Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.07.2008, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 05.07.2008, Qupperneq 20
22 5. júlí 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is GEORGES POMPIDOU FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1911 „Það eru til þrjár leið- ir til glötunar; konur, fjár- hættuspil og tæknimenn. Sú ánægjulegasta er með konum, sú fljótlegasta er með fjárhættuspili en sú öruggasta er með tækni- mönnum.“ Georges Pompidou var forseti Frakklands frá 1969 til dánar- dags 1974. Pompidou-safnið er nefnt eftir honum. MERKISATBURÐIR 1643 Fyrsti hvirfilbylur í Banda- ríkjunum skrásettur. 1841 Thomas Cook opnar fyrstu ferðaskrifstofuna. 1846 Helgi G. Thordersen vígð- ur biskup yfir Íslandi. 1865 Fyrstu lög veraldar um há- markshraða sett á Bret- landi. 1943 Bandarískur innrásarher siglir 96 herskipum til Sik- ileyjar á Ítalíu. 1983 George Bush, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kemur í opinbera heim- sókn til Íslands. 1983 Kona í Virginíu fæðir barn 84 dögum eftir að hafa verið úrskurðuð heiladáin. 1989 Rod Stewart fær höfuð- högg og rotast á tónleik- um. Það var þennan dag fyrir 22 árum að Nancy Reagan, þáver- andi forsetafrú Bandaríkjanna, klippti á fánalitaða borða við Frelsisstyttuna í New York eftir allsherjar upplyftingu og end- urbætur á hundrað ára af- mæli styttunnar. Frelsisstyttan var gjöf frönsku þjóðarinnar til þeirrar bandarísku árið 1886. Hún stendur á Frelsiseyju og fagnar hverjum þeim gesti, innflytjanda og heimamanni sem kemur vestur um haf. Það var myndhöggvarinn Frédéric Auguste Bartholdi sem skóp styttuna, en Alexendre Gustave Eiffel, hönnuður Eiffel- turnsins í París, hannaði byggingu og burðar- verk styttunnar vestra. Hún er gerð úr gegnheil- um kopar og stáli og nær 93 metra upp í loft á stalli sínum. Frelsisstyttan er þekktasta kennileiti Bandaríkjanna og var fram að þotuöld eitt það fyrsta sem mætti milljónum innflytjenda eftir langa sjóferð frá Evrópu. Árið 1983 ákvað kredit- kortafyrirtækið American Express að ánafna einu penníi af hverri færslu til endurgerðar á styttunni. Alls söfnuðust 1,7 milljónir dala til verksins og árið 1984 var Frelsisstyttunni lokað svo 62 milljóna dala endurbætur gætu haf- ist. Verkamenn byggðu rammgerða vinnupalla utan um styttuna svo hún hvarf sjónum almenn- ings allt til opnunar á ný 5. júlí 1986. ÞETTA GERÐIST 5. JÚLÍ 1986 Frelsisstyttan afhjúpuð á ný Í dag verður mikið um dýrðir á Sól- heimum í Grímsnesi þegar Vigdísar- hús verður blessað og tekið í notkun á 78 ára afmæli Sólheima. „Við tókum ákvörðun um að nefna húsið eftir frú Vigdísi Finnbogadótt- ur. Vigdís hefur alla tíð verið einstak- ur velvildarmaður Sólheima og reynst samfélaginu feikilega vel; gaf meðal annars eftirstöðvar kosningasjóðs síns á sínum tíma til eflingar starfsemi Sól- heima. Hún kemur reglulega til að eiga með okkur stund og þær stundir eru okkur virkilega kærar. Að eiga vináttu frú Vigdísar og herra Sigurbjörns Ein- arssonar eru hrein og klár forréttindi,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson forstöðumaður Sólheima, en frú Vigdís opnar húsið formlega klukkan 15.30 og Sigurbjörn biskup flytur húsblessun. „Fáir núlifandi Íslendingar hafa komið reglulega að Sólheimum í jafn langan tíma og Sigurbjörn biskup. Hann kom hingað fyrst sem ungur guð- fræðingur og hefur allar götur síðan látið sig samfélag Sólheima varða og sýnt því fádæma tryggð.“ Vigdísarhús leysir af hólmi úrelta þjónustubyggingu frá árinu 1970. „Vigdísarhús er dásamleg smíð, alls 840 fermetrar og verður önnur af höfuð- byggingum Sólheima. Arkitektinn Árni Friðriksson hefur teiknað allar megin byggingar hér síðustu tvo ára- tugi og hans vegna er eitt af sérkenn- um byggðarinnar heildstætt og fallegt yfirbragð,“ segir Guðmundur Ármann sem hlakkar til að nýta húsið í daglegu lífi á Sólheimum. „Í Vigdísarhúsi verður mötuneyti þar sem íbúar geta borðað saman við bestu aðstæður, matvinnsla, skrifstofur og bakarí. Við höfum í mörg ár fiktað við bakstur en opnum nú bakarí sem vinnu- stað til að baka fyrir okkur sjálf, mötu- neytið og búðina,“ segir Guðmundur Ármann, búsettur á Sólheimum í 20 ár, þar af sem forstöðumaður síðastliðin þrjú ár. „Í fyrsta hópnum fyrir 78 árum voru sjö börn og búið í tjöldum. Í dag er hér lítið þorp með fjölbreyttri flóru íbúa, þar af 43 fatlaða einstaklinga. Við vinn- um líka með Fangelsismálastofnun í að gera fanga að hæfari mönnum áður en þeir losna úr fangelsi; með Vinnumála- stofnum í þjálfun fólks sem hefur lengi verið að kljást við atvinnuleysi og bjóð- um fólki með erfiða sjúkdóma að koma hingað til hressingardvalar í samstarfi við Bergmál,“ segir Guðmundur Ár- mann um einstakt samfélag Sólheima þar sem ríflega hundrað manns hafa fasta búsetu. „Það eru alltaf forréttindi að búa með góðu fólki og á Sólheimum býr bara gott fólk. Okkur hefur farnast vel með að búa til samfélag þar sem að- greining er lítil sem engin á milli hópa. Í íslensku þjóðfélagi hefur aðgrein- ing aukist mjög, hvort sem um fatlaða, geðfatlaða, aldraða eða aðra hópa er að ræða. Aðgreining er kjánaleg og hefur engan tilgang. Þegar maður lifir í um- hverfi sem þessu fer einstaklingurinn einn að skipta máli og fötlun verður aukaatriði. Þess vegna er heilbrigt fyrir ófatlaða að horfast í augu við þá stað- reynd að minnihlutahópar hafa sitt að segja og byggja samfélag sitt á öðrum, en alls ekki ómerkilegri, gildum. Í því felst jafnrétti að þeir hafi tækifæri til að koma fram á sínum forsendum og það dýpkar skilning hins ófatlaða á að- stæðum fatlaðra. Af því hlýst sá lær- dómur að ekki er sjálfgefið að laga sig að samfélagi meirihlutans.“ Allir eru velkomnir að Sólheimum í dag, eins og ævinlega. Ólöf Arnalds heldur tónleika í Sólheimakirkju kl. 14. Á morgun er guðsþjónusta í Sólheima- kirkju kl. 14 þar sem Garðar Cortes syngur einsöng og Styrmir Gunnarsson flytur predikun. thordis@frettabladid.is SÓLHEIMAR Í GRÍMSNESI: VIGDÍSARHÚS VÍGT Í TILEFNI AF 78 ÁRA AFMÆLI Gott fólk laðar að sér góða M YN D /V A LG EI R B A C K M A N VIÐ VIGDÍSARHÚS Hér stendur Guð- mundur Ármann Pétursson, forstöðu- maður Sólheima, við fagurt gluggahorn í Vigdísarhúsi. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls eig- inkonu minnar, mömmu, tengdamömmu, ömmu og langömmu, Elínar Jóhönnu Guðlaugsdóttur Hannam. Ralph Th. Hannam Vilhjálmur Leifur Tómasson Hannam Sólveig Hannam Árni Ólafur Lárusson Júlía Hannam Ragnar Þ. Ragnarsson Elísabet Hannam Örn Helgason og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lilja Guðlaugsdóttir Víðilundi 24, Akureyri, (áður í Hafnarstræti 33), lést miðvikudaginn 2. júlí á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Margrét Þórhallsdóttir Karl Eiríksson Þórhalla Þórhallsdóttir Hjörtur Hjartarson Valdimar Þórhallsson Inga Hjálmarsdóttir Gylfi Þórhallsson Eyþór Þórhallsson Margrét Sigurðardóttir ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gísli Guðmundsson Sléttuvegi 23, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans, föstudaginn 4. júlí 2008. Dagbjört Ólafsdóttir Svanbjörg Gísladóttir Jón Hansson Ester Gísladóttir Viðar Gíslason Kristín S. Svavarsdóttir Þórir Gíslason Sigrún Hinriksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Önnu Jóhannesdóttur Hóli við Dalvík. Guð blessi ykkur öll. Jóhannes Markússon Svanhildur Karlsdóttir Hallgrímur Tómasson Sigurbjörg Karlsdóttir Friðrik Þórarinsson Þorleifur Karlsson Sigurbjörg Einarsdóttir ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og stjúpfaðir, Hilmar Jóhannesson rafeindavirkjameistari, Brekkugötu 19, Ólafsfirði, sem lést þriðjudaginn 24. júní síðastliðinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju þriðjudaginn 8. júlí klukkan 14.00. Hrafnhildur Grímsdóttir Jóhann G. Hilmarsson Anne Irmeli Turunen Haukur Hilmarsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Jón Ármann Jakobsson Pétursson Tæknifræðingur, Kringlunni 17, lést á gjörgæsludeild Landspítala fimmtudaginn 26. júní. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju mánudag- inn 7. júlí kl. 15.00 Hafdís Einarsdóttir Pétur H. Jónsson Oddný Þ. Óladóttir Margrét Jónsdóttir Arnór H. Arnórsson Einar Þór Jónsson Gina Jónsson og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.