Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 16
16 3. júlí 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Engar fjöldauppsagnir „Það stefnir ekki í neinar fjöldauppsagnir vegna sam- einingarinnar.“ GUÐMUNDUR HAUKSSON, FOR- STJÓRI SPRON, UM SAMEININGU SPRON OG KAUPÞINGS. Fréttablaðið, 2. júlí Ekkert útilokað „Á þessu stigi er alltof snemmt að segja nokkuð um hugsanlega hagræðingu.“ INGÓLFUR HELGASON, FORSTJÓRI KAUPÞINGS, UM SAMEININGU SPRON OG KAUPÞINGS. Fréttablaðið, 2. júlí. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Fyrsta helgin í júlí er ein vinsælasta ferðahelgi ársins. Fréttablaðið tók saman helstu viðburði helgarinnar á landsbyggðinni. Í Vestmannaeyjum fer hin árlega gosloka hátíð fram um helgina. Hátíðin hefst í dag og er þétt dagskrá allt fram á sunnudagskvöld, þegar hátíð- inni lýkur. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt, allt frá hátíðarmessu og gönguferða til tónleika og dansleikja. Á Hellu er landsmót hestamanna í fullum gangi og nær hámarki um helgina. Búist er við að um fimmtán þúsund manns verði á Hellu. Úrslit og verðlaunaafhendingar á mótinu. Á laugardags- kvöld verður glæsileg skemmtidagskrá sem endar með dansleik við undirleik Hjálma. Humarhátíð á Höfn í Hornafirði stendur fram á sunnudag og verður sett formlega á föstudagskvöld klukkan átta. Þá verður humar- veisla í Akurey og ýmis skemmtiatriði verða í boði. Á laugardagskvöld verður meðal annars boðið upp á varðeld, söng og stórdansleik. Þjóðlagahátíð er haldin á Siglufirði í áttunda sinn um helgina. Fjöldi tónleika bæði íslenskra og erlendra tónlistarmanna eru á dagskránni auk þess sem ýmis námskeið eru á boðstólum. Á Bolungarvík verður árlegur markaðsdagur haldinn á laugardag. Dagskrá dagsins hefst þó degi fyrr með varðeldi og söng. Á laugardaginn verður markaður á hátíðarsvæðinu og Ný dönsk, Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson troða upp meðal annarra samhliða markaðnum. Í Ólafsvík fer fram fjölskylduhátíðin Ólafsvíkur- vaka. Bæði föstudags- og laugardagskvöld verða haldin bryggjuböll og á laugardag verða ýmis skemmtiatriði fyrir börn og fullorðna á dagskrá. Að lokum eru írskir dagar haldnir á Akranesi um helgina. Þekktasti viðburður írskra daga er líklega keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn, sem fer fram á laugardaginn. Veðurspá fyrir helgina er nokkuð góð og stefnir í góðviðri með töluverðum hlýindum víða um land. HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? Góð veðurspá eina mestu ferðahelgi ársins LANDSMÓT HESTAMANNA Landsmótið verður líklega langstærsti atburður helgarinnar, en búist er við um fimmtán þúsund manns á Hellu um helgina. Ættingjar, vinir og kunn- ingjar taka oft klaufalega til orða þegar krabbameins- sjúklingar eru annars vegar. Mary Schnack, sem hefur greinst fjórum sinn- um með krabbamein, segir að fyrir krabbameinssjúk- linga skipti mestu að taka viljann fyrir verkið, láta ekki heimskulegar athuga- semdir trufla sig og biðja fólk um aðstoð. Bandaríkjakonan Mary Schnack hefur greinst fjórum sinnum með krabbamein frá árinu 1996, síðast árið 2007. Hún býr í Bandaríkjun- um og rekur almannatengslaskrif- stofu. Hún var einstæð móðir þegar hún fyrst greindist með krabbamein. „Krabbameinið reyndist dóttur minni erfiðara en mér því að hún varð hrædd um að missa mig. Þó að ég vissi að ég myndi ekki deyja var erfitt að sannfæra hana um það,“ segir Schnack, sem hefur flutt erindi hjá Krabbameins félagi Íslands um tíu heimskulegustu athugasemdirnar sem krabba- meinssjúkir fá að heyra. „Fólk veit ekki hvað það á að segja svo að í rauninni eru þessar athugasemdir ekki heimskulegar. Fólk veit bara ekki hvernig það á að láta í ljós að því standi ekki á sama um viðkomandi. Til að láta vita að manni sé umhugað um ein- hvern þá spyr maður hvernig honum líði og hvernig maður geti orðið að liði og fólk kann kannski ekki að gera það,“ segir Mary Schnack. „Þegar krabbameinssjúklingur fer í uppskurð og meðferð eru allir dagar mismunandi. Manni getur liðið vel í dag en kemst kannski ekki upp úr rúminu á morgun svo að maður þarf alltaf á símtali að halda þó að manni líði vel,“ segir hún og bendir á að hvatningarorð virki ekki vel. „Eitt það skrítnasta sem maður heyrir er þegar einhver segir „Þú ert allavega með góða tegund af krabbameini“. Ég veit ekki hvað það þýðir. Fólk vill trúa því að maður hafi gott krabbamein og reynir að sýna að því standi ekki á sama með því að taka svona til orða en það er ekki til nein góð tegund af krabbameini,“ segir hún. Mary Schnack segir að krabba- meinssjúklingar verði að skilja að orðin séu látin falla vegna þess að viðkomandi láti sér annt um hinn sjúka. „Það skiptir máli að reiðast ekki, bregðast ekki harkalega við heldur þakka fólki fyrir að láta sér annt um mann og leyfa sjálfum sér að biðja um aðstoð. Það er erfitt en við verðum að gera það. Stundum þurfum við, sem erum með krabbamein, að hugsa um vini okkar og vera sterk fyrir þá um leið og við erum sterk fyrir okkur sjálf. Ég hef hins vegar lært að vera hreinskilin við fólk og segja hreint út hvaða þarfir ég hef. Ég segi: Ég veit að mér líður vel eftir tvo mánuði en næstu tvo mánuðina þarf ég á aðstoð þinni að halda og fólk er hæstánægt með að geta aðstoðað mann. Það vill gjarnan liðsinna.“ ghs@frettabladid.is Mikilvægt að tala hreint út TÍU HEIMSKULEGUSTU HLUTIR SEM SAGÐIR ER VIÐ FÓLK MEÐ KRABBAMEIN 1 Þú hefur að minnsta kosti ekki vont krabbamein. 2 Guð lætur okkur ekki fá erfiðari viðfangsefni en við ráðum við. 3 Frændi minn fór í geisla og hann varð aldrei veikur. 4 Þú hefur að minnsta kosti góða tegund af krabbameini. 5 Svo að þú missir ekki hárið eftir geislameðferðina? 6 Kannski að þú slappir nú af og losir þig við stressið. 7 Hverjar eru líkurnar? 8 Ó, ég er viss um að það kemur ekki aftur. 9 Þú lítur svo vel út. 10 Skiptir það einhvern máli ef ég dey? GOTT KRABBAMEIN EKKI TIL „Fólk vill trúa því að maður hafi gott krabbamein og reynir að sýna að því standi ekki á sama með því að taka svona til orða en það er ekki til nein góð tegund af krabbameini,“ segir Bandaríkjakonan Mary Schnack, sem hefur greinst fjórum sinnum með krabbamein. Hún flutti nýlega fyrirlestur um tíu heimskulega hluti sem fólk segir við þá sem greinast með krabbamein. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.