Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI í sumarskapiFIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 Rómantísk afdrepUm landið allt BLS. 4 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Jóhannes Þorleiksson, verkfræðinemi og trompet leikari, heldur mikið upp á æfingadans- skó sem hann fann sér á netinu. „Ég er búinn að sprikla á þessum skóm salsa, boogie woogie og lindy hop. Þeir hafa reynst mér ákaflega vel og gert lífið mitt talsvert auðveldara á dansgólf- inu,“ segir Jóhannes um eftirlætis fatnaðinn sinn sem eru æfingadansskór frá merkinu Bloch Sk eru nokkurra mánaði þetta er alveg eðlilegt,“ segir Jóhannes hlæjandi en bætir því við að fatakaup geti stundum orðið erfið. „Þetta getur verið dálítið pirrandi. Yfirleitt þegar maður finnur einhverja skó sem eru flottir og manni líst vel á, þá eru þeir ekki til í stærðinni manns. Skórnir hér á landi ná oftast upp í 46 þannig að ég er einu númeri frá.“ Jóhannes kveðst ekki vera mikil heilt saf f Létta lífið á dansgólfinu Forvitnir geta komið og litið á Jóhannes í þessum forláta dansskóm á salsakvöldi á Sólon næstkomandi mánudagskvöld. Dans- gólfið er opið fyrir alla og hefst með ókeypis byrjendakennslu klukkan átta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GEGNSÆTT Í TÍSKUNóg sést af beru holdi þetta sumarið þar sem hátísku-flíkurnar eru margar hverjar hálfgegnsæjar. TÍSKA 2 SUMAR Í ELDHÚSINULitríkur borðbúnaður getur svo sannarlega lífgað upp á sumarveislurnar. HEIMILI 4 ÚTSALA Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 3. júlí 2008 — 179. tölublað — 8. árgangur Í SUMARSKAPI Rómantísk afdrep Sérblaðið Í sumarskapi FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG JÓHANNES ÞORLEIKSSON Æfingadansskórnir fundust á netinu • tíska • heilsa • heimili • bílar Í MIÐJU BLAÐSINS FÓLK Mikla og ríkulega mynd- skreytta umfjöllun er að finna um Garðar Thor Cortes í nýjasta tölublaði Hello. Blaðamaður tímaritsins heimsækir Garðar og Tinnu Lind Gunnarsdóttur á fallegt heimili þeirra í Surrey og það kemur honum á óvart hversu hógvær tenórinn íslenski er þó kallaður sé James Bond óperunnar og að rödd hans hafi verið líkt við sjálfan Pavarotti. Nokkur heiður er fyrir Garðar að vera tekinn til umfjöllunar í Hello Magazine sem er eitt vinsælasta tímarit sinnar tegundar á heimsvísu. Þar er sjón- um beint að þeim ríku og frægu og er til dæmis fjallað um Madonnu, Elton John, Cristiano Ronaldo, Rod Stewart, ungfrú England 2008 og prinsinn og prinsessuna af Kent auk Garðars, svo aðeins fáeinir séu nefndir, í þessu tölublaði. - jbg / sjá síðu 46 Garðar Cortes nýtur athygli: Hógvær í við- tali við Hello BJART NYRÐRA Í dag verða austan eða suðaustan 5-10 m/s. Bjartviðri á Norðurlandi en skúrir sunnan til og vestan. Hiti 12-20 stig, hlýjast á Norðurlandi. VEÐUR 4 15 15 16 16 14 ORKUMÁL Fjórir starfsmenn REI hafa sagt upp störfum frá og með mánaðamótum. Af þeim tilheyrðu þrír stjórn- endahópi fyrirtækisins. Mennirnir eru Grímur Björns- son jarðeðlisfræðingur, Gunnar Örn Gunnarsson, sem var í Djíbútí-verkefninu, Vilhjálmur Skúlason viðskiptalögfræðingur, sem var í samningagerð, og Þor- leifur Finnsson, í Djíbútí-verkefn- inu. Guðmundur F. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri hjá REI, segir að meðal eftirstandandi fjögurra starfsmanna ríki stuðningur við þá stefnumótunarvinnu sem fari fram hjá stjórn REI. Þeir bíði spenntir eftir að henni ljúki. Heimildir herma að mönnunum hafi borist atvinnutilboð og hafi haft sínar hugmyndir um framtíð REI. Þeim hafi ekki hugnast stefna stjórnarinnar og kalli hana stefnuleysi. Þeir hafi meðal ann- ars viljað taka yfir verkefni REI og setja inn í sitt eigið fyrirtæki. Þeir hafi síðan sett stjórninni stólinn fyrir dyrnar fyrir mánuði, þegar Guðmundur Þóroddsson var rekinn, og beðið um að helstu stefnumál fyrirtækisins yrðu skýrð innan mánaðar. Það hafi ekki gengið eftir. Ásta Þorleifsdóttir, stjórnar- maður í REI, segir hins vegar að uppsagnir hafi lengi legið í loft- inu. „Og fjórir úr 600 manna fyrir- tæki [Orkuveitunni] eru kannski ekki fréttir til næsta bæjar. Það er enginn hörgull á mönnum og fjár- festum sem vilja starfa með okkur,“ segir hún. Ákvörðunin muni því grátin þurrum tárum innan stjórnar REI. Fyrirtækið hafi verið á góðri ferð síðasta mánuðinn og tveir mann- anna hafi nýlega klárað sín verk- efni í Djíbútí. Financial Times greindi frá því í gær að Djíbútí-verkefnið yrði fyrsta verkefni Fjármögnunar- sjóðs Alþjóðabankans, í samstarfi við REI. Mennirnir vilja ekki tjá sig opinberlega og ekki náðist í Kjartan Magnússon, stjórnar- formann REI. - kóþ Lykilstarfsmenn REI segja upp störfum Fjórir starfsmenn REI sögðu upp störfum fyrir mánaðamót, en fjórir standa eftir. Þeir sem sögðu upp munu hafa verið þreyttir á meintu stefnuleysi fyrir- tækisins og sagðir hafa atvinnutilboð. Stjórn REI grætur þurrum tárum. LÖGREGLUMÁL Dómsmálaráðherra og lög regluyfirvöld vilja að íslensk lög regla fái heimild til forvirkra rannsóknaraðgerða, það er að hægt verði að hefja rannsókn á mönnum og hópum án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um tiltekið brot. Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylk- ingar, kallar slíkt leyniþjónustu og segir hugmyndina fráleita. Fram kemur í nýrri hættu- mats skýrslu Ríkislögreglustjóra að lögreglu skorti forvirkar rann sóknar heimildir til að takast betur á við og fyrirbyggja skipu- lagða glæpastarfsemi. „Það er í mörgum tilfellum nauð synlegt fyrir lögreglu að hafa þessar heim- ildir,“ segir Ásgeir Karlsson, stjórnandi greiningar deildar Ríkis- lögreglu stjóra. Hann leggur þó áherslu á að í öðrum ríkjum séu þær háðar ströngu eftirliti. „Ég hef oftar en einu sinni lýst þeirri skoðun minni, að tryggja þurfi lögreglu þessar heimildir hér á landi,“ segir Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra. Lúðvík Bergvinsson er á allt öðru máli. „Á mannamáli heitir þetta öryggislögregla eða leyni - þjónusta,“ segir hann og telur ekki þörf á slíkri stofnun. Nær væri að eyða fé í að byggja upp almenna löggæslu. „Við þessar aðstæður þurfum við ekki að byggja upp enn eina deildina eða stofnunina. Það er fráleitt.“ Í fyrra var unnið frumvarp í dómsmálaráðuneytinu um íslenska öryggisþjónustu, sem væri að skil- in frá lögreglu og hefði u mræddar heimildir. Það er enn hjá ráðherra til frekari útfærslna og hefur fáum verið kynnt. „Ég held að ég geti sagt það fyrir Samfylkinguna að öryggis - lögregla eða leyniþjónusta er ekki á forgangslista hennar,“ segir Lúð- vík, spurður um það hvort slíkt frumvarp myndi njóta stuðnings hans og samflokksmanna hans í Samfylkingunni. - sh / sjá síðu 18 Lögreglan telur nauðsyn að rannsóknarheimildir verði rýmkaðar: Stjórnarflokkarnir ósammála Álver á Bakka Álver leysir ekki allan vanda en starfræksla þess getur hins vegar orðið sú kjölfesta, sem þarf að vera fyrir hendi til að íbúarnir geti snúið vörn í sókn, skrifar Friðrik Sophusson. UMRÆÐAN 28 Syngur á Landsmóti Hinn þrettán ára Árni Beinteinn Árna- son tekst á við enn eitt stórverkefnið. FÓLK 58 Fagnar 15 ára rekstrarafmæli Fjölskyldugarðurinn var opnaður árið 1993. TÍMAMÓT 34 GARÐAR THOR CORTES VIÐSKIPTI „Við höfum ákveðið að vísa málinu til Fjármálaeftirlits- ins,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Kauphöllin hefur undanfarna daga rannsakað viðskipti Lands- bankans með íbúðabréf, 19. júní, sama dag og ríkisstjórnin tilkynnti um breytingar á veðhlutfalli og hámarkslánum Íbúðalánasjóðs. Þá seldi Lands- bankinn íbúðabréf fyrir fjóra milljarða króna, miklu meira en aðrir. Þórður segir að ekkert verði fullyrt um að Landsbankinn hafi brotið lög. - ikh / sjá síðu 24 Íbúðabréf Landsbankans: Málið til Fjár- málaeftirlitsins HK slegið út af Haukum 1. deildarlið Hauka sló HK út úr bikar- keppninni í gær á meðan Fjölnis- menn tryggðu sig áfram með 2-1 sigri á ÍBV í framlengingu. ÍÞRÓTTIR 54 VEÐRIÐ Í DAG KVÖLDIN ERU KALDLYND ÚTI Á NESI Logi Bergmann Eiðsson og félagar voru meira en tilbúnir í þriðju golfholu kvöldsins þegar þeir stigu á land á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Aron Karlsson bar Loga í land. Ætlun þeirra var að leika eina holu á átján golfvöllum umhverfis landið á sólarhring, til styrktar MND-félaginu. Á hverju ári greinast um fimm Íslendingar með MND, sem er banvænn sjúk- dómur sem herjar á hreyfitaugar líkamans. Þjónustuver Vodafone veitir allar upplýsingar um söfnunina í síma 1414. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.