Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 31
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Jóhannes Þorleiksson, verkfræðinemi og trompet leikari, heldur mikið upp á æfingadans- skó sem hann fann sér á netinu. „Ég er búinn að sprikla á þessum skóm salsa, boogie woogie og lindy hop. Þeir hafa reynst mér ákaflega vel og gert lífið mitt talsvert auðveldara á dansgólf- inu,“ segir Jóhannes um eftirlætis fatnaðinn sinn sem eru æfingadansskór frá merkinu Bloch. „Skórnir eru nokkurra mánaða gamlir og ég er rosalega ham- ingjusamur með þá. Ég tók þá áhættu að panta þá af netinu en svo voru skórnir of litlir og ég var mjög sorgmæddur yfir því. Ég sendi póst og spurði hvort ég gæti sent skóna til baka og fengið stærri og það var ekkert mál svo nú er ég hamingjusamur maður.“ Jóhannes er stór maður. Hann er tveir metrar á hæð og notar skóstærð númer 47. „Ég er ekkert afbrigðilegur. Ef ég væri 1,60 á hæð og með svona fætur þá væri ég eins og L í laginu, en ég er stór svo þetta er alveg eðlilegt,“ segir Jóhannes hlæjandi en bætir því við að fatakaup geti stundum orðið erfið. „Þetta getur verið dálítið pirrandi. Yfirleitt þegar maður finnur einhverja skó sem eru flottir og manni líst vel á, þá eru þeir ekki til í stærðinni manns. Skórnir hér á landi ná oftast upp í 46 þannig að ég er einu númeri frá.“ Jóhannes kveðst ekki vera mikill tískukall en á þó heilt safn af bindum. „Ég klæðist oft jakkafötum þar sem ég er tónlistarmaður og þarf því að eiga mörg bindi.“ Jóhannes erfði bindi frá afa sínum en hefur einnig keypt mörg þeirra í útlöndum, Herrahúsinu og Sævari Karli. „Þeir í Sævari Karli eru alltaf rosa vinalegir við svona stóra menn eins og mig, þar get ég til dæmis fengið „long“ skyrtur og svona. Fólk býst nefnilega yfirleitt við því að þegar fólk stækkar þá fitni það bara, það reiknar ekki mikið með því að hendurnar lengist. En það er fullt af búðum með „long“ fatnað svo ég er ekki alveg á flæðiskeri stadd- ur,“ segir Jóhannes brosandi. mariathora@frettabladid.is Létta lífið á dansgólfinu Forvitnir geta komið og litið á Jóhannes í þessum forláta dansskóm á salsakvöldi á Sólon næstkomandi mánudagskvöld. Dans- gólfið er opið fyrir alla og hefst með ókeypis byrjendakennslu klukkan átta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GEGNSÆTT Í TÍSKU Nóg sést af beru holdi þetta sumarið þar sem hátísku- flíkurnar eru margar hverjar hálfgegnsæjar. TÍSKA 2 SUMAR Í ELDHÚSINU Litríkur borðbúnaður getur svo sannarlega lífgað upp á sumarveislurnar. HEIMILI 4 ÚTSALA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.