Fréttablaðið - 04.07.2008, Síða 33

Fréttablaðið - 04.07.2008, Síða 33
Boð og bönn Mikið hefur verið rætt um mark- aðssetningu á vörum fyrir börn og skiptar skoðanir eru á því hvort banna eigi auglýsingar sem höfða sérstaklega til barna, en Magnús hefur sína sérstöku nálg- un á þetta álitamál. „Ég held að spurningin sé ekki hvort eigi að banna auglýsingar með lögum, ég held að ábyrgðin verði á endan- um að liggja hjá fyrir tækjunum sem framleiða varning eða veita þjónustu fyrir börn. Ég er alger- lega sammála því að það er skað- legt heilsu barna að auglýsa stíft óhollan varning. Þess vegna var sú ákvörðun tekin að slíkum varn- ingi myndi Latibær aldrei tengj- ast. Meginspurningin er hvað sé vænlegast til árangurs og ég held að ef allir þeir sem koma að upp- eldi barna með einum eða öðrum hætti, svo sem foreldrar, kenn- arar, framleiðendur afþreyingar og stjórnendur sjónvarpsstöðva, tækju höndum saman mætti snúa óheilla þróun við. Þetta hefur margoft gerst í sögunni, nærtæk- asta dæmið er vakning almenn- ings um skaðsemi reykinga sem nú er algerlega viðurkennd af samfélaginu og reykingar hvergi liðnar innan um börn. Þessi sama þróun er nú þegar hafin þegar það kemur að heilbrigðum lífs- háttum, en þar verða allir hags- munaaðilar að koma saman, ekki bara löggjafinn.“ Latibær er stöðugt að leita leiða til að leggja lóð á vogarskálina. „Okkur langar meðal annars til að bjóða fram ódýran og þægilegan valkost í veitingahús- um sem mótvægi við alla óholl- ustuna sem er í boði með því að opna Latabæjarveitingastað. Með aukinni heilsufarsvitund hefur verið reynt að tengja hina ýmsu karaktera sem börn þekkja við hollan mat, en börn þurfa að finna að tengingin sé raunveru- leg til að hún veiti þeim inn- blástur. Það hefur Latibær fram yfir hvert annað barnaefni og því langar okkur mikið að opna veitingastað sem yrði eins konar McDonald‘s 21. aldarinnar,“ út- skýrir Magnús, en með vaxandi vinsældum Latabæjar hafa mörg matvæla fyrirtæki viljað tengja vörur sínar við fyrirtækið. „Við höfum vandað mjög valið á sam- starfsaðilum og sagt nei við ótal vörumerkjum sem okkur finnst ekki rétt að tengja okkur við. Á meðan við höfum verið að segja nei við skyndibitastaði og súkkulaðiframleiðendur sem gætu greitt okkur strax hefur fjárhagsstreymi verið hæg- ara á köflum, en í staðinn hefur Latibær verið að vaxa jafnt og þétt og sett nafn sitt á vöru sem við treystum. Niðurstaða þessa er að Latabæjarvörumerkið er orðið mun verðmætara og samstarfsaðilar þurfa að leggja meira á sig en ella til að upfylla okkar staðla. Nú er Kellogg’s til dæmis að hanna sérstakt Lata- bæjarmorgunkorn til þess að það uppfylli okkar skilyrði, í stað þess að lógóið okkar sé sett á eitt- hvert annað morgun korn á mark- aðnum,“ segir Magnús. Engin takmörk Framtíðarmöguleikar Latabæjar virðast vera óteljandi. Magnús segist aðeins vera kominn hálfa leið með það sem hann lagði af stað með í upphafi og það er ekki að finna að orka hans og eldmóð- ur fari dvínandi. „Þetta er búið að vera gríðarleg vinna, en rosalega skemmtileg. Það er svo mikil keyrsla á hlutunum að manni gefst sjaldan tækifæri til að stoppa í brekkunni og njóta útsýnisins því maður er einhvern veginn alltaf á leið- inni upp eða að renna sér niður. Ég verð stundum hálfdofinn yfir þeim árangri sem hefur náðst á meðan það er svona mikið að gera, en svo staldrar maður öðru hverju við og áttar sig á að það er verið að bera okkur saman við stórfyrirtæki á borð við Disney og Pixar. Þau fyrirtæki eru með um það bil 15.000 starfsmenn á meðan kjarninn af starfsfólki Latabæjar er um fimmtíu manns, þó svo að fleiri komi að verk- efnunum úti í heimi. Margir af starfsmönnum okkar hafa unnið vinnu sína af ástríðunni einni saman og ég ætti ekki næga pen- inga til að greiða þeim fyrir allt sem þeir hafa lagt á sig innan fyrirtækis ins,“ segir Magnús og útilokar ekki þann möguleika að fyrir tækið verði selt til stærri aðila á komandi árum. „Oft eru minni aðilar keyptir út og maður verður að vera viðbúinn þeim möguleika. Ég er stoltur af því að sjá merkið vaxa og að fram- leiðsla á efni Latabæjar geti farið fram erlendis án þess að ég komi beint að henni. Nú eru til dæmis fjöldi leikara af ýmsu þjóðerni að leika Íþróttaálfinn á sviði, auk þess sem Latabæjarbrúður eru orðnar hluti af framleiðslu BBC. Það er kannski bara eins gott enda kemur einhvern tímann að síðasta söludegi á manni,“ segir Magnús og hlær. „Latibær er í raun ungt fyrir- tæki og á margt eftir ógert. Við fórum nýlega yfir það innan- borðs í fyrirtækinu hvað Latibær vill raunverulega standa fyrir og niðurstaðan var sú að við viljum hreyfa við fólki, bæði á líkama og sál. Arkimedes sagði: „Gefðu mér nógu langa stöng og stað til að standa á og ég skal hreyfa heim- inn. Vonandi er Latibær nógu löng stöng til hreyfa heiminn,“ segir Magnús að lokum. „Nú eru til dæmis fjöldi leikara af ýmsu þjóðerni að leika Íþróttaálfinn á sviði, auk þess sem Latabæjarbrúður eru orðnar hluti af framleiðslu BBC. Það er kannski bara eins gott enda kemur einhvern tímann að síðasta söludegi á manni,“ segir Magnús og hlær. 4. JÚLÍ 2008 FÖSTUDAGUR • 9

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.