Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 6
6 5. júlí 2008 LAUGARDAGUR BAUGUR ÚR LANDI Reiðskólinn Faxaból bíður uppá skemmtileg reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Eigum nokkur laus pláss á reiðnámskeiðin 7.júlí - 18.júlí, 21.júlí - 1.ágúst og 5.ágúst - 15.ágúst. Sjá nánar á www.faxabol.is Gaumur Baugsfjölskyldan: Félagið er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar og fjölskyldu Styrkur Gaumur og félög tengd Jóni Ásgeiri eiga meirihluta í félaginu Kaldbakur: Þorsteinn Már Baldvinsson á um þriðjung í Styrk Stoðir á 32% hlut. Stoðir á 99% hlut. Landic Property Stoðir á 39,8% hlut. Royal Unibrew Næststærsta bruggverk- smiðja á Norð- urlöndum. Bayrock Group Fasteignafélag í eigu Stoða. Meðal annarra eigenda er Donald Trump. Refresco Stór evrópskur drykkja- vöruframleiðandi. Önnur félög Stoðir (áður FL Group) Styrkur á 39%, eigin hlutur 15%, Baugur 15%, Oddaflug: Hannes Smárason 7,5-8,5%, Fons: Pálmi Haraldsson 8-9%, Materia: Þorsteinn M. Jónsson 4-5%, Aðrir hluthafar 5%. Baugur Stoðir á 39% hlut Aðrir stórir hluthafar: Kevin Stanford, Don McCarthy og starfsmenn Baugs. Meðal eigna Baugs eru : Tískuverslanir: Mosaic Fashions, Karen Millen, Coast og Oasis. Stórverslanir: House of Fraser í Bretlandi og Magasin du Nord Skráð félög: Saks, breska stórverslana- keðjan Debenhams, breska karlmannsvöru- merkið Moss Bros, Verslunarkeðjan ICELAND. Talið er að virði eigna Baugs sé um 200 millj- arðar króna. FJÖLMIÐLAR Konur eru við- mælendur ljósvakamiðla í aðeins 21 prósenti tilvika. Þetta kemur fram í nýlegri könnun Creditinfo Ísland. Skoðaðar voru fréttir í útvarpi og sjónvarpi á þriggja mánaða tímabili; janúar, mars og júní á þessu ári. Viðmælendur komu fram í 24,5 prósent- um af 7.908 fréttum. Rakel Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Creditinfo, segir að forsvarsmenn fyrirtækja séu áberandi í fjölmiðlum. „Eitt af því sem skýrir þetta er kynjaskipting í stjórnunarstöðum.“ Samkvæmt tölum Rakelar eru konur aðeins 21 prósent stjórnenda í fyrirtækjum. Hlutfall kvenna á þingi og í ríkisstjórn er þó mun hærra, en konur eru í báðum tilvikum 33 pró- sent. Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir þetta geta endurspeglað valdahlut- föllin í þjóðfélaginu, „en líka gefið sjónarmið fjöl- miðla til kynna“. Hún bætir því við að auðveldara sé að fá konur til að tala en áður. „Konur hika ekki lengur en það er full ástæða til að hvetja þær áfram.“ Arna segir engu einu um að kenna, heldur endurspegli þetta samfélagsgerðina sem við búum við. - hþj Könnun um viðmælendur í ljósvakamiðlum: Karlar meirihluti viðmælenda LÖGREGLUMÁL Fjögur ungmenni voru handtekin eftir að þau unnu skemmdarverk á bifreiðum við Hólabraut í Hafnarfirði seint í fyrrinótt. Höfðu ungmennin, þrír piltar og ein stúlka um átján ára aldur, málningu meðferðis sem þau máluðu bifreiðarnar með. Ungmennin voru handtekin á staðnum, færð í fangageymslur og biðu skýrslutöku í morguns- árið. Þau voru öll talin undir áhrifum áfengis að sögn lögreglu. - ht Fjögur ungmenni handtekin: Máluðu á bif- reiðar um nótt BRUNI Eldur kom upp í uppþvotta- vél í eldhúsi íbúðar í fjölbýlishúsi við Vesturgötu um klukkan ellefu í gærmorgun. Fjölskylda var inni í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en allir komust út heilir á húfi. Fólkið var ekki í hættu samkvæmt upplýs- ingum frá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins. Eldurinn teygði sig í eldhúsinn- réttingu og urðu miklar eld- og reykskemmdir í íbúðinni og stigagangi hússins. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. - ht Eldur kviknaði í uppþvottavél: Fjölskylda slapp út úr íbúðinni SLÖKKVILIÐ Á VETTVANGI Miklar eld- og reykskemmdir urðu á íbúðinni og stiga- gangi fjölbýlishússins við Vesturgötu. NEYTENDUR Verðþróun í símaþjón- ustu á Íslandi hefur verið óhag- stæð á síðustu árum miðað við samanburðarlönd. Þetta kemur fram í ársskýrslu Póst- og fjar- skiptastofnunar sem kom út í vik- unni. „Áður var verðlagið á þessari þjónustu hér með því lægsta sem fannst innan OECD en við föllum sífellt niður listann. Fyrir fimm árum var fyrirframgreidd GSM- símaþjónusta næstódýrust hér á landi en er nú komin niður í tíunda sæti,“ segir Óskar Þórðarson, for- stöðumaður greiningardeildar stofnunarinnar. „Svipaða þróun má sjá á öðrum sviðum, ef undan er skilin þjónusta við heimasíma sem er ódýr hér. Líkleg skýring á þessari þróun er fákeppni á mark- aði,“ segir Óskar. „Þó er erfitt að slá því föstu þar sem margir þætt- ir spila inn í svona samanburð, eins og til dæmis gengisþróun.“ Fyrirtækjum í farsímaþjón- ustu við almenning hefur fækkað undanfarin ár, oft með samein- ingum eða kaupum eins og til dæmis á Íslandssíma og Tali á sínum tíma. „Þegar markaðurinn er svona lítill getur hver aðili skipt sköp- um. Við vonumst til þess að inn- koma NOVA á markaðinn hafi jákvæð áhrif en þeir voru ekki komnir almennilega í gang þegar skýrslan var gerð,“ segir Óskar. -ges Fákeppni á símamarkaði hugsanleg ástæða óhagstæðrar verðþróunar: Verðhækkanir í símaþjónustu GAMLIR OG GÓÐIR SÍMAR Þjónusta við farsímanotendur verður sífellt dýrari miðað við samanburðarlöndin. BOLUNGARVÍK Fjögur hundruð milljóna króna samningur um stangveiði gæti verið í uppnámi vegna deiliskipulags í Bolungar- vík. Þetta kemur fram á fréttavef bb.is. Deiliskipulagið er háð breytingum á aðalskipulagi bæjarins. Samningurinn er á milli Kjarnabúðar og þýsku ferðaskrif- stofunnar Kingfischer Reisen sem er ein af stærstu ferðaskrifstofum Evrópu. Samningurinn var gerður til fimm ára og fól í sér fram- kvæmdir og uppbyggingu fyrir tuttugu hús og báta í Bolungarvík. Hluti þeirra á að vera tilbúinn næsta vor. - hþj Deiliskipulag tefur samninga Hundruð millj- óna í hættu VIÐSKIPTI „Þetta skref að kaupa Baug sem kjölfestufjárfestingu er fjórða stoðin undir þessa langtíma hugsun hjá okkur að vera með ráð- andi hluti í færri og stærri félög- um,“ segir Júlíus Þorfinnsson upp- lýsingafulltrúi Stoða, áður FL Group. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að Baugur Group hefði lokið við sölu á öllum eignum félagsins á Íslandi og muni eftirleiðis leggja áherslu á fjárfestingar og smásölu- verslun í Bretlandi, Norðurlöndum og Bandaríkjunum. Eftir breytinguna færist Baugur undir Stoðir, áður FL Group. Stoðir eignast 39 prósenta hlut Styrks Invest í Baugi Group fyrir 25 millj- arða króna sem greitt verður með útgáfu nýs hlutafjár í Stoðum. Gef- inn var út B-flokkur hlutabréfa við eignatilfærsluna til að greiða fyrir hluta kaupanna. B-flokki hlutabréfa fylgir ekki atkvæðisréttur. Óljóst er á þessum tíma hvernig nákvæmt eignarhald á félaginu lítur út. FL Group, nú Stoðir, var afskráð í síðasta mánuði og því ber félaginu ekki skylda til að gefa upp stærstu hluthafa. „Í raun er einungis um eigna- tilfærslu innan Baugsfjölskyldunn- ar að ræða,“ segir heimildarmaður Markaðarins og bætir við að raun- verulegt eignarhald eða stjórnun á fyrirtækjum í eigu fjölskyldunnar breytist ekki. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er einnig verið að vinna að sölu á hlut Stoða í Northern Travel Holding til Fons. Félagið er í eigu Pálma Haraldssonar. bjornthor@markadurinn.is FL Group verður Stoðir þegar Baugur fer úr landi Baugur er á leið úr landi. Eignarhlutur Baugs færður undir Stoðir, áður FL Group, sem eignast 39 prósenta hlut í Baugi. Stoðir greiða fyrir hlutinn með útgáfu nýs hlutafjár. Jón Ásgeir og fjölskylda ráða enn yfir eignum Baugs þrátt fyrir eignatilfærslu. FL Group verður Stoðir 80 60 40 20 0 % Vi ðm æ le nd ur í ljó sv ak am ið lu m St jó rn en du r fy rir tæ kj a Þi ng m en n Karlar Konur 21 79 18 82 33 ,3 66 ,6ARNA SCHRAM Vilt þú að íslensk lögregla fái heimild til forvirkra rannsóknar- aðgerða? Já 55,4% Nei 44,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að rétt hafi verið að vísa flóttamanninum Paul Ramses úr landi? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.