Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 58
38 3. júlí 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af... Sýningu Kristbergs Ó. Péturs- sonar í húsnæði SÍM, Hafnar- stræti 16. Verk hans standa í húsnæðinu út mánuðinn og eru til sýnis á milli kl. 10 og 16 alla virka daga. Kristbergur útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1985 og úr Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amster- dam árið 1988. Í júlí og ágúst býður Rás 1 hlustendum sínum að slást í hóp tónleikagesta á hinum fjölmörgu tónlistarhátíðum sem haldnar eru vítt og breitt um Evrópu á sumrin. Á meðal hátíða sem útvarpað verður frá í sumar má nefna listahátíðina í Björgvin, kammerhátíðina í Cork á Írlandi, Mikkeli-tónlistarhátíðina í Finnlandi, Styriarte-hátíðina í Austurríki, Schubert-hátíðina í Schwarzenberg, Verbier-hátíð- ina í Sviss, kammertónlistar- hátíðina í Delft í Hollandi og tónlistarhátíðina í Montpellier í Frakklandi. Á meðal flytjenda eru Christian Tetzlaff fiðluleikari, píanóleikarinn Leif Ove Andsnes, Marinskíj-hljómsveitin frá Sánkti Pétursborg og stjórnandi hennar Valery Gergiev, Michala Petri blokkflautuleikari, Concentus Muscius Wien og Nikolaus Harnoncourt, Kammersveit Evrópu, Ian Bostridge tenór, Belcea-strengjakvartettinn, Leonidas Kavakos fiðluleik- ari, söngvararnir Nathalie Dessay og Jonas Kaufmann og Shlomo Mintz fiðluleikari. Þá er ótalin ein frægasta tónlistarhátíð heims, Proms- hátíðin, sumartónlistarhátíð Breska útvarpsins. Opnunar- tónleikum hátíðarinnar verður útvarpað fimmtudagskvöldið 24. júlí og verða fimmtudags- kvöldin fram í september síðan helguð útsendingum frá hátíðinni. Á meðal þeirra sem þar koma fram má nefna sópransöngkonuna Karitu Mattila, Olivier Latry organleikara, píanó- leikarana Pierre-Laurent Aimard og Lars Vogt og hljómsveitarstjórana Gustavo Dudamel, Pierre Boulez, Thomas Adés og Myung-Whun Chung. - vþ Útvarpað frá Evrópu RÍKISÚTVARPIÐ Niðurskurður stofnunarinnar nær ekki til erlendra tónlistarhátíða eða fótboltamóta. Um þessar mundir standa yfir mikil hátíðarhöld í sambandi við 1.200 ára afmæli borgarinnar Bad Krozingen í Þýskalandi. Stór þátt- ur hátíðarinnar er málverkasýning sem fer fram í fjórum sýningar- rýmum í borginni. Menningarmálanefnd borgar- innar bauð Guðmundi Karli Ásbjörnssyni, einum erlendra myndlistarmanna, að taka þátt í sýningunni, en Guðmundur starfar mikið að list sinni í borginni og hefur skapað sér nafn í myndlist- arbransanum þar. Sýningin verður opnuð 15. júlí og stendur til 15. ágúst. Einnig má geta þess að í fyrra kom út hjá bókaforlaginu Art und Weise í Badenweiler leiðsögu- bók um menningu og listir í Suður- Þýskalandi og eru í henni nokkrar blaðsíður helgaðar þessum íslenska myndlistarmanni. - vþ Sýnir í Þýskalandi GUÐMUNDUR KARL ÁSBJÖRNSSON MYNDLISTARMAÐUR Sýnir verk sín í borginni Bad Krozingen í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sumartónleikaröð í Skál- holti fer af stað nú um helgina 34. árið í röð. Þar verður margt um dýrðir að vanda og boðið upp á skemmtun og andlega næringu fyrir alla fjöl- skylduna. Að þessu sinni nær tónlistar- hátíðin yfir sex vikur og hefur aldrei verið umfangsmeiri. Tón- leikarnir verða alls 27 auk sex fyrirlestra og fjögurra listsmiðja fyrir yngri kynslóðina. Fyrstu tónleikar sumarsins fara fram á laugardag kl. 14. Þar flytur Kjart- an Óskarsson erindi um Blásara- tónlist í Bæheimi og Vínarborg og svo verður leikin blásaratón- list eftir Myslivececk, Fiala, Moz- art og Cartellieri. Sama dag kl. 17 verður leikin tónlist fyrir bassa- fiðlur og pikkólóselló frá 17. öld, en flytjendur á þeim tónleikum eru þeir Dean Ferrell og Sigurð- ur Halldórsson. Sigurður er ekki einungis flytj- andi á tónleikahátíðinni heldur einnig listrænn stjórnandi henn- ar. „Þetta er afar viðamikil tón- leikadagskrá; haldinn verður fjöldinn allur af tónleikum í viku hverri þessar sex vikur sem hátíðin stendur yfir og fjöldi flytjenda er hátt í 200 manns. Tónlistarhópar á borð við Hljóm- eyki og Bachsveitina í Skálholti verða á sínum stað og svo verður einnig boðið upp á flutning nokk- urra erlendra tónlistarmanna,“ segir Sigurður. Sem fyrr verður megináhersla hátíðarinnar á barokktónlist og nýja íslenska tónlist. Sigurður segir efnisskrána þó spanna breitt svið barokktímabilsins. „Að þessu sinni verður flutt tón- list frá Frakklandi, Ítalíu, Þýska- landi, Englandi og Spáni sem spannar allt frá upphafi og til enda barokktímabilsins. Það mætti því segja að á hátíðinni verði boðið upp á eins konar yfir- lit yfir barokktónlist eins og hún leggur sig. Við erum þó farin að læða að tónlist frá rómantíska tímabilinu á tónleikum á fimmtu- dögum. Þar geta áhorfendur átt von á að heyra verk eftir tón- skáld á borð við Verdi og Schu- bert sem hafa ekki mikið verið leiknir á þessari hátíð hingað til.“ Aðgangur að tónleikum hátíðar- innar er ókeypis og öllum opinn. Dagskrá sumarsins í heild, með söngtextum og upplýsingum um verkin á efnisskránum, verður þó seld á vægu verði í anddyri Skálholtskirkju, áhugasömum til glöggvunar. Nánari upplýsingar um hátíðina má nálgast á slóðinni www.sumartonleikar.is. vigdis@frettabladid.is Viðamikil dagskrá Sumar- tónleika í Skálholti SIGURÐUR HALLDÓRSSON Listrænn stjórnandi Sumartónleika í Skálholti. Sunnudag- stónleikaröð Gljúfrasteins heldur áfram á sunnudag kl. 16. Þá troða þar upp þau Kristjana Stef- ánsdóttir djasssöng- kona, Agnar Már Magnús- son píanóleik- ari og Helga Björg Ágústs- dóttir sellól- eikari og spila djass fyrir við- stadda. Á efnisskránni má finna verk eftir tónskáldin Sunnu Gunnlaugsdóttir, Tómas R. Einarsson og Sigurð Flosa- son við ljóð ýmissa þekktra íslenskra ljóð- skálda, þar á meðal Tómas- ar Guðmunds- sonar og Hall- dórs Laxness. Unnendur djass og góðr- ar tónlistar, sem og unn- endur íslenskrar ljóðlistar, ættu því ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara. Sem fyrr er aðgangseyrir aðeins 500 kr. og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. - vþ Djassað á Gljúfrasteini HELGA BJÖRG, AGNAR OG KRISTJANA Spila djass á Gljúfrasteini á sunnudag. Myndlistarkonan Jóna Hlíf Hall- dórsdóttir opnar sýninguna Aðlög- un í 101 Gallerý, Hverfisgötu 18b, á morgun. Sýningin stendur til 15. ágúst. Á sýningunni kennir ýmissa grasa; þar má sjá ljósmyndir, inn- setningu og myndbandsverk sem Jóna hefur unnið að síðastliðin ár. Líkt og í fyrri verkum Jónu eru meginþemu á sýningunni valdið, manneskjan, náttúruleg fyribæri og blekking. Líkt og titill sýningar- innar gefur til kynna er aðlögunar- hæfni ofangreindra fyrirbæra nokkuð í brennidepli. Í fréttatil- kynningu frá listakonunni segir meðal annars: „Það hversu mót- tækilegur maður er fyrir breyting- um, hversu auðveldlega maður breytist, er einn af mikilvægustu mælikvörðum manneskjunnar segja sumir, þar á meðal Darwin.“ Jóna Hlíf fæst mestmegnis við innsetningar, myndbönd, málverk, ljósmyndir og texta í listsköpun sinni. Hún er sýningarstjóri fyrir VeggVerk og Gallerí Ráðhús á Akureyri. - vþ Valdið, manneskjan og blekkingin AÐLÖGUNARHÆFNI Ljósmynd eftir Jónu Hlíf Halldórsdóttur. Kl. 17 Útgáfufagnaður í tilefni af öðru tölublaði sjónritsins Rafskinnu verður haldinn í Sirkusportinu svokallaða á horni Laugavegs og Klapparstígs í dag á milli kl. 17 og 20. Hljómsveitin Hjaltalín treður upp, plötusnúðar þeyta skífum og hönnunarfyrirtækið Borðið býður upp á sérstakan timburís í samvinnu við landsliðskokkinn Gunnar frá Vox.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.