Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 3. júlí 2008 33 Skipulagsmál úr sjálfheldu UMRÆÐAN Snorri Sigurjóns- son skrifar um Reykjavíkurflugvöll Nú liggur fyrir að rangtúlkað hefur verið að borgarstjóri sé einangraður í svokölluðu flugvallar- máli. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins eru tæp 60% Reykvíkinga fylgjandi því að ekki verði hróflað við Reykjavíkur flugvelli. Það liggur hins vegar fyrir að mikill meirihluti borgarfulltrúa vill flugvöllinn burt og því hefur málið verið rekið á þeim vettvangi gegn vilja fólksins. Þetta er þó ekki einkamál þeirra, fjarri því, og klárt að ef lands byggðar fólk hefði verið haft með í þessari könnun hefðu enn fleiri lýst sig fylgjandi því að flugvöllur verði áfram á þessum stað. Skipting í þessu deilumáli fer ekki eftir flokkslín- um, en fólki er þó mjög heitt í hamsi og heldur fast í að vera með eða á móti. Málamiðlanir hafa ekki átt upp á pallborðið enn sem komið er. Nú er hins vegar svo komið að við verðum að höggva á hnútinn, helst í þokkalegri sátt. Ekki líst mér á „verðlaunatillög- una“ um nýja byggð og er reyndar viss um að ekki næst friður í landinu um þetta mál nema flugvöllur verði þarna áfram, en í breyttri mynd, og í takt við álit fagmanna um flugtæknileg atriði. Ómar Ragnarsson hefur t.d. bent á möguleika með tveimur brautum sem fullnægðu öryggis- þáttum, annarri mjög langri og hinni styttri sem draga úr lágflugi yfir byggð. Þeim er þannig fyrir komið að ótrúlega stórt svæði yrði til uppbyggingar á svæðinu og kæmi þannig til móts við skoðanir beggja deiluaðila um nýtingu. Óhjákvæmilegt er að endur- skoða hverjir þurfa að hafa þarna aðstöðu með það fyrir augum að draga úr umfangi mannvirkja og flugumferð. Aðstaða fyrir ferjuflug og „góðviðrisflugmenn“ gæti t.d. verið utan þessa svæðis. Víst er að einhverjir verða ósáttir með að þurfa að fara, en það er löngu kominn tími til að taka af skarið í þessu máli og ganga þannig frá svæðinu að sómi verði af. Eitt er að geta lent þarna, ef þannig stendur á, og annað að hafa þarna aðstöðu. Ég er ekki sérfræðingur um flugöryggismál, en tel þó nauðsyn á öruggum flugvelli þarna til frambúðar og legg hér með til að Reykjavíkurborg feli einhverjum fagaðilum að útbúa kort til kynningar með raunhæfum hugmyndum sem falla að þessari sýn. Toronto-hugmynd Hjörleifs Sveinbjörnssonar sem birt var hér í blaðinu á dögunum mun ekki ganga upp. Höfundur er lögreglufulltrúi. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. SNORRI SIGURJÓNSSON UMRÆÐAN Ólafur Sigurðsson gerir athuga- semd við fréttaflutning Í Fréttablaðinu 30.6. er greint frá því að Fuglaverndarfélag Íslands ásamt Einari Þorleifssyni hafi kært Kóngulóarmanninn fyrir að drepa starraunga. Engin kæra hefur borist, en samkvæmt fréttinni hlýtur hún þá að vera á leiðinni. Ljóst er því að Einar hefur komið þessu á framfæri við blaðið enda áhugamaður um fuglavernd. Hið rétta er að engir ungar voru drepnir, hreiðrið fannst ekki í þetta skiptið (öfugt við það sem Fréttablaðið segir), heldur nokk- uð af grasi úr þakkanti hússins sem er næsta hús við Einar. Hreiðrið fannst þó nokkrum vikum seinna, eftir að blaðamaður hringdi vegna tilkynningar Ein- ars. Hreiðrið er tæpir 2 metrar á lengd, vel undir þakkanti hússins, frá útidyrum að bílskúrshurð. Mikið ungagarg og tveir fuglar stöðugt að færa björg í bú. Þetta er augljóst þarna, fuglaskítur á gluggum og planinu og víða strá. Mikil fló. Fólkið býr ekki í húsinu, nema einn. Þetta allt saman hlýt- ur nágranninn Einar að vita. Fréttamaðurinn Kjartan var ítrekað beðinn um að fara og skoða aðstæður, til að greina frá því að hreiðrið væri þarna enn. Ekki var minnst á það í fréttinni. Það sem þarf að biðjast afsökunar á er að undirritaður sagði m.a. við Einar: „Sný þetta allt í sundur, hringdu á lögguna strax.“ Þetta var ósmekklegur fíflaskapur. En Einar lét mikinn niðri á bílaplani síns húss, þegar verið var að leita að hreiðrinu uppi á þaki. Ég vil hvetja félaga í Fugla- verndarfélaginu að skoða aðstæð- ur þarna áður en þeir leggja nafn félagsins við þessa vitleysu. Það er andstyggilegt að segja það sem Einar sagði. Þetta er eins og frétt í teikni- myndasögublaðinu um Kóngulóar- manninn er dagblaðið „Daily Bugle“ greinir frá myrku hliðinni á Kóngulóarmanninum: „Hann drepur!!“ Og fréttamennskan eftir því. Höfundur er er eigandi Kóngulóarmannsins sf. Athugasemd frá Kóngulóar- manninum Víst er að einhverjir verða ósáttir með að þurfa að fara, en það er löngu kominn tími til að taka af skarið í þessu máli og ganga þannig frá svæðinu að sómi verði af. Geislaðu í allt sumar... Ef þig vantar ferskan blæ notaðu þá þessar nauðsynjar sumarsins sem konur um allan heim hafa sett í fyrsta sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.