Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 64
44 3. júlí 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Hvaða matar gætirðu síst verið án? Fisks. Ég borða mikið af honum og nýveidd sjóbleikja úr Vatnsdalnum er í uppáhaldi. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Það var máltíð sem ég borðaði árið 1986 með Richard Avedon á ódýrum veitingastað í Kínahverfi New York-borgar. Richard þekkti staðinn og ég gleymi ekki humrinum sem við fengum. Það var eitthvað í bragðinu sem ég hef aldrei fundið áður og svo var félagsskapurinn ekki af verri endanum. Það skiptir máli. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég get ekki sagt að mér finnist nokkur matur vondur, þó hugsa ég að mælaborðið í nýja Hillmaninum hans pabba árið 1964 hafi ekki verið eins ljúffengt og lyktin gaf til kynna þegar ég beit í það. Jóla- kúl- urnar árið áður voru heldur ekki bragðbesti desert sem ég hef smakkað. Leyndarmál úr eldhússkápn- um: Saffran krydd og Maldon salt. Ég nota það út í hvað sem er, til dæmis fiskisúpur. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ávexti, helst melónur. Þær eru æðislegar og fullar af andoxunarefn- um. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég á alltaf til ost, mjólk og ávaxtasafa. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ef maður fyndi ekki eitthvað matarkyns á eyjunni væri maður dauðans matur, svo ég myndi bara taka með mér eitthvert gott krydd eins og saffran, salt og pipar. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Það eru hrá risaskjaldbökuegg á Kosta Ríka þar sem ég var að vinna á fiskibát. Þau voru óútskýranleg á bragðið og engu lík. Áferðin var svipuð venjulegri eggjarauðu, en bragðið allt öðruvísi. MATGÆÐINGURINN VALDIMAR ÖRN FLYGENRING Borðaði hrá risaskjaldbökuegg á Kosta Ríka > DÖÐLUR... eru brúklegar til margs. Mjög gott er að bæta nokkrum döðlum í salatið eða jógúrtina. Einnig eru þær góðar með ostum eða bara einar og sér sem smá snarl á milli mála. Í sumarhitanum getur verið gott að svala þorstanum með ísköldu ístei. Íste er vinsæll drykkur víða í Evrópulöndunum og Bandaríkjun- um og þykir góður og ferskandi svaladrykkur. Íste er hægt að kaupa tilbúið í flöskum og duft- formi og fæst oft með mismunandi bragðtegundum. Vinsælust eru íste með sítrónu-, ferskju- og kirsu- berjabragði. Það er þó mjög auð- velt að blanda sitt eigið íste. Það sem til þarf er: 4 tepokar 1 bolli af ferskum sítrónusafa (5-6 sítrónur) 1/2 bolli af fínum sykri 3 sneiðar af sítrónu Látið tepokana liggja í því sem samsvarar fjórum bollum af sjóð- andi vatni í tíu mínútur. Takið tepokana úr vatninu og látið vatnið kólna. Setjið sítrónusafann, sykur- inn og fjóra bolla af köldu vatni í könnu og hrærið vel. Bætið við teinu og sítrónusneiðunum og loks nokkrum ísmolum. Yfirleitt er svart te notað í ísteið en þar sem hægt er að kaupa margar spennandi tegundir af tei í flestum verslun- um gæti verið gaman að prófa sig svolítið áfram sjálfur. Svalandi íste í hita ÍSTE KÆLIR OG KÆTIR Í SUMAR Ísteið er kjörið í lautarferðina og fyrir börnin. „Fólk er byrjað að gera meira af því að grilla fisk og við finnum aukningu með hverju sumrinu sem líður,“ segir Sveinn Kjartans- son einn af eigendum Fylgifiska á Suðurlandsbraut. „Það er komið svo mikið af góðum hjálpartækj- um á grillið að það er ekki lengur nauðsynlegt að setja fiskinn bara í álpappír og sjóða hann á grillinu. Það eru bæði til góðar tangir og grindur svo það er miklu minna mál en áður fyrr að grilla fisk,“ segir Sveinn. „Fiskur eins og lúða og skötu- selur þolir vel að fara beint á grillið og þá er um að gera að snúa honum ekki of oft. Fiskurinn þétt- ist nefnilega þegar hann eldast svo það borgar sig að leyfa hvorri hlið að grillast fyrir sig áður fiskn- um er snúið svo flakið haldist heilt,“ útskýrir Sveinn. „Fiskur eins og þorskur þolir síður að fara beint á grill svo við bjóðum upp á þorskbita sem búið er krydda léttilega með engifer og spænskri kryddblöndu og vefja inn í bananalauf. Þannig er auð- velt að setja þorskinn á grillið,“ segir Sveinn, sem gaf okkur hug- mynd að sumarlegri fiskmáltíð. Fiskurinn kjörinn á grillið Ingólfur Þór Pétursson flugþjónn hefur gaman af því að elda og hanna eigin uppskriftir. Hann fer yfirleitt eftir tilfinningunni þegar kemur að magni og býður lesendum upp á létt- an pastarétt með kjúklingi. „Einhverra hluta vegna elda ég aldrei eftir málum, grömmum, eða öðrum fyrir fram ákveðnum mælieiningum. Ég nota bara hendurnar og sjónina þegar kemur að magni og það virðist gagnast mér best í eldamennsk- unni. Maturinn virðist alltaf duga og rétt rúmlega það,“ segir Ingólf- ur, sem hefur mjög gaman að því að prófa sig áfram í eldhúsinu. „Ég reyni yfirleitt að elda frek- ar hollan mat, en miða þá bara út frá því sem er til hverju sinni í búðinni því mér finnst algjör óþarfi að eltast við einhver sér- stök hráefni og að peningabuddan þurfi að gjalda fyrir að maður vilji borða hollt. Oftast geri ég líka frekar einfalda rétti svo þeir taki ekki of langan tíma, því þó svo að mér finnist virkilega gaman að elda gefst mér sjaldn- ast mikill tími í eldhúsinu svona dags daglega,“ útskýrir Ingólfur, sem starfar sem flugþjónn hjá Icelandair. Spurður hver séu uppáhalds- hráefnin segist Ingólfur vera mikið fyrir að blanda saman upp- skriftum frá mismunandi heims- hornum. „Þá nota ég til dæmis gott íslenskt hráefni í kryddaðan austurlenskan mat. Annars elda ég mikið úr kjúklingi, fiski og svínakjöti og svo eru nokkrir hlutir sem mér finnst lífsnauð- synlegir í eldhúsinu. Það er sítr- óna, hvítlaukur, timían, salvía og rósmarín, en með þremur síðast- nefndu kryddunum er hægt að töfra fram merkilegustu rétti,“ segir Ingólfur og er sannfærður um að hægt sé að framreiða fín- ustu rétti úr því sem er til í ísskápnum með réttu kryddun- um. „Að elda er eitt það skemmti- legasta sem ég geri, en ég gæti samt ekki hugsað mér að vinna við það. Maður gefur svo mikið af sér þegar maður leggur hjarta og sál í að elda góðan mat fyrir ein- hvern og mér finnst ekki verra þegar einhver eldar fyrir mig,“ segir Ingólfur að lokum. alma@frettabladid.is Innblástur úr öllum áttum HOLLT OG EINFALT Ingólfur er mikið fyrir að búa til holla og einfalda rétti úr því sem er til hverju sinni og finnst gaman að prófa sig áfram í eldhúsinu. Easy breezy Ingó pasta! (fyrir 4) 4 bollar ostafyllt Tortellini (eða önnur tegund) 4 góðar kjúklingabringur slatti af sveppum 1 stór laukur 4 stórir hvítlauksgeirar, eða meira smá börkur af sítrónu 2-3 vænar slettur grænt basil pestó 2 hnefar pekan hnetur (eða hnetur að eigin vali) ferskur parmesan ostur salt og pipar ólífuolía Aðferð Grænmetið grófskorið og kjúklingur skorinn í teninga. Pastað soðið. Kjúklingurinn steiktur á pönnu með salt og pipar þar til hann er tilbúinn og tekinn af. Sveppirnir snöggsteiktir á pönnunni, hvít- lauknum og lauknum bætt við, passað vel að hvítlaukurinn brenni ekki. Pastað sigtað og bætt aftur á pönnuna ásamt kjúklingnum, tekið af hitanum. Pestóinu bætt út í og sítrónubörkur rifinn yfir. Öllu bland- að vel saman og kryddað með salt og pipar. Borið fram með ferskum parmesan, pekanhnetum, fersku salati og brauði, en fyrir þá sem vilja minnka kolvetnisneyslu er brauðinu sleppt. Rétturinn er sérstaklega ljúffengur með köldu hvítvíni, til dæmis Riesling. VINSÆLDIR FISKSINS FARA VAXANDI Sveinn segir það hafa færst í aukana síðastliðin sumur að fólk grilli fisk. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Mörgum þykir salat vera ómissandi partur af máltíð. Fyrir þá sem vilja auka salat- neyslu sína, en eru ekki hrifn- ir af venjulegu fersku salati er tilvalið að breyta til með því að setja þurrkaða ávexti, ost, fræ og balsamikedik út á salatið. Hrásalat er líka vin- sælt meðlæti með kjöti og grillmat, en fyrir þá sem hugsa um línurnar er gúrku- salat með jógúrtdressingu, oft kallað „tzatziki” ef til vill betri kostur. Gúrkusalatið passar vel með flestum mat og er algengt meðlæti með krydduðum austurlenskum mat. Kosturinn við salatið er að það er bæði ferskt og fljótlegt í undirbúningi og passar vel með grilluðu kjöti og fiski. Gúrkusalat með jógúrtdressingu TILVALIÐ MEÐLÆTI Gúrkusalat passar vel með flestum mat og er gott meðlæti með grilluðu kjöti og fiski. Grillaður þorskur í bananalaufi meðlæti sætar kartöflur kúrbítur paprika Allt skorið í sneiðar, penslað með olíu og sett beint á grillið. Paprik- una er líka hægt að grilla heila. Einföld sósa sýrður rjómi sítrónusafi ferskar kryddjurtir að eigin vali Gúrkusalat í jógúrtsósu 2 gúrkur, fræhreinsaðar og sneiddar niður. Einn bolli hrein jógúrt eða AB-mjólk 1 teskeið þurrkað dill eða tvær af fersku Öllu blandað saman í skál Kryddað með salti og pipar Einnig getur verið gott að setja ferska myntu út í salatið í staðin fyrir dill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.