Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 10
10 5. júlí 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta:192 4.295 -0,02% Velta: 1.036 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 7,07 +0,28 ... Atorka 6,10 -0,97% ... Bakkavör 26,90 -2,18% ... Eimskipafélagið 14,30 0,00% ... Exista 7,15 0,00% ... Glitnir 15,30 0,00% ... Icelandair Group 16,70 0,00% ... Kaupþing 749,00 -0,13% ... Landsbankinn 22,90 +0,44% ... Marel 87,80 -0,23% ... SPRON 3,40 +2,72% ... Straumur-Burðarás 9,77 +0,31% ... Teymi 1,98 +2,59 ... Össur 89,30 -1,87% MESTA HÆKKUN GRANDI +5,00% SPRON +2,72% TEYMI +2,59% MESTA LÆKKUN ATL. AIRWAYS -3,87% ATL. PETROLEUM -2,71% BAKKAVÖR -2,18% „Flutningur Baugs hefur hverf- andi áhrif. Þetta er að mestu leyti tilflutningur á eignarhaldi milli félaga og því eru áhrifin nánast engin,“ segir Grétar Már Axels- son, sérfræðingur í greiningu Glitnis. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, segir að einhverjar til- færslur verði á starfsfólki til Bret- lands og útilokar ekki að einhverj- um starfsmönnum verði sagt upp hér á landi. „Flutningur Baugs hefur bæði bein og óbein áhrif,“ segir Árni Tómasson endurskoðandi. Óbeinu áhrifin af því að hafa höfuðstöðvar sínar hérlendis sé að félagið borgi starfsmönnum sínum hér laun og af því hljótist skatttekjur. Félagið kaupi vinnu og ýmis aðföng og borgi af því virðisaukaskatt. Beinu áhrifin eru tekjuskattur. Einu efnahagslegu áhrifin af flutn- ingi Baugs að mati Árna snúast því um það hvort starfsmenn í höfuð- stöðvum félagsins starfi áfram hér eða fara til starfa í Bretlandi. Financial Times sagði frá því í gær að þessi flutningur myndi lík- lega vera jákvæður fyrir félagið. Félagið yrði ekki lengur tengt við neikvæðan orðróm um íslenskt efnahagslíf og það myndi auðvelda því við fjármögnun. „Aðgengi að lánsfé er og verður erfitt áfram,“ segir Eggert Þór Aðalsteinsson, í greiningu Kaup- þings. Hann telur að flutningur félagsins muni í sjálfu sér ekki auðvelda Baugi að sækja sér láns- fé. „Það er auðvitað rökrétt að vera með höfuðstöðvar þar sem meiri- hluti starfsemi þinnar er,“ sagði John Stevenson, greinandi hjá Shore Capital í Liverpool, í samtali við Bloomberg í gær, Hann taldi þó umræðu á Íslandi ástæðu flutnings fyrirtækisins. - as Bein og óbein áhrif af flutningi Baugs „Okkur barst erindi frá Kaup- höllinni í gær [í fyrradag] og það verður farið yfir þetta með fag- legum hætti eins og önnur erindi sem okkur berast,“ segir Íris Björk Hreinsdóttir, talsmaður Fjármálaeftirlitsins (FME). Viðskipti Landsbankans með íbúðabréf, 19. júní, sama dag og ríkisstjórnin tilkynnti um breyt- ingar á Íbúðalánasjóði voru til skoðunar í Kauphöllinni. Þá seldi bankinn íbúðabréf fyrir fjóra milljarða, langtum meira en aðrir. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði að ekki væri hægt að útiloka að bankinn hefði haft ríkari upplýsingar en aðrir á markaði þennan dag. Því yrði FME að rannsaka málið nánar. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans og formaður Samtaka fjármálafyr- irtækja, var upplýstur um fyrir- hugaðar aðgerðir ríkisstjórnar- innar fyrir lokun markaða, en ekki var tilkynnt um þær fyrr en eftir á. Landsbankinn segir í yfirlýs- ingu að upplýsingarnar hafi ekki verið nýttar til viðskipta. Ekki hefur náðst í bankastjóra Landsbankans vegna málsins. - ikh Landsbankamálið komið á borð FME Sir Robert Wade fer með rangt mál, er titill greinar Friðriks Más Baldvinssonar hjá Háskól- anum í Reykjavík og Richard Portes hjá London Business School sem birtist á vef Financial Times. Sir Wade er prófessor við London School of Economics. Grein Wades um Ísland birtist nýverið í sama blaði. Friðrik og Portes segja gagn- rýni Wades um léttvægt reglu- verk ranga. Íslensku bankarnir búa við sama regluverk og gildir innan Evrópusambandsins. Friðrik og Portes benda á að erlend skuldastaða þjóðarbúsins sé ekki jafn slæm og Wade heldur fram. Þeir benda á tölur frá sérfræðingum Seðlabanka Íslands þar sem hrein erlend staða skuldastaða er metin ein- ungis 27 prósent af landsfram- leiðslu í stað 120 prósenta. Friðrik og Portes gagnrýna Wade í lok greinarinnar fyrir að skrifa í pólitískum tilgangi og fara kæruleysislega með tölur um hagkerfi Íslands. Slíkar rangfærslur séu sérstaklega varasamar við núverandi að stæður. - bþa Friðrik Már og Portes svara Wade Í 400 stærstu fyrirtækjum lands- ins telja 76 prósent stjórnenda að aðstæður í efnahagslífinu séu frekar eða mjög slæmar. Telja 22 prósent þær hvorki góðar né slæmar og einungis 2 prósent telja þær góðar, samkvæmt könnun Capacent Gallup. Vísitala efnahagslífsins miðað við núverandi aðstæður hefur aldrei verið lægri frá því að sam- bærilegar kannanir hófust árið 2002. Meirihluti fyrirtækjanna býst við óbreyttum starfsmanna- fjölda en um fjórðungur hyggst fækka starfsfólki. Hjá einungis 19 prósentum svarenda er nú skortur á starfsfólki en mikill meirihluti þeirra, 81 prósent, telur sig hins vegar hafa nægjanlegt starfsfólk, segir í frétt frá Samtökum atvinnu- lífsins. Könnunin var gerð fyrir Samtök atvinnulífsins, Seðlabankann og fjármálaráðuneytið. - as Flestir stjórnendur telja ástand slæmt Fjármálaráðuneytið hyggst ekki gefa út þjóðhagsspá í sumar. Í birtingaráætlun ársins var gert ráð fyrir endurskoðaðri þjóð- hagsspá fyrir árin 2008 til 2010 í síðustu viku, en ekki verður af því. Fjármálaráðuneytið segir að áður fyrr hafi sumarspáin verið gefin út í tengslum við ákvörðun aflamarks. Án þess að lítið sé gert úr vægi sjávarútvegsins í efnahagnum, hafi ekki þótt ástæða til þess að þessu sinni, auk þess sem margir starfsmenn séu í sumarfríi. Þjóðhagsspá verði gefin út í byrjun október í tengslum við fjárlagagerð á Alþingi. - ikh Engin sumarspá Ekki er hægt að útiloka að banda- ríski bílaframleiðandinn General Motors verði gjaldþrota á næstunni takist honum ekki að afla sér aukins hlutafjár. Þetta segir í greiningu banda- ríska fjárfestingarbankans Merrill Lynch um stöðu og horfur General Motors. Mestu munar um hátt verð á elds- neyti sem hefur valdið því að bíla- eigendur hafa skipt bensínsvelgj- um út fyrir minni og sparneytnari ökutæki. Litlir japanskir bílar hafa af þessum sökum notið vinsælda vestanhafs. Markaðsverðmæti General Mot- ors hefur hrunið um sextíu prósent frá áramótum, þar af um fimmtán prósent í fyrradag, fór undir tíu dali á hlut og hefur ekki verið lægra í rúma hálfa öld. Merrill Lynch úti- lokar ekki að gengið eigi eftir að síga frekar, jafnvel undir sjö dali á hlut. Fyrra markgengi bankans á bréf í General Motors hljóðaði upp á 28 dali á hlut. Í greiningu bankans segir að stað- an sé það slæm að fyrirtækið verði að auka hlutafé sitt með einhverj- um hætti ætli það að halda sér ofan jarðar. - jab GM að keyra í þrot LÍTIL ÁHRIF „Flutningur Baugs hefur hverfandi áhrif,“ segir Grétar Már Axels- son, í greiningu Glitnis. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ATVINNULÍF Meirihluti stjórnenda í atvinnulífinu, 76 prósent, telja aðstæður í efnahagslífi frekar eða mjög slæmar. FRIÐRIK MÁR BALDURSSON RICHARD PORTES BANKASTJÓRAR LANDSBANKANS Hall- dór J. Kristjánsson með Sigurjón Árna- son í forgrunni. Rannsókn á viðskiptum Landsbankans með íbúðabréf er nú í höndum Fjármálaeftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Hefði evran bjargað? Bloggarinn Felix Salmon fjallar um efnahags- erfiðleika hér á landi á viðskiptavefnum portfolio.com og er með skýringar á reiðum höndum. Hann er harðorður í garð Roberts Wade, prófessors við LSE, sem á dög- unum skrifaði í Financial Times að stjórnarslit væru yfirvofandi hér á landi, vegna leiðinda í efnahags- málum. Salmon gagnrýnir próf- essorinn meðal annars fyrir að nefna ekki einu orði „hina eiginlegu ástæðu fyrir efna- hagserfiðleikum á Íslandi“. Hún sé fólgin í floti krónunnar, sem sé hin minnsta sinnar teg- undar í heiminum. Hann hnýtir því við í lok færslu sinnar að hefðu Íslendingar tekið upp evruna, glímdu þeir ekki við þau vandamál sem nú sé við að etja. Peningar á hliðarlínunni Fjárfestar hafa ekki farið varhluta af þeim vandamálum og þrengingum sem einkennt hafa alþjóðlega fjármálamarkaði frá síðasta hausti. Eins og eðlilegt er hafa þeir smám saman dregið sig af hlutabréfamarkaði og ákveðið að ávaxta pund sitt (lesist: krónu) á skuldabréfamarkaði. Velta á hlutabréfamarkaði var með dræmasta móti í gær, tæpur 1,1 milljarður króna. Veltutölur sem þessar hafa ekki sést síðan í ágúst árið 2006. Aðra sögu er hins vegar að segja af skulda- bréfamarkaði en veltan þar nam tæpum 27 milljörðum króna í gær. Eðlilega hlýtur árstíminn að spila inn í en fjárfestar þurfa sitt frí eins og aðrir. Svo er ágætt að hafa peninga á hliðarlínunni þegar tækifæri gefast á hluta- bréfamarkaði á ný. Peningaskápurinn … Jafnréttisviðurkenning 2008 Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2008. Viðurkenningu geta hlotið fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða an- nan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða. Tilnefningum skal skilað eigi síðar en 14. september n.k. til Jafnréttis- ráðs, Borgum, 600 Akureyri, í síma 460 6200, bréfsíma 460 6201 eða í tölvupósti jafnretti@jafnretti.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.