Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 16
 5. júlí 2008 LAUGARDAGUR Borga rholts braut 41 200 Kó pavogu r Vel skip ulögð 3 ja herb erja íbú ð Stærð : 66,1 fm Fjöldi herbe rgja: 3 Byggin garár: 1983 Bruna bótam at: 12 .400.0 00 Bílskú r: Nei Verð: 20.30 0.000 Falleg þriggja herber gja íbú ð í vel v ið hald inni blo kk í ves turbæn um í Kó pavogi - rétt v ið sund laugina . Íbúðin skiptist í 2 sve fnherbe rgi, flísa lagt ba ð í hólf og go lf og el dhús s em að hluta e r opið inn í st ofu. Gó lfdúkar á svefnh erberg jum, m armara flísar á öðrum gólfum . Æðis legar, rúmgó ðar su ðursva lir. Í s ameign er sérgey msla o g same iginlegt þvotta hús. Þe tta er lí til en v el skipu lögð íb úð á fr ábæru m stað í Kópa vogi - o g er hún laus við kaups amning ! Torg Bergst einn Gunna rsson Lögg. fasteig nasali Jóhann a Kristí n Söluful ltrúi jkt@rem ax.is Opið Hús Opið h ús má nudag kl. 17 :30-18 :00 RE/MA X Torg - Gar ðatorg i 5 - 2 10 Ga rðabæ r - Sím i: 520 9595 - www .rema x.is 698 7 695 Stráks mýri 8 , Indri ðast.la ndi Skorra dal, 31 1 Borg arnes Splunk unýtt h eilsársh ús m/ö llu Stærð : 85,6 fm Fjöldi herbe rgja: 4 -5 Byggi ngará r: 200 8 Bruna bótam at: 0 Bílskú r: Nei Verð: 35.90 0.000 Stórglæ silegt o g splun kunýtt "heilsá rs-frístu ndahús " með öllu á vel gró inni eig narlóð í Indrið astaða landi í Skorra dal - e inu veð ursæla sta og fallega sta sum arhúsa landi s unnan heiða. Húsið er nok kuð kla ssískt að utan en þegar inn er k omið te kur við nýtísku legt og fallegt heimili þar se m allt e r til sta ðar sem þörf e r fyrir í dag – h úsgögn , húsbú naður o g tæki. Falleg t alrým i með a llt að 4 ,5 m. lo fthæð sem í e r stofa, borðs tofa og eldhús . Þrjú s vefnhe rbergi. Sólpall ur á þr já vegu . Verið velkom in! Torg Bergst einn Gunna rsson Lögg. fasteig nasali Jóhann a Kristí n Söluful ltrúi jkt@rem ax.is Opið Hús Opið h ús í da g á mi lli kl. 1 4:00-1 7:00 RE/MA X Torg - Gar ðatorg i 5 - 2 10 Ga rðabæ r - Sím i: 520 9595 - www .rema x.is 698 7 695 Við erum flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði- og hér bíður pláss eftir nýjum ráðgjafa - Við erum sérfræðingar í starfsmanna- og ráðningarmálum og höfum nær aldarfjórðungs reynslu og þekkingu á því sviði. Við höfum þjónustað mörg helstu fyrirtæki landsins í áraraðir. Við vitum að valið á rétta starfsfólkinu er einnmikilvægasti þátturinn í velgengni íslenskra fyrirtækja. Við óskum eftir Hæfniskröfur Við bjóðum Guðný Harðardóttir stra@stra.is Umsóknarfrestur að ráða fjölhæfan starfsmann til að annast ráðgjöf og þjónustu við umsækjendur, sem og viðskiptavini félagsins. Ráðgjafi veitir viðtöl, sér um upplýsingaöflun, greiningu og mat á umsækjendum jafnframt því að sjá um framsetningu gagna og kynningu upplýsinga auk þess að sinna eftirfylgni mála ásamt öðrum fjölbreytilegum verkefnum. eru að umsækjendur hafi háskólamenntun eða haldbæra þekkingu og reynslu af starfsmanna- og markaðsmálum. Áhersla er lögð á frumkvæði og fagmannleg vinnubrögð, þjónustulund, góða samskiptahæfileika og ríkulegt álagsþol auk heiðarleika og samviskusemi í hvívetna.áhugavert og krefjandi starf í lifandi starfsumhverfi. Vinnuaðstaða er björt og þægileg og starfsandinn góður. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. veitir nánari upplýsingar. Vinsamlega sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til . Viðtalstímar eru alla virka daga frá kl.13-15 meðan á umsóknarferlinu stendur. er til og með 11. júlí nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega.www.stra.is Suðurlandsbraut - sími 588 3031 - www.stra.is 30 Fagmennska í yfir ár20 Ráðgjafi hjá STRÁ MRI ehf. P IP A R • S ÍA • 72243 MEIRI METALL Í KVENNABOLTANUM ÍÞRÓTTAMÖMMURNAR VONARSTJÖRNUR KVENNABOLTANS DÓMARAR FÁ ÞJÁLFARA SVEINN ELÍAS ELÍASSON ER FLJÓTASTI HÚSVÖRÐUR HRAÐINNHEILLAR L jósmæðrafélag Íslands situr nú við samningaborðið ásamt samninganefnd ríkisins en enn sem komið er hafa viðræður verið árangurslausar. Ljósmæður hafa nú þegar sagt upp og að óbreyttu taka þær uppsagnir gildi í haust. Í fylkingarbrjósti fer Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðra- félagsins. Hún er maður vikunnar. Guðlaug er sveitastelpa í húð og hár og fæddist í heimahúsi á Seftjörn á Barðaströnd og ólst þar upp. Guðlaug kemur úr stórum syst- kinahópi, er fimm mínút- um yngri en Laufey, tví- burasystir hennar, og er næstyngst átta systkina – sex stúlkna og tveggja stráka. Guðlaugu er lýst sem vel gefinni, röskri og drífandi, enda þekkir hún vinnu- semina frá blautu barns- beini. Hún fann snemma sína hillu í lífinu, var ekki nema fjögurra eða fimm ára þegar hún ákvað að verða ljós- móðir, sann- færð um að hún væri með ljós- mæðrahend- ur. Guðlaug hleypti heim- draganum síðasta árið í grunnskóla þegar hún fór í Reyk- holt í Borgar- firði. Þaðan fetaði hún smám saman í átt til Reykjavíkur. Fór fyrst í Fjölbrautar- skóla Vestur- lands á Akra- nesi en brautskráð- ist með stúd- entspróf frá Fjölbrautar- skólanum við Ármúla. Þaðan lá leið- in í Háskóla Íslands þar sem hún lærði hjúkr- unarfræði og að því loknu bætti hún við sig tveim- ur árum ljósmóðurfræði. Guðlaug hafði mikinn áhuga á heimafæðingum og að lokinni útskrift flutti hún til Hollands í einn vetur til að kynna sér heimafæðingar, sem eru algengar þar í landi. Þegar hún sneri aftur heim flutti hún á Stokks- eyri, en eldri systir hennar er skólastjóri þar. Á Stokkseyri kynntist hún manni sínum, Jóni Frið- riki Matthíassyni. Upp úr aldamótum flutti fjöl- skyldan til Danmerkur og bjó þar í á fjórða ár. Þegar þau fluttu aftur til Íslands komu þau sér fyrir á Eyrarbakka, en Guðlaug hóf störf hjá Heil- brigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Fljótlega eftir heimkomuna var komið að máli við Guðlaugu og hún beðin að bjóða sig fram til formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Hún skorað- ist ekki undan og hefur verið formaður félagsins undanfarin þrjú ár en er enn í hlutastarfi á Sel- fossi. Þeir sem þekkja og vinna með Guðlaugu segja formennskuna í Ljósmæðrafélaginu henta henni vel. Hún er í fyrsta lagi ljósmóðir af lífi og sál – enda nauðsynlegt að láta heillast af öðru en launa- umslaginu í þessu starfi. Fyrir vikið er mikil sam- kennd og samstaða meðal ljós- mæðra. Guð- laugu er vel treyst af starfssystr- um sínum, þykir mjög góð í sam- starfi og hafa staðið sig vel auk þess að bera hag stéttarinnar mjög fyrir brjósti. Guð- laug er sögð dæmigerður hrútur, með kostum sínum og göllum og hörð í horn að taka þegar svo ber undir og þá þykir betra að hafa hana með sér í liði en á móti. Hún er aftur á móti sanngjörn og getur ekki barist fyrir þann málstað sem hún trúir ekki á. Hún er hins vegar ekki hrædd við að axla ábyrgð og skorast ekki undan þegar til hennar er leitað. Guðlaug er mikið nátt- úrubarn. Hennar helstu áhuga- mál eru fjall- göngur og fjallaferðir. „Dálítið eins og fegurðar- drottning- arnar, mikið fyrir útivist og ferðalög,“ eins og einn viðmælandi orðaði það. Jón Friðrik, maður henn- ar, er mikill jeppakarl og þau fara iðu- lega í fjöl- skylduferðir upp á fjöll. Hún kann vel við sig á Eyr- arbakka, þar sem er hæfi- lega langt í ys og þys borgarinnar en náttúran aldrei langt undan. Guðlaug er afskap- lega fjölskyldurækin og drífandi og hefur til dæmis stefnt stórfjölskyldunni í að ganga Lauga- veginn eftir rétta viku. Dugnaður, drifkraftur og rík réttlætiskennd eru meðal helstu kosta Guðlaugar, að sögn kunnugra. Hún er skemmtilegur félagi og hefur mikla og góða kímnigáfu, stundum í svartari kantinum. Keyrir svo sem ekki um þverbak en er ekki fyrir viðkvæmustu sálir þegar sá gállinn er á henni. Sumir segja að hin hliðin á hrútsmerkinu sé að hún eigi til að vera dálítið óþolinmóð, vill að hlut- irnir gangi hratt og vel fyrir sig, en það stendur henni samt ekki fyrir þrifum. Hitt er að hún getur verið dálítið dómhörð, segja þeir sem þekkja, en hefur mýkst í þeim efnum með aldrinum. MAÐUR VIKUNNAR Ljósmóðir með köllun og ríka réttlætiskennd GUÐLAUG EINARSDÓTTIR ÆVIÁGRIP Guðlaug er fædd 29. mars 1969, í heimahúsi á Seftjörn á Barðaströnd. Hún er næstyngst átta systkina, fimm mínútum yngri en tvíburasystir hennar. Foreldar hennar eru Einar Guðmundsson og Bríet Böðvarsdóttir. Guðlaug lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla. Þaðan lá leiðin í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, hvaðan hún útskrifaðist árið 1994 og lauk námi í ljósmæðrafræðum frá sama skóla árið 1998. Á ljósmóðurferli sínum hefur Guðlaug starfað á Selfossi, Landspítalanum, Ísafirði og á Akureyri, auk þess sem hún vann með sjálfstætt starfandi ljósmæðrum í Hollandi í nokkra mánuði, þar sem hún kynnti sér heimafæðingar. Auk þess vann hún á fæðingardeild í Danmörku í hálft annað ár. Guðlaug hefur verið formaður Ljósmæðrafélagsins síðan 2005 en hafði áður gegnt starfi ritara í félaginu. Guðlaug er gift Jóni Friðriki Matthíassyni byggingarfræðingi. Þau búa á Eyrar- bakka og eiga saman þrjú börn, þar af tvíbura, en Guðlaug á dóttur frá fyrra sambandi. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Við gætum ekki verið með betri formann eins og staðan er núna.“ Unnur B. Friðriksdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélagsins. HVAÐ SEGIR HÚN? „Við viljum bara fá það sama og aðrar stéttir í þjónustu ríkisins.“ Í Fréttablaðinu, 30. júní 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.