Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 6
6 3. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Samstarfshópur skipaður Skipaður hefur verið samstarfshópur ýmissa ráðuneytisstjóra og fulltrúa þeirra sveitarfélaga á Suðurlandi sem urðu fyrir jarðskjálftanum á dögun- um. „Þetta er gert til að halda áfram endurreisnarstarfinu og koma því í fastan og góðan farveg,“ segir Geir Haarde forsætisráðherra. ALMANNAVARNIR Áhrif EES rannsökuð Forsætisráðherra hefur boðað til sam- starfs milli ríkis og sveitarfélaga við að rannsaka áhrif EES-aðildarinnar á sveitarfélögin. „Við ákváðum að taka fyrir tvö mál og rannsaka þau. Annars vegar reglur um opinber innkaup og hins vegar urðun úrgangs,“ segir Geir Haarde. FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ HÚSNÆÐI Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra „sér það ekki gerast“ að Íbúðalánasjóður hverfi af almennum markaði, spurður um bráðabirgðaálit ESA, eftirlits- stofnunar EFTA, um Íbúðalánasjóð. Þar sagði að starfsemi sjóðsins bryti ef til vill í bága við EES- samninginn. „Það voru engar stórar fréttir í þessu áliti,“ segir Árni. „Og þetta ætti ekki að hafa veruleg áhrif á stöðuna á íbúðamarkaði.“ Aðgreina þyrfti félagslegan þátt sjóðsins frá hinum almenna og fyrirkomulagi almennra lána þyrfti ef til vill að breyta, sem og að bæta ríkisábyrgðargjaldi á lánin. Þó mætti gefa út sérstök bréf með lægra álagi en svo. - kóþ Fjármálaráðherra um álit ESA: Íbúðalánasjóður láni sem fyrr LÖGREGLUMÁL Þrjátíu til fjörutíu tjaldgestir leituðu ásjár vegna hvassviðris og fengu að gista í Íþróttahúsinu á Hellu í fyrrinótt. Tjöld fuku og hjólhýsi færðust úr stað en engum varð meint af óveðrinu að sögn lögreglu. Landsmót hestamanna stendur nú yfir á Hellu og því mikill fjöldi fólks þar saman kominn. Veðrið gekk að mestu niður seint í gærkvöldi. Þó var tilkynnt um hjólhýsi sem hafði fokið úr stað undir Eyjafjöllum um klukkan hálfsex í gærmorgun. - ht Hvassviðri á landsmóti: Tugir gistu í íþróttahúsinu Sjúkraliðar ljúka samningum Engir samningar Sjúkraliðafélags Íslands eru nú lausir. Sjúkraliðafélagið samdi með BSRB við ríkið í vor um 20.300 króna hækkun. Í framhaldi af því sömdu sjúkraliðar við sjálfseignar- stofnanir og við Reykjavíkurborg um sömu krónutöluhækkun. Í haust verða samningar við launanefnd sveitarfélaga lausir. VINNUMARKAÐUR KJARAMÁL Óánægja er innan Bandalags háskólamanna, BHM, með kjarasamninginn sem for- menn stéttarfélaga innan banda- lagsins og félaga í samstarfi við það undirrituðu nýlega. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að enginn sé sáttur við samninginn en forystumenn félaganna hafi metið stöðuna þannig að rétt væri að gera þenn- an samning. „Það eitt að maður sé búinn að skrifa undir kjarasamning hlýtur að þýða að maður sé búinn að fara yfir stöðuna og meta hana. Við teljum að þetta sé skásti kostur- inn,“ segir hún. Vilborg Oddsdóttir, formaður kjaranefndar Félagsráðgjafa- félags Íslands, er á svipuðu máli. „Þessi samningur er enginn gleði- samningur. Við mátum það svo að það yrði ekki lengra komist. Nú bíðum við eftir útspili frá ríkis- stjórninni um hvernig eigi að leið- rétta kjör kvennastétta,“ segir hún. Í viðræðum Fréttablaðsins við aðra forystumenn innan BHM og samstarfsfélaga kemur fram að flestallir formennirnir hyggjast kynna samninginn með sem hlut- lausustum hætti og leyfa félags- mönnum að taka afstöðu til hans á eigin forsendum. Hvert og eitt stéttarfélag innan BHM er sjálfstæður samnings- aðili og því kemur formaður BHM ekki að kynningunni nema hún sé sérstaklega beðin um það. Hún kveðst munu kynna samninginn og lýsa aðstæðum en ekki gefa upp afstöðu sína. Nýgerður kjarasamningur jafn- gildir rúmlega fimm prósenta kauphækkun hjá verkfræðingum í starfi hjá ríkinu. Sveinn V. Árna- son, formaður Stéttarfélags verk- fræðinga, segir ljóst að verkfræð- ingar séu að taka á sig talsverða kjaraskerðingu. „Við hefðum kosið að innihald samningsins væri annað en þetta var niður- staðan,“ segir hann. Kynning á kjarasamningum háskólamanna hefst í þessari viku og næstu og er stefnt að því að atkvæðagreiðsla hefjist strax í næstu viku. Inga Rún Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Huggarðs, segir að kynningarfundur verði í dag og svo hefjist netkosning. Andrúmsloftið sé misjafnt eftir félögum. Búast megi við að mesta ánægjan sé innan félaga sem hafi fengið mest út úr samningnum en minni gleði hjá þeim sem fengu minna. ghs@frettabladid.is Samningurinn var skásti kosturinn Forystumenn félaga í BHM-samstarfinu segja að nýi kjarasamningurinn sé „enginn gleðisamningur“ heldur „skásti kosturinn“ í stöðunni. Þeir reyna að halda hlutleysi í kynningunni til að leyfa félagsmönnum að taka afstöðu. EKKI VERÐUR LENGRA KOMIST Forystumenn félaga innan BHM og samstarfsfélaga telja að nýi kjarasamningurinn sé „enginn gleðisamningur“ en meta stöðuna þannig að ekki hafi verið lengra komist að sinni. Hér sést Ásmundur Stefánsson ríkissátta- semjari með samningamönnum BHM og samstarfsfélaga í Karphúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HESTAR Landsmót hestamanna verður sett með viðhöfn klukkan átta í kvöld. Í hópreiðinni verða fimm ráðherrar, forseti Alþingis og fleiri góðir gestir, að ógleymd- um fulltrúum allra hestamanna- félaga á landinu. Alls verða á vellinum rétt 500 hross og knap- ar þeirra, sem ríða við blaktandi fána svo sem venja er. Þeir ráðherrar sem prýða hópreiðina annað kvöld eru Geir H. Haarde forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson iðnaðarráðherra, Einar Guðfinnsson landbúnaðar- ráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Sturla Böðvarsson forseti Alþingis verður einnig í reiðinni. Að sögn Telmu Tómasson, upplýsingafull- trúa LM 2008, streymdu gestir að í gær. Slegið var á að þeir væru orðnir um eða yfir fjögur þúsund talsins síðdegis. Veður var þá orðið með eindæmum gott, stilla og hiti. Ýmislegt bar til tíðinda á LM í gær. Ekki síst þó það að Sigur- björn Bárðarson endaði með tvo efstu hestana í A-flokki gæðinga eftir forkeppni, þá Kolskegg frá Oddhóli í 1. sæti og og Stakk frá Halldórsstöðum í 2. sæti. - jss Landsmót hestamanna 2008 sett með viðhöfn annað kvöld: Hálf ríkisstjórnin í hópreið Í BREKKUNNI Margt áhugafólk um hestamennsku var samankomið í áhorfendabrekkum á LM 2008. KJARAMÁL Krónutöluhækkunin í kjarasamningum BHM-félaganna kemur misjafnlega út fyrir stéttar- félögin innan og í samstarfi við Bandalag háskólamanna, BHM, sé hækkunin reiknuð út hlutfallslega. Þannig kemur hún einna best út fyrir leikara innan Leikarafélags- ins en einna síst út fyrir félagsmenn Dýralæknafélags Íslands í starfi hjá hinu opinbera þó að krónutalan sé sú sama, 20.300 krónur. Aðalsteinn Sveinsson, formaður kjaranefndar Dýralæknafélagsins, segir að samningurinn feli í sér kjaraskerðingu og enginn sé sáttur við slíka samninga. Samningamenn- irnir hafi hins vegar talið að þeir kæmust ekki lengra og því gert þennan samning. „Okkar laun eru í efri kantinum og þar af leiðir að við fáum minnst út úr þessum samningi,“ segir Aðal- steinn. „Þeir dýralæknar sem starfa hjá hinu opinbera eru flestir í yfir- mannastöðum og launin eru í sam- ræmi við það. Dýralæknar í opin- bera geiranum eru 35-40 talsins og krónutalan veldur um 4-7 prósenta hækkun.“ Þórunn Lárusdóttir, formaður samninganefndar Leikarafélagsins, segir að samningurinn komi vissu- lega einna best út fyrir leikara en krónutalan sé alltaf sú sama. Lítið sé að gera í stöðunni þegar ríkið verði að halda að sér höndum. Aðildar félög BHM hafi skrifað undir samninginn og það sé gott fyrir leikara að vera í samfloti með öðrum. „Við verðum bara grimmari næst,“ segir hún. - ghs Dýralæknar fá hlutfallslega minnst út úr BHM-samningnum: Leikarar bera mest úr býtum GRIMMARI NÆST„Við verðum bara grimmari næst,“ segir Þórunn Lárus- dóttir, formaður samninganefndar Leikarafélagsins. Hefur þú farið í útilegu í sumar? Já 28,7% Nei 71,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að skipulögð og harð- svíruð glæpagengi séu að ná styrkri fótfestu hér á landi? segðu skoðun þína á vísir.is LÖGREGLUMÁL Karlmaður um þrítugt var mjög undrandi vegna afskipta lögreglu þegar hann var handtekinn á þriðjudag. Þá hafði bifreið mannsins mælst á 156 kílómetra hraða á Hafnarfjarðar- vegi og reyndist hann jafnframt undir áhrifum áfengis. Lögreglumenn við eftirlits- störf í Kópavogi urðu mannsins varir og veittu eftirför í Hafnar- fjörð. Þar var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Maðurinn var sviptur ökuréttind- um á staðnum en hann taldi sig hafa ekið á eðlilegum umferðar- hraða. - ht Ölvaður og ók of hratt: Undrandi yfir handtökunni EVRÓPUMÁL Á ráðherrafundi Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, í Lugano í Sviss í byrjun vikunnar var samþykkt að stofna sveitarstjórnavettvang innan samtakanna. Utanríkisráðherra Íslands var falið að vinna að frekari útfærslu þessa verkefnis í samvinnu við sveitarfélagasamböndin í EFTA- ríkjunum fjórum, það er Noregi, Sviss, Liechtenstein og Íslandi. „Með þessari samþykkt er náð merkum áfanga um stöðu og hlutverk sveitarfélaga í EES- samstarfinu,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Stofnun svona vettvangs var meðal tillagna í skýrslu sem starfshópur á vegum utanríkis- ráðuneytisins samdi árið 2004. - aa Ráðherrafundur EFTA: Stofna sveitar- stjórnavettvang ÁRNI M. MATHIESEN KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.