Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 60
40 3. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Ungfónía, mun frumflytja verkið „Allt inn ekkert út – Níels á Húsa- víkurfjallinu“ eftir Benna Hemm Hemm á Þjóðlaga- hátíðinni á Siglufirði á sunnudaginn. Tónleikarnir verða síðan endurteknir fyrir borgarbúa mánudag- inn 7. júlí í Háskólabíói. „Ungfónían hafði samband við mig og kynnti fyrir mér þessa hugmynd, að semja verk fyrir mína hljómsveit og Ungfóníu fyrir þjóðlagahátíð,“ segir tón- skáldið Benedikt Hermann Her- mannsson, betur þekktur sem Benni Hemm Hemm. Áhuginn á samstarfinu var síðan svo mikill að Ungfónían og hljómsveit Benna Hemm Hemm héldu tvenna tónleika í Iðnó 19. júní síðast liðinn þar sem lög hljóm- sveitar Benna Hemm Hemm voru spiluð í útsetningu fyrir sinfóníu- hljómsveit. Benni er með gráðu í tónsmíð- um frá Listaháskóla Íslands og hefur þess vegna samið nokkur tónverk en þó aldrei fyrir sinfón- íuhljómsveit. „Samstarfið hefur verið ótrúlega skemmtilegt og gaman að komast að því að engar leynilegar hindranir koma í veg fyrir þetta. Þetta er mjög svipað, eins og alltaf þegar ég er að semja,“ segir Benni spurður um hvort ekki sé erfitt að semja fyrir sinfóníuhljómsveit. Nafn verksins „Allt inn ekkert út – Níels á Húsavíkurfjallinu“ er sótt í sögu sem afi Benna sagði honum sem enginn annar hefur heyrt. „Sagan er um Níels sem vildi bruna niður fjallið á Húsa- vík á skíðum. Honum var sagt að það væri ekki hægt af því að hann myndi springa. Hann fór upp á fjallið og reifaði sig allan, brun- aði niður og sprakk ekki. Sagan var sérstaklega skemmtileg þegar afi minn sagði mér hana,“ segir Benni. Hann segir að stemn- ingunni í verkinu svipi til þess þegar afi hans sagði honum sög- una. Sinfóníuhljómsveit unga fólks- ins, í daglegu tali kölluð Ung fónía, samanstendur af ungmennum á aldrinum 14-25 ára sem leggja stund á sígilt tónlistarnám í tón- listarskólum höfuðborgarsvæðis- ins. Hljómsveitin hefur verið starfandi frá árinu 2004 undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Tónleikar Benna Hemm og Ungfóníu í Reykjavík verða í Háskólabíói kl. 20 hinn 7. júlí. Önnur tónverk á efnisskránni eru „Vor í Appalachiafjöllum“ eftir Aaron Copland og Sinfónía númer þrjú, „sú skoska“ eftir Felix Mendelssohn. „Það er ótrúlegt að vera í hópi með þessum stórskáldum,“ segir Benni að lokum. vidirp@frettabladid.is Ungfónía frumflytur verk eftir Benna Hemm Hemm HLJÓMSVEIT BENNA HEMM HEMM Benni segir ótrúlegt að vera í hópi stórtónskáld- ana Copland og Mendelssohn. Ljósmyndasýningin „Þorp – Það sem augað sér ekki“ verður opnuð í anddyri Norræna hússins á laugar dag kl. 16. Á sýningunni má sjá hluta afraksturs ljós- myndaferðar á vegum ljósmynda- félagsins Fókuss til Færeyja. Þátttakendur hrifust af þorpun- um og mannlífinu í Færeyjum og ákváðu þeir því að gera færeyska þorpinu skil með völdum mynd- um sem sýna ýmsar hliðar á þorpslífinu. Hópurinn sýndi nokkrar mynd- ir frá Færeyjaferð sinni á ljós- myndasýningunni Hugnám á Ljósanótt í Reykjanesbæ síðast- liðið haust. Sýningin sem opnuð verður í Norræna húsinu um helgina fer svo til Færeyja á kom- andi vetri og verður sett upp í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn. Ljósmyndararnir sem eiga verk á sýningunni eru Anna Jonna Ármannsdóttir, Einar Ásgeirsson, Elín Þórðardóttir, Georg Theodórsson, Guðmar Guðjóns- son, Helga Jörgensen, Helgi Bjarnason, Kim Mortensen, Rafn Sigurbjörnsson og Sæþór L. Jóns- son. - vþ Færeyskt mannlíf í Norræna húsinu Ljósmyndasýningin Mistur verð- ur opnuð í ljósmyndagalleríinu Fótógrafí á laugardag kl. 17. Höf- undur sýningarinnar er Berglind Björnsdóttir. Sýningin saman- stendur af myndum af trjám og gróðri sem stækkaðar eru á álplöt- ur. Í fyrstu virðast myndirnar óskýrar eins og þær renni saman við rýmið. Síðan birtast þær, fjar- lægar og daufar eins og fölnuð minning í huga manns. Myndirnar eru afrakstur tilraunar ljósmynd- arans til að nýta ónýtar filmur. Berglind hefur haldið nokkrar einkasýningar síðastliðin ár og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Nýlega vann Berglind myndverk fyrir Thompson LES hótelið í New York. Sýningin Mistur stendur til 2. ágúst. - vþ Mistur og gróður BERGLIND BJÖRNSDÓTTIR Sýnir ljós- myndir í Fótógrafí frá og með laugar- deginum. FÆREYINGUR Þessi mynd er á meðal þeirra sem sjá má á sýningunni Þorp í Norræna húsinu. Tónleikaröðin Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefst næstkom- andi sunnudag kl. 17, en boðið verður upp á tónleika í kirkjunni alla sunnudaga í júlí. Að vanda er dagskrá hátíðarinnar fjölbreytt og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Danski orgelleikarinn Bine Bryndorf mun leika orgel- tónlist, hljómsveitin Spilmenn Ríkínís flytur íslensk þjóðlög á gömul íslensk hljóðfæri og Eyþór Ingi Jónsson organisti í Akureyrar- kirkju mun ásamt Michael Jóni Clarke vinna með sálmaþema. Á fyrstu tónleikum hátíðarinnar nú á sunnudag mun stúlknakórinn Graduale Nobili undir stjórn Jóns Stefánssonar syngja íslenskar kórperlur í bland við minna þekkt erlend lög. Það má víst fullyrða að stelpurnar í Graduale Nobili hafi komið, séð og sigrað þegar þær stigu fyrst fram á sjónarsviðið í apríl 2001 og héldu fyrstu tón- leika sína í Langholtskirkju. Gagnrýnendur kepptust við að lofa kórinn og þegar fyrsta plata kórsins kom út, nokkrum mánuð- um síðar, var talað um sjald- heyrða fágun, ótvíræð raddgæði og innlifaðan söng. Þá gerðu stúlkurnar sér lítið fyrir og hrepptu önnur verðlaun í Evrópu- keppni æsku kóra í Kalundborg í Danmörku og skipuðu sér þar með í röð fremstu æskukóra heims aðeins örfáum mánuðum eftir stofnun. Sumartónleikar í Akureyrar- kirkju hafa farið fram árlega frá því árið 1987. Upphafsmenn tón- leikanna voru þau Margrét Bóas- dóttir söngkona og Björn Steinar Sólbergsson organisti við Akur- eyrarkirkju. Tónleikaröðin gekk í tólf farsæl ár undir nafninu Sumar- tónleikar á Norðurlandi, en flutti sig árið 1999 í Akureyrarkirkju og hlaut af því núverandi nafn. Tónleikarnir standa í klukku- stund án hlés, aðgangur er ókeyp- is og eru allir velkomnir. -vþ Stúlknakór hefur tónleikaröð STÚLKNAKÓRINN GRADUALE NOBILI Kemur fram á fyrstu tónleikum ársins í tónleika- röðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Þeir sem elska smurt brauð í sólskini, listasafn og „bröns“ á laugardagsmorgni, hjóla- túra, eða Tívolí ættu að fara til Kaupmannahafnar. *Flug aðra leiðina með sköttum. Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Farðu til Kaupmannahafnar, í helgarferð eða í sumarleyfi, taktu fjölskylduna með og dönsku málfræðina úr tíunda bekk. Værsågod! Þú átt skilið að hafa það „hyggeligt“. Drífðu bara í því að panta far! M A D R ID B A R C E LO N A PARÍS LONDO N MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LI FA X BO ST ON OR LAN DO MINN EAPOL IS – ST. P AUL TOR ONT O NE W YO RK REYKJAVÍK AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.