Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 24
24 3. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 424 4.307 +0,32% Velta: 3.762 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 6,29 -0,16% ... Bakkavör 28,10 -0,18% ... Eimskipafélagið 14,30 0,00% ... Exista 7,18 +3,16% ... Glitnir 15,40 +0,98% ... Icelandair Group 16,80 -0,30% ... Kaupþing 746,00 0,00% ... Landsbankinn 22,90 0,00% ... Marel 88,80 -0,56% ... SPRON 3,34 +4,70% ... Straumur-Burðarás 9,78 -0,51% ... Teymi 200 +4,71 ... Össur 92,30 -0,32% MESTA HÆKKUN TEYMI +4,71% SPRON +4,70% EXISTA +3,16% MESTA LÆKKUN EIK BANKI -4,44% CENTURY -2,13% FÆREYJABANKI -1,33% Gengið hefur verið frá samkomu- lagi um að Þór Sigþórsson, for- stjóri Encode Íslenskra lyfjarann- sókna, kaupi Encode af Íslenskri erfðagreiningu. Kaupverðið er trúnaðarmál. „Ég er bjartsýnn á framhaldið,“ segir Þór. „Það eru ákveðnir vaxt- armöguleikar innanlands og einn- ig erlendis.“ Kaupverðið er trúnaðarmál. Fyrirtækið Encode – Íslensk lyfjaþróun var stofnað árið 1999 en hefur verið í eigu ÍE frá því í nóvember árið 2000. Fyrirtækið sinnir þjónusturannsóknum fyrir lyfjaiðnaðinn og sérhæfir sig í lyfjaprófunum og lyfjaerfðafræði- legum rannsóknum. - bþa Decode selur Encode Kauphöllin vill að Fjár- málaeftirlitið rannsaki viðskipti Landsbankans með íbúðabréf. Ekki er útilokað að bankinn hafi búið yfir upplýsingum sem aðrir höfðu ekki aðgang að í viðskiptum með íbúðabréf, segir forstjóri Kauphallar- innar. Þung viðurlög eru við slíkum brotum. „Við höfum ákveðið að vísa mál- inu til Fjármálaeftirlitsins á grundvelli samstarfssamnings okkar á milli,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallar- innar. Í kjölfar athugasemda frá aðil- um á markaði tók Kauphöllin upp rannsókn á viðskiptum Landsbankans með íbúðabréf 19. júní síðastliðinn. Landsbankinn seldi þá íbúðabréf fyrir fjóra milljarða króna umfram kaup, sem var langtum meira en aðrir þennan dag. Í lok dagsins til- kynnti ríkisstjórnin um breyt- ingu á veðhlutfalli Íbúðalána- sjóðs og hækkun hámarkslána. „Það eru engar fullyrðingar um brot af okkar hálfu,“ segir Þórður Friðjónsson. „En yfirferð okkar um viðskiptin er þess eðlis að ekki er hægt að útiloka að mismunandi upplýsingar hafi verið á markaðnum þennan dag.“ Þetta þýðir að Landsbanka- menn kynnu að hafa búið yfir innherjaupplýsingum. Hafi þær verið nýttar telst málið til inn- herjasvika. Þórður bætir því við að á þess- um miklu viðskiptum Lands- bankans kunni að vera skýring- ar sem ekki hafi komið fram við yfirferð Kauphallarinnar á gögn- um sínum. Fjármálaeftirlið geti farið dýpra ofan í málið. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, heyrði úr forsætisráðuneytinu hvað stæði til, hálftíma fyrir lokun skulda- bréfamarkaða. Ríkisstjórnin til- kynnti um aðgerðirnar rúmri klukkustund síðar. Landsbankinn fullyrti í yfir- lýsingu að upplýsingarnar sem Halldór fékk hefðu ekki verið notaðar til viðskipta. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins var unnin greinargerð um málið í Landsbankanum um leið og málið kom upp. Hún mun vera margar blaðsíður þar sem farið er nákvæmlega yfir við- skiptin 19. júní. Landsbanka- menn hafa beðið þess að Kaup- höllin kalli eftir skýringum þeirra. Það hefur ekki orðið. Það mun skýrast af verkaskiptingu Kauphallarinnar og Fjármála- eftirlitsins á grundvelli sam- starfssamningsins. Samkvæmt lögum um verð- bréfaviðskipti er bannað að afla eða ráðstafa fjármálagerning- um, eins og kaupum og sölu skuldabréfa, með beinum eða óbeinum hætti, búi viðkomandi yfir innherjaupplýsingum. Einnig er bannað að miðla slík- um upplýsingum eða veita ráð á grundvelli þeirra. Komist Fjármálaeftirlitið að því að viðskipti hafi brotið í bága við 123. grein laga um verðbréfa- viðskipti, getur það lagt á stjórn- valdssektir, allt að tuttugu millj- ónir króna í tilviki einstaklinga, en 50 milljónir eigi fyrirtæki í hlut. Allt að sex ára fangelsi liggur við brotum af þessu tagi, sem er þyngsta refsing við brot- um á lögum um verðbréfavið- skipti. ingimar@markadurinn.is FME rannsaki viðskiptin Í FREKARI RANNSÓKN Fjármálaeftirlitið fær viðskipti Landsbankans til rannsóknar. Kauphöllin útilokar ekki að Landsbankamenn hafi búið yfir upplýsingum sem aðrir höfðu ekki. Fólkið á myndinni tengist ekki efni fréttarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bankamálaráðherrann bjartsýnn Bankamenn og aðilar á markaði eru heldur undrandi á glaðhlakkalegum yfirlýsingum banka- málaráðherrans Björgvins G. Sigurðssonar í kjölfar samruna SPRON og Kaupþings, sem samþykktur var af stjórnum beggja félaga á þriðjudag. Björgvin sagðist í samtali við Vísi ekki eiga von á frekari samruna á bankamarkaði og fagnaði því sérstaklega að ekki komi til uppsagna á starfsfólki í kjölfar samruna bankanna. Eini vandinn er sá að bankamenn telja hvort tveggja æði fjarstæðukennt. Ljóst sé að ráðist verði í aðhaldsaðgerðir í kjölfar samrunans og þar muni einhverjum hópi starfsmanna örugglega verða sagt upp, jafnvel eitthvað á annað hundrað manns í báðum bönkum. Og hitt telja menn augljóst, að frekari samruni sé á döfinni. Vitað sé að margar smærri fjármálastofnanir eigi í miklum erfiðleikum, ekki síst sparisjóðirnir og er raunar fullyrt að þess verði þekki langt að bíða að Sparisjóðurinn í Keflavík renni með sambærilegum hætti inn í Kaupþing og SPRON gerir nú. Kreppan ekki alls staðar Þótt margir hafi þurft að draga saman seglin í ljósi erfiðs efnahagsástands, keppast aðrir við áframhaldandi uppbyggingu. Þannig ráku margir upp stór augu í gær er þeir sáu forsíðu Fréttablaðsins, þar sem þyrla sást flytja steypu á lóð við Þingvallavatn, innan þjóðgarðsins. Eigandi bústaðarins mun vera Bogi Pálsson fjárfestir, sem eitt sinn var kenndur við Toyota. Svæðið kringum lóð Boga er alfriðað og á heims- minjaskrá og þess vegna óhægt um vik að flytja byggingarefni til og frá. En óneitanlega er ekki beinlínis kreppulegt að kalla til þyrlu í þess- um tilgangi... Peningaskápurinn ... „Lagabreytingin sem kom á vor- þingi um útgáfu sérvarinna skulda- bréfa breytir landslaginu á hús- næðislánamarkaði til mikilla bóta. Það er mikilvægt að fjármögnun- arhliðin sé þannig að það sé sem mest frelsi til að mæta þörfum markaðarins. Það þarf þó að vera án þess að það vinni gegn peninga- málastefnunni. Markmið Íbúða- lánasjóðs og Seðlabankans hafa stangast á,“ segir Hjördís Vil- hjálmsdóttir hagfræðingur í grein- ingu Glitnis. Fjallað var um málið í Morgunkorni Glitnis í gær. Hún telur að til þess að viðhalda eðlilegum húsnæðislánamarkaði hérlendis þurfi Íbúðalánasjóður að minnka hlutdeild sína á markaðin- um og einbeita sér alfarið að félags- legu hlutverki sínu. „Almenna starfsemin á að vera hjá bönkun- um en það er sú leið sem hefur verið farin í löndunum í kringum okkur,“ segir Hjördís. Hjördís þekkir engin dæmi þess að íbúðalánasjóður með ríkis- ábyrgð hafi jafn mikla hlutdeild á húsnæðislánamarkaði og hér. „Eina dæmið er Husbanken í Noregi. Hann veitir svipaða þjón- ustu og Íbúðalánasjóður en hann gegnir einungis félagslegu hlut- verki. Ég gerði rannsókn á þessu árið 2003 og þá var vægi Husbank- en tólf prósent á markaði á meðan Íbúðalánasjóður er með nálægt helmingshlutdeild hérlendis,“ segir Hjördís. „Árið 2006 var heildsölubanki mikið í umræðunni og þá var talað um að í gegnum hann gætu bank- arnir fjármagnað sig. Ef sú leið hefði verið farin á þeim tíma þá væru aðstæður á húsnæðismark- aði í dag mun auðveldari,“ segir hún. Hjördís telur að heildsölubanki sé ein besta leiðin til þess að mark- aðurinn virki sem best. - as Telja þörf fyrir heildsölubanka Gengi hlutabréfa í bresku versl- anakeðjunni Marks & Spencer féll um tæp 23 prósent á markaði í Lundúnum í gær eftir að Stuart Rose, forstjóri hennar, sagði horfur í breskri smásöluverslun verða slæmar í rúm þrjú ár. Rose, sem um árabil hefur verið með þekktustu stjórnendum í bresku við- skiptalífi, sagði krefjandi aðstæður í efnahags- málum valda því að neytendur haldi að sér höndum. Þá hafi margir Bretar lagt bílum sínum til að spara dýrmæta bensín dropa. Það hafi svo skilað sér í samdrætti hjá stórverslunum. Þessi þróun hefur svo sett skarð í afkomutölur Marks & Spencer á öðrum árs- fjórðungi, að sögn forstjórans. Marks & Spencer hagnaðist um einn milljarð punda á síðasta ári og hafði hagnaðurinn aldrei verið meiri. Reiknað er með talsvert verri afkomu nú. Hann var svartsýnn um horf- urnar: „Ég held að ekkert fyrir- tæki komist hjá því að finna fyrir þessu. Þetta er ekki sérbreskur efnahagsvandi heldur alþjóðleg- ur,“ sagði Stuart Rose. - jab STUART ROSE Svartar horfur Starbucks ætlar að að loka 500 verslunum og segja upp 12 þúsund starfsmönnum sem jafngildir sjö prósentum af mannafla fyrirtækisins. Áður hafði Starbucks greint frá því að 100 kaffihúsum yrði lokað vegna slæms ástands í bandarísku efnahagslífi. Ljóst er að loka þarf mun fleiri stöðum en áður var talið. Sala Starbucks hefur dregist umtalsvert saman vegna versn- andi efnahagsaðstæðna og telja markaðaðilar að helstu ástæður samdráttarins megi rekja til þess að hátekjufólk leitar að ódýrari valkostum. - bþa Starbucks segir upp 12 þúsundum „Auðvitað er það áhyggju- efni ef rétt er,“ sagði Árni M. Mathiesen fjár- málaráðhera, eftir ríkisstjórn- arfund á þriðju- dag, þegar hann var spurður um meintan leka til Landsbank- ans um Íbúðalánasjóð og viðskipti bankans með húsnæðisbréf í kjölfarið. „En ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess,“ bætti hann við. Félagsmálaráðherra telur að bankastjórar eigi ekki að fá slíkar upplýsingar. Geir Haarde forsætisráðherra sagði Kauphöllina vera „réttan aðila“ til að skoða þetta mál. Um hvort forsætisráðuneytið sjálft ætti ekki að rannsaka þetta, hafi upplýsingarnar komið þaðan, sagði Geir: „Nei, það held ég ekki. Við erum ekki rannsóknaraðili um slíkt. Ég á mjög erfitt með að trúa því að SF hafi brugðist trúnaði. Þar til annað kemur í ljós, trúi ég því að þessi viðskipti Landsbankans hafi verið eðlileg.“ - kóþ ÁRNI M. MATHIESEN LEKI ER ÁHYGGJUEFNI EF RÉTT ER Viltu skjól á veröndina? www.markisur.com og www.markisur.is Veðrið verður ekkert vandamál Hrein fjárfesting ehf, Dalbraut 3, 105 Reykjavík Upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 um kvöld og helgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.