Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 54
34 3. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. TOM CRUISE LEIKARI ER 46 ÁRA. „Ég er alltaf að leita að áskorunum og því sem er öðruvísi.“ Tom Cruise hefur gert það gott með kvikmyndaleik sínum. Tom hefur leikið í stórmynd- um á borð við Eyes Wide Shut, Jerry Maguire, Top Gun og Cocktail. Fyrsti útdrátturinn í happdrætti DAS fór fram þennan dag árið 1954 og var happdrættinu úthlut- að sex bifreiðum af þeim níu sem voru fluttar inn til landsins það árið. Happdrætti DAS hefur verið mikil vægt í uppbyggingu Hrafn- istu og hagnaðurinn stóð að mestu undir öllum framkvæmdum við byggingu dvalarheimilisins Hrafn- istu og Laugarásbíós. Árið 1963 var lögum um Happ- drætti DAS breytt en þá var því gert að greiða fjörutíu prósent af hagn- aði sínum í Byggingarsjóð aldr- aðra. Tuttugu og fimm árum seinna greiddi Happdrætti DAS 400 millj- ónir á núvirði í þennan sjóð. ÞETTA GERÐIST: 3. JÚLÍ 1954 Fyrst dregið í Happdrætti DAS MERKISATBURÐIR 1162 Í Kantaraborg er Thomas Becket vígður erkibiskup. 1457 Kristján I krýndur konung- ur Svíþjóðar í Uppsölum. 1721 Danskur prestur að nafni Hans Egede kemur til Grænlands, fyrstur nor- rænna manna í 300 ár. 1921 Kristján X stofnar íslensku fálkaorðuna. 1928 Fyrsta bifreiðin fer um Öxnadalsheiði, frá Blönduósi til Akureyrar. 1948 Marshall-aðstoðin berst til Íslendinga, um 39 millj- ónir dala. 1973 Goslok í Vestmannaeyjum tilkynnt formlega af vís- indamönnum. 1986 Farsímakerfi tekið í notk- un með þjónustustöðvar frá Vík í Mýrdal til Vest- fjarða. timamot@frettabladid.is „Húsadýragarðurinn var opnaður árið 1990 en þá vissu menn ekki að þessi viðbót í menningarstarfsemi borgarinnar yrði svona vin- sæl hjá borgarbúum og var því strax farið í undirbún- ingsvinnu á nýjum garði,“ segir Tómas Óskar Guð- jónsson, fyrsti og eini for- stöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. „Í gang fór mjög skemmtileg vinna milli hönnuða, arkitekta og ýmissa starfsmanna borgar- innar og stjórnmálamanna. Allir lögðu sitt af mörkum að uppbyggingu nýja Fjöl- skyldugarðsins.“ Markús Örn Antonsson, þáverandi borgarstjóri, tók fyrstu skóflustunguna að Fjölskyldugarðinum sumarið 1991. Tveimur árum seinna, árið 1993, var hann tekinn í notkun. „Við uppbyggingu garðsins voru lögð fram hugtökin: að sjá, að læra, að gera og að vera. Þau voru svo tengd lykil- orðum eins og fjölskylda, ævintýri og sögur, leikir og umhverfisvænar fram- farir. Í fyrstu var garður- inn hugsaður sem einn hluti af starfseminni en fljót- lega var farið að reka bæði Fjölskyldugarðinn og Hús- dýragarðinn saman sem eina heild,“ segir Tómas. „Öll útlitshönnun garðsins átti að vera skírskotun til menningar sögu Íslendinga og mikið sótt í norræna goðafræði og víkingatíma- bil þjóðarinnar. Í garðin- um má finna víkingaskip, þinghól og öndvegissúlur en færri sögulegar tengingar komust að en áætlað var.“ Grunnurinn sem lagð- ur var af hálfu borgarverk- fræðings og garðyrkju- stjóra að landmótuninni og gróðrinum er að skila miklu. „Garðurinn er nú einn glæsilegasti skrúðgarður landsins og þakka má þess- um fagmönnum. Fólki líður vel í þessu umhverfi og öll starfsemi garðsins kemur svo til viðbótar.“ Markmið garðsins er að skapa fjölskyldum afþrey- ingu og útivistarmöguleika í borginni. Í honum starfa um tuttugu manns allt árið um kring en á sumrin bæt- ast við um sjötíu starfs- menn sem vinna á vöktum. Síðustu ár hafa svo bæst við tæki í Fjölskyldugarð- inn. „Það er síðan nýjung hjá okkur í ár að bjóða aftur upp á fjölskylduárskort. Einstaklingur kaupir þá árs kort fyrir fjölskylduna sem getur komið daglega og fengið dagpassa fyrir fjöl- skylduna. Árskortin rjúka út og kosta 12.500 krónur,“ útskýrir Tómas og býður um leið landsmenn velkomna í Fjölskyldu- og Húsadýra- garðinn. mikael@frettabladid.is FJÖLSKYLDUGARÐURINN: FAGNAR 15 ÁRA REKSTRARAFMÆLI Staður fyrir fjölskylduna MEÐ FRÁ BYRJUN Tómas Óskar Guðjónsson hefur verið forstöðumaður Fjölskyldu- og húsadýragarðsins frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Elskulegur sonur okkar og bróðir, Jónas Þór Bergmann blikksmíðameistari, Ljósuvík 52a, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 30. júní 2008. Útför hans verður auglýst síðar. Ágústa Bergmann Jón Gunnar Bergmann Andreas Bergmann Ingibjörg Bergmann Halldór Bergmann Guðrún Bergmann og aðrir aðstandendur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð með blómum, gjöfum og öðrum fallegum samúðarkveðjum við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ingvars Gunnlaugssonar frá Gjábakka Vestmannaeyjum Heimahaga 12, Selfossi. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, Guðrún Ó. Hafberg síðast til heimilis á dvalarheimilinu við Dalbraut 27, lést á líknardeild Landakotsspítala þann 1. júlí 2008 síðastliðinn. Útförin fer fram föstudaginn 4. júlí kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Fyrir hönd fjölskyldunnar Ingibjörg Þ. Hafberg Leifur E. Núptal Karlsson Ólafur Þ. Hafberg Engilbert Hafberg Auður Sæland Einarsdóttir Sigurður Hafberg Janina Hafberg barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín og móðursystir okkar, Einhildur Sveinsdóttir lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þann 29. júní síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn þann 7. júlí kl. 13.30. Unnur Sveinsdóttir Svanur Eiríksson og önnur systrabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Eddu Sigurveigar Halldórsdóttur Vallholti 26, Ólafsvík. Þökkum sérstaklega starfsfólki á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun og stuðning. Hermann Hjartarson Matthildur Laufey Hermannsdóttir Theódór Barðason Jensína Edda Hermannsdóttir Haraldur Baldursson barnabörn og barnabarnabarn. Yndislegi sonur okkar og bróðir, Lárus Stefán Þráinsson Stekkjarseli 4, 109 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag fimmtudaginn 3. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast Lárusar er bent á minningarsjóð sem stofnaður hefur verið í hans nafni og er ætlaður til að vinna gegn einelti. Kaupþing banki vistar sjóðinn á reikning 305-13-303030. Þráinn Lárusson Ingibjörg Helga Baldursdóttir Þurý Bára Birgisdóttir Þórhallur Birgisson Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir Kristján Stefán Þráinsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Vébjörn Eggertsson rafvirkjameistari, Skarðshlíð 34 a, Akureyri, lést 24. júní. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 4. júlí kl. 13.30. María Árnadóttir Hallgrímur Eggert Vébjörnsson Halldóra Vébjörnsdóttir Baldur Guðlaugsson Unnur Elva Vébjörnsdóttir Jóna Guðrún Vébjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.