Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 4
4 3. júlí 2008 FIMMTUDAGUR ÍSRAEL, AP Palestínumaður gekk í gær berserksgang með stóra ýtu að vopni á götum Jerúsalem- borgar. Áður en hermenn skutu hann til bana hafði hann drepið þrjá vegfarendur og slasað 45, mis alvarlega. Mikið tjón varð einnig á bílum og mannvirkjum, einkum og sér í lagi á Jaffa-breið- götunni. Þrenn samtök herskárra Pal- estínumanna lýstu þegar í stað ábyrgð á uppákomunni, en hún var fyrsta eftirtektarverða til- raunin til hryðjuverkaárásar í borginni frá því í mars. Ísraelska lögreglan sagðist telja að maður- inn hefði verið að verki upp á eigin spýtur. Hann hefði verið ýtustjóri sem vann fyrir verktaka á byggingarsvæði í grenndinni. Skömmu eftir að æðið rann á ýtustjórann og hann hafði kramið nokkra bíla og velt um strætis- vögnum skaut ísraelskur her- maður sem ekki var á vakt mann- inn með skammbyssu, að æpandi vegfarendum ásjáandi. Sérsveitar- menn komu þá á vettvang, stukku upp á ýtuna er hún var enn á fleygi ferð og skutu manninn nokkrum sinnum í viðbót. Talsmenn Hamas-samtakanna, sem fara með völd á Gazasvæð- inu, sögðu samtökin ekki hafa staðið á bak við árás ýtustjórans en fögnuðu henni engu að síður. Talsmaður Ísraelsstjórnar, Mark Regev, sagði árásina „glóru- laust ofbeldisverk“. Saeb Erekat, ráðgjafi Mah- mouds Abbas forseta Palestínu- manna, fordæmdi árásina. „Við fordæmum allar árásir sem beint er gegn óbreyttum borgurum, hvort sem það eru Ísraelar eða Palestínumenn,“ sagði hann. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, varaði herskáa Palest- ínumenn við því á þriðjudag að Ísraelar myndu bregðast við af hörku ef sprengiflaugaárásir héldu áfram frá Gaza-svæðinu í trássi við vopnahlé sem samið var um nýlega milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gaza. Ísraelar lokuðu einu sinni enn fyrir alla umferð um landamæra- stöðina sem mestir vöruflutning- ar fara um til Gaza. Þeir sökuðu herskáa Gazabúa um að hafa skotið sprengiflaug á Ísrael á mánudag. Hamas-stjórn- in vísaði þessu á bug og sakaði á móti Ísraela um að reyna að svíkjast um að standa við skil- mála vopnahléssamkomulagsins. - aa FRÁ VETTVANGI Yfirvöld hófust þegar handa við að ryðja bílflökum og vinnuvél árásar- mannsins af Jaffa-breiðgötunni, sem er mikilvæg samgönguæð í miðborg Jerúsalem. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Manntjón og eyði- legging í Jerúsalem Palestínskur ýtustjóri gekk berserksgang undir stýri á stórri vinnuvél í miðborg Jerúsalem í gær. Þrír vegfarendur dóu og minnst 45 slösuðust. Þetta er fyrsta hryðjuverkaárásin í borginni frá því í mars að sögn ísraelsku lögreglunnar. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 24° 26° 23° 22° 21° 21° 19° 20° 31° 23° 25° 20° 25° 26° 31° 26° 24° Á MORGUN Hæg austlæg átt. 5 FIMMTUDAGUR 5-13 m/s, stífastur SA-til. 15 15 15 19 16 13 14 14 13 14 15 13 16 16 14 18 14 20 18 16 6 5 67 6 6 5 10 6 7 16MIKIL HLÝINDI Þar kom að því. Mikil og eindregin hlýindi eru nú komin í kortin. Í dag og á morgun á bilinu 12-20 stig, hlýjast á Norður- landi, en á laugar- dag og sunnudag má reikna með allt að 25 stiga hita, hlýjast til landsins norðan til og/eða vestan. Þessu fylgir almennt hægur vindur. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Ekki verið rætt í sumar Formenn stjórnmálaflokkanna hafa ekki rætt um eftirlaunafrumvarpið ennþá, segir Geir Haarde forsætis- ráðherra. „Við þurfum að finna okkur tíma þar sem allir geta mætt,“ segir hann. Erfiðara sé um vik þegar þingið sé í sumarfríi. STJÓRNMÁL RÍKISFJÁRMÁL „Það verður að hafa í huga að þau kjör sem ríkið tekur í dag munu hafa áhrif á þau kjör sem það fær síðarmeir og jafnvel næstu árin,“ segir Geir Haarde forsætisráðherra. Hann var spurður hvað liði boðaðri erlendri lántöku, að loknum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Geir sagði kjörin einnig hafa áhrif á kjör íslenskra fyrirtækja, svo sem Landsvirkjunar og banka. Því þurfi að fara með gát. „Seðlabankinn er að vinna í þessu fyrir hönd ríkisstjórnar- innar og svo verðum við að sjá til hvenær rétti tíminn kemur,“ segir hann. - kóþ Fyrirhuguð lántaka ríkisins: Fordæmi gefið með kjörunum SKAGAFJÖRÐUR Sveitarstjórinn í Skagafirði mun fara þess á leit við umhverfisráðherra að viðbragðshópur vegna bjarndýra verði stofnaður og hafi aðstöðu á Sauðárkróki. Byggðaráð sveitar- félagsins samþykkti þetta á fundi sínum á þriðjudag. Tveir hvítabirnir gengu á land á Skaga í júní. Í samþykkt ráðsins kemur fram að þá hafi orðið til þekking og reynsla sem mikil- vægt sé að nýta. Byggðaráðið vill byggja störf viðbragðshópsins á reynslu þeirra aðila sem að málunum komu, vinna áætlun um viðbrögð og koma upp nauðsyn- legum búnaði á Sauðárkróki. - þeb Viðbrögð vegna hvítabjarna: Vilja viðbragðs- hóp í sveitina SJÁVARÚTVEGUR „Það er ábyrgt og mikilvægt að fara í þessar lang- tímaaðgerðir og við getum ekki verið annað en mjög sáttir við það,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, um ákvörðun um heildaraflamark næsta fiskveiðiárs. Sjávarútvegsráðherra tilkynnti heildaraflamark næsta fiskveiði- árs í fyrradag. Heildaraflamark ýsu var ákveðið 93.000 tonn en til- lögur Hafrannsóknastofnunar voru 83.000 tonn. Eins og árið á undan verður heildaraflamark þorsksins 130.000 tonn en tillaga Hafrannsókna- stofnunar hljóðaði upp á 124.000 tonn. Í gegnum tíðina hefur verið veiddur töluvert meiri þorskur en Hafrannsóknastofnun gerir ráð fyrir. „Það stafar ekki veruleg hætta af því að hafa heildaraflamark þorskins 150.000 tonn en við værum með því ekki að fara í þær langtímaaðgerðir sem við teljum nauðsynlegar,“ segir Jóhann. Markmiðið með skerðingartil- lögum Hafrannsóknastofnunar að sögn Jóhanns er að auka nýliðun í stofninum á komandi árum. „Mjög mikilvægt er að taka á málunum af festu en fresta ekki erfiðum aðgerðum lengur. Ráð- herra hefur tekið þessar ákvarð- anir og ekki frestað þeim,“ segir Jóhann. - vsp Hægt er að veiða 150.000 tonn af þorski segir forstjóri Hafrannsóknastofnunar: Aðgerðirnar eru til langs tíma FISKAFLI Forstjóri Hafró segir markmið skerðingar að auka nýliðun í þorskstofn- inum. AKUREYRI N1-mótið í knattspyrnu hófst á Akureyri í gær. Íþrótta- félagið KA stendur fyrir mótinu en það er ætlað fimmta flokki drengja. Mótið er eitt af fjölmennustu knattspyrnumótum á landinu. Því streymdu hundruð drengja hvaðanæva af landinu til Akur- eyrar í gær. Keppt er á tíu völlum frá morgni til kvölds. Leikið verður fram á laugardag. Gestgjöfunum hefur gengið ákaflega vel en KA-drengir unnu flesta af sínum leikjum í gær. - hþj N1-mótið hafið á Akureyri: Hundruð stráka etja kappi VESTMANNAEYJAR Þriðja vatns- leiðslan verður lögð til Vest- mannaeyja á næstu dögum. Skipið Henry P. Lading lagðist að bryggju í gær með leiðsluna innanborðs. Danska fyrirtækið NKT framleiðir leiðsluna nú eins og fyrir fjörutíu árum þegar fyrsta leiðslan var lögð. Er sú enn í góðu ástandi. Önnur leiðslan var lögð árið 1971 og en hún er ónýt og er því nauðsynlegt að leggja þá þriðju. Leiðslan verður lögð á næstu dögum, eða um leið og veður leyfir. Kostnaðurinn, um einn millj arður króna, verður greidd ur af Hita veitu Suðurnesja. - hþj Vatnsleiðslan kemur með báti: Þriðja leiðslan lögð til Eyja BÁTURINN HENRY P. LADING Lagðist að bryggju í gær með leiðsluna innanborðs. LÖGREGLUMÁL Ökumaður ógnaði fólki með hnífi eftir árekstur á Drottningarbraut við Suðurbrú á Akureyri seint í fyrrakvöld. Ökumaðurinn brást reiður við árekstrinum og dró fram veiðihníf sem hann otaði að bílstjóra hinnar bifreiðarinnar, sem brá talsvert við. Maðurinn róaðist fljótt og hafði lagt hnífinn frá sér þegar lögregla kom á staðinn. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. - ht Reiður ökumaður á Akureyri: Otaði hnífi að bílstjóranum GENGIÐ 02.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 158,7194 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 78,41 78,79 155,72 156,48 123,76 124,46 16,592 16,69 15,384 15,474 13,083 13,159 0,7346 0,7388 127,83 128,59 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.