Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 22
24 5. júlí 2008 LAUGARDAGUR Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að konur kjósi að fæða börn sín heima. Ann hafði alltaf látið sig dreyma um slíka fæðingu en átti þó eldri dætur sínar tvær á sjúkra- stofnunum. Það var ekki fyrr en Bjarki litli kom í heiminn fyrir tæpu ári síðan að heimafæðing varð að veruleika. „Þegar ég gekk með eldri dóttur okkar, hana Sunnevu, langaði mig óskaplega að fæða heima. Á þess- um tíma var vinkona mín, Anna Rut Sverrisdóttir ljósmóðir, að mæla með vatnsfæðingum og það varð úr að ég átti Sunnevu í heitum potti á sjúkrahúsi Suðurnesja. Það var ósköp notalegt og heimilislegt en samt ekki eins og að vera heima,“ segir Ann. Ann hefur verið búsett í Svíþjóð ásamt manni sínum, Inga, í átta ár og þar eru tvö yngri börnin fædd. Það var einmitt þegar miðbarn- ið Íris kom í heiminn sem Ann varð harð- ákveðin í að næst skyldi hún fæða heima hjá sér. „Ég ákvað að eiga Írisi á einkastofu í Svíþjóð þar sem lögð er áhersla á náttúru- legar fæðingar. Á þeim tíma var lítið talað um heimafæðingar í Sví- þjóð og ég hafði litla þekkingu á því að það væri yfir höfuð hægt að fæða heima. Á þess- ari einkastofu var hins vegar lögð áhersla á að allt væri sem eðlileg- ast og það leist mér vel á. Ég vildi fá að ráða ferðinni sjálf og hafa þetta eins náttúrulegt og kostur var. Ég var mjög róleg þegar ég fékk fyrstu hríðirnar og fór svolítið seint út úr húsi því mér leið best heima. Þegar ég svo kem út í bíl fæ ég harðar remb- ingshríðir. Það var mjög óþægilegt að vera stödd úti á hraðbraut og geta ekki stjórnað aðstæðunum. Eftir þetta var ég staðráðin í að næst ætlaði ég alls ekki að lenda í slíkum aðstæðum heldur bara vera heima hjá mér þar sem ég gæti verið örugg, róleg og afslöppuð.“ Draumafæðingin Þegar von var á Bjarka var Ann búin að ljúka námi í ljósmóður- fræðum og hafði starfað sem slík á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi um nokkurt skeið. „Þá hafði ég allt aðra þekkingu en í fyrri skiptin og var búin að ákveða fyrir- fram að fæða heima ef allt yrði með felldu og reyna að taka sjálf á móti barninu,“ segir hún. Þótt vin- sældir heimafæðinga fari vaxandi er afar fátítt að konur taki sjálfar á móti börnum sínum. Ann var held- ur ekki alveg ein því með henni í fæðingunni voru eiginmaðurinn, eldri dæturnar tvær, vinkona Ann, ljósmyndari og tvær ljósmæður. „Ljósmæðurnar voru alveg dás- amlegar. Þær höfðu beðið mig um að skrifa niður í bréf til þeirra lýs- ingu á draumafæðingunni annars vegar og martraðarfæðingu hins vegar. Ég sagði í draumafæðing- unni að ég vildi taka sjálf á móti undir vökulum augum þeirra og þeim fannst það ekkert mál þar sem ég er ljósmóðir sjálf,“ segir Ann. Daginn sem Bjarki fæddist var mikið um að vera á heimili Ann og Inga. Amerískum fæðingarpotti hafði verið komið fyrir í stofunni og allt var til reiðu. „Ég byrjaði að finna fyrir ónotum um miðnættið og snemma um morg- uninn hringdi ég í ljós- mæðurnar og lét þær vita,“ segir Ann sem hafði það síðan rólegt heima hjá sér allan daginn. Vinkona henn- ar kom til að hafa ofan af fyrir börnunum og fjölskylduvinurinn Robert Peterson ljós- myndari kom með myndavélina sína og festi atburðarásina á filmu. „Mér fannst frá- bært að vera heima og bjó til ákveðnar stöðv- ar í íbúðinni. Í einu barnaherberginu var ég með grjónapúða, svefnherbergið notaði ég til að hvíla mig og á salerninu fékk ég að vera alveg í friði. Ég var svolítið í mínum eigin heimi í verkjun- um. Var í jóga, dansaði um íbúðina, hvíldi mig og leið vel. Konur verða svolítið frumstæðar í fæðingunni og þannig á það líka að vera. Maður þarf að leita inn á við, einbeita sér og láta umhverfið ekki trufla sig.“ Ann fylgdist sjálf með útvíkkun- inni og var í sambandi við ljós- mæðurnar fram eftir degi. Hún notaði engin deyfilyf en segir að jóga og rétt öndun hafi reynst henni vel. „Svo þegar verkirnir fóru að herðast fór ég í pottinn. Vatnið er verkjastillandi svo mér leið vel,“ útskýrir hún. Ljósmæð- urnar komu síðan um klukkan sex og rúmum hálftíma síðar var Bjarki kominn í heiminn. „Þetta var ótrúleg reynsla. Þar sem ég er ljósmóðir vissi ég alltaf nákvæmlega hvar barnið var statt. Ég fann hvernig hann skrúfaði sig ofan í grindina og svo kom hann í heiminn bara alveg eftir bókinni. Það var sérstakt að geta stjórnað þessu svona alveg sjálf. Þegar höf- uðið kom út sneri hann sér á hægra lærið og ég var alveg harðákveðin í að núna ætlaði ég að taka á móti barninu en vissi ekki alveg í hvaða stellingu ég ætti að vera. Þegar kollurinn var kominn fram studdi ég hendinni létt á hann og þreifaði eftir naflastrengnum. Svo fann ég axlirnar koma, tók á móti barninu og stýrði honum rólega upp úr vatninu, Sneri honum á magann og byrjaði að strjúka honum og örva og þurrka slím úr vitunum sem er nokkuð sem ljósmóðir myndi gera í venjulegri fæðingu. Það var ekki fyrr en ég spurði „hvað á ég að nudda lengi“ sem ljósmæðurnar stóðu upp og fóru að hjálpa mér annars höfðu þær bara setið róleg- ar og fylgst með öllu,“ segir Ann og bætir því við að hún hafi ekki einu sinni aðgætt hvers kyns barn- ið var strax. „Það var ekki fyrr en Sunneva, eldri dóttir okkar, hróp- aði „sjáið, hann er með typpi“ sem ég áttaði mig á því.“ Heimilisleg stemning Ann segir að stemningin í húsinu hafi verið dásamleg meðan á þessu öllu stóð. „Þetta var svo heimilis- legt og eðlilegt. Stelpurnar hlupu inn og út enda var yndisleg sumar- blíða þennan dag, ljósmyndarinn vinur okkar tók til kvöldmat svo við gátum borðað saman örstuttu eftir að barnið var fætt og allir nágrannarnir fylgdust með úr fjar- lægð. Gömul nágrannakona okkar kom með heimabakaða snúða handa börnunum. Þetta var sérstök og skemmtileg stemning og ekkert af þessu truflaði mig, ég var alveg í mínum heimi, hlustaði bara á lík- amann og skeytti ekki of mikið um það sem var að gerast í kringum mig,“ segir Ann. Hún bætir því líka við að eftir að barnið fæddist hafi mikill hátíðleiki ríkt í húsinu. „Þetta var allt öðruvísi en ég upp- lifði það í hin tvö skiptin. Svo fæddi ég fylgjuna hjálparlaust og það var svolítið mögnuð stund líka,“ segir Ann. Systurnar Sunneva, sem þá var 8 ára, og Íris, 4 ára, fylgdust með fæðingunni og stóðu sig að sögn móður þeirra afar vel. „Þær hefðu aldrei fengið að vera viðstaddar á sjúkrahúsinu. Ljósmæðurnar mínar sögðu að yfirleitt væru eldri systkini viðstödd heimafæð- ingar enda væri þetta eðlilegur atburður sem ekki ætti að gera að einhverju feimnismáli. Við hugs- um svona hluti of oft út frá sjónar- hóli fullorðinna. Börnunum þótti þetta bara spennandi og þær voru ekkert hræddar. Þær fundu að Tók sjálf á móti syninum Þegar ljósmóðirin Ann Lönnblad átti von á sínu þriðja barni var hún harðákveðin í að fæða heima enda áhugasöm um nátt- úrulegar fæðingar. Staðsetningin var ekki það eina óvenjulega við fæðinguna heldur tók Ann að auki sjálf á móti barninu. Þórgunnur Oddsdóttir hitti Ann og ræddi við hana um þessa óvenjulegu reynslu. SÆL MÆÐGIN Sonurinn Bjarki dafnar vel. Þann 8. ágúst næstkomandi verður eitt ár síðan móðir hans tók á móti honum í stof- unni heima. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR RÉTTU HANDTÖKIN Ann tók sjálf á móti drengnum og tók hann upp úr vatninu. MYND/ROBERT PETERSON STÓR STRÁKUR Fæðingin gekk vel þótt Bjarki væri stór en hann vóg 4.700 grömm við fæðingu. Mér finnst svo mikil- vægt að fæðingin sé jákvæð upp- lifun fyrir konur, sér- staklega nú þegar konur eignast fá börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.