fyrirtækjum og heimilunum í landinu stafar af þessum aðstæðum verði af- stýrt. Fyrsta skrefið hlýtur að felast í ákvörð- un um að hagnýta þau sóknarfæri sem orku- skortur í heiminum færir okkur og hætta að tvístíga í því máli. Samhliða þarf raunhæfa áætlun um að Ísland fullnægi Maastricht- skilyrðunum sem er viðurkennt heilbrigð- isvottorð fyrir efnahagslífið og um leið for- senda fyrir mögulegri aðild að Evrópusam- bandinu og upptöku evrunnar,“ segir Ólafur enn fremur. HÁIR VEXTIR BEINLÍNIS SKAÐLEGIR „Verðbólgan er fyrst og fremst til komin af erlendum þáttum í augnablikinu, það er láns- fjárkrísunni og hækkun hrávöruverðs. Seðla- bankinn hefur engin áhrif á þessa tvo þætti. Það er beinlínis skaðlegt fyrir hagkerfið að hann berjist á móti þeim með háu vaxtastigi og hann á að hafa bæði svigrúm innan núverandi reglna og almennan skilning bæði stjórnvalda, atvinnulífsins og heimilanna í landinu til að horfa framhjá þeim. Að því tilskyldu aðgerð- irnar séu vel útskýrðar ættu verðbólguvænt- ingar ekki að aukast þó svo að hann taki þessa ákvörðun nú. Almenningur hér á landi virð- ist hafa allgóðan skilning á mismunandi rótum verðbólgu, enda skiptir verðbólgu þróun hag heimilanna miklu máli sakir útbreiðslu verð- tryggðra lána. Má færa rök fyrir því að það leiði til þess að myndun verðbólguvæntinga sé með nokkuð öðrum hætti hér en víða erlend- is,“ segir Ingólfur Bender. Hann telur að standa þurfi vörð um gengi krónunnar um þessar mundir, enda hafi hún veikst hratt undanfarið og standi veik. „Seðla- bankinn þarf með aðgerðum sínum að huga að stöðu hennar. Þar þarf að taka tillit til þess að gengisfarvegur peningastefnunnar að verð- bólgunni við þær aðstæður sem nú eru uppi á markaði fyrir gjaldeyrisskiptasamninga og á erlendum lánamörkuðum er lokaður. Háir stýrivextir hafa lítið sem ekkert að segja um stöðu krónunnar nema vaxtamunur við út- lönd verði virkur á nýjan leik. Huga þarf því að öðrum leiðum. Þar hafa afar jákvæð skref til eflingar gjaldeyrisforðans verið stigin og I N G Ó L F U R B E N D E R N I Ð U R S T A Ð A : L Æ K K A S T Ý R I V E X T I U M 0 , 2 5 % N I Ð „Alvarlegur eiginfjár- bruni vegna falls krón- unnar og ofurvaxta ógnar atvinnufyrir- tækjum og heimilum... Stefnan í peningamál- um hefur reynst gagns- laus, jafnvel verri en engin, og tímabært að horfast í augu við það. Háir vextir hafa ekki megnað að koma í veg fyrir fall krónunnar, einhver önnur öfl virð- ast vera þar að verki.“ Ólafur Ísleifsson „Ég tel ré bólguhor merki er Edda Rós bankans. „Staða frekari v tækja og Við núve erlendra Vaxtalæk eyrisforð lega trúv ráð fyrir næsta m hafi gjald L „Ég hefði viljað sjá bankann lækka vexti núna. Legg ég til 25 punkta lækkun í því sambandi og meira síðar á árinu þegar ljóst er hvernig markaðir og hagkerfið í heild taka í þetta fyrsta skref í nokkuð hröðu vaxtalækkunarferli sem stæði út næsta ár,“ segir Ingólfur Bender. „Eftirspurnin í hagkerfinu er að dragast hratt saman og þarf Seðlabankinn ekki að hjálpa þar. Samdrátturinn er sýni- legur bæði í útgjöldum heimilanna og fjárfestingum fyrir- tækjanna. Þó að atvinnuleysi hafi ekki stigið að ráði er mikið komið fram af uppsögnum og stutt í að atvinnuleysið aukist. Með því að halda vöxtum þetta háum er hætta á að bankinn keyri hag- kerfið niður í óþarflega mikla lægð sem gæti reynst erfitt að vinna það upp úr. Slíkt ástand viljum við síst af öllu sjá.“ Samdrátturinn er sýnilegur Vill senda skýr skilaboð um að hafið sé vaxtalækkunarferli Annar fundur er settur í Skuggabankastjórn Markaðarins. Síðast var ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans sú sama og Skuggabankastjórnin hafði komist að, en hvað er líklegt að gerist nú? Getur verið að stefna okkar í peningamálum hafi reynst verri en engin? Björn Ingi Hrafnsson viðskiptaritstjóri sat fundinn á Hótel Holti og ritaði fundargerð. N I Ð U R S T A Ð A N : Vaxtalækkun um 0,25% Skugga- bankastjórn- in starfar fyrir opnum tjöldum. Fundargerð hennar ligg- ur fyrir og þess vegna er auðvelt að sjá hvaða sjónar- mið liggja að baki ákvörð- unum hennar. Niðurstaða þessa annars fundar Skugga- bankastjórnarinnar er lækkun stýrivaxta um 0,25%, eða niður í 15,25% stýrivexti. Þeir Ólafur Ísleifsson og Ingólfur Bender vildu fara þá leið og verða ofan á með þá niðurstöðu. Þórður Friðjónsson vildi lækka vexti enn frekar, eða um 0,5%, en Edda Rós Karlsdóttir taldi óvarlegt að lækka vexti strax, vildi bíða þar til fram í september. Öll telja þó ferli vaxtalækkana fram undan og ekkert þeirra talaði fyrir hækk- un stýrivaxta þrátt fyrir blikur á lofti í efnahagsmálum og óhagstæða þróun verð- bólgunnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.