Fréttablaðið - 05.07.2008, Side 25

Fréttablaðið - 05.07.2008, Side 25
LAUGARDAGUR 5. júlí 2008 3 Þótt kreppi að er ástæðulaust að leggja árar í bát er kemur að ferðalögum fjölskyldunnar því hugur ber mann hálfa leið. Sumarið er tími samveru, frí- daga og gleðistunda. Sumarfrí kallar á dagamun og virka söfn- un minninga, en minna er um auraráð nú en áður til ferða innan- lands og utan. Þá reynir á hug- myndaflugið að gera hvern dag að ævintýri; ekki síst fyrir börn- in sem hlakkað hafa til frítíma og sumarfjörs með sínum nánustu. Hér gefast hugmyndir sem auð- velt er að framkalla heima og gefa alvöru ferðalögum ekkert eftir þegar kemur að skemmtileg- heitum og ógleymanlegum stund- um. thordis@frettabladid.is Ferðast í huganum heima Ólympíuleikarnir í Kína munu vart fara framhjá neinum í sumar og þótt gaman hefði verið að hvetja okkar fólk í stúkum Peking- borgar er óþarfi að láta kínversku stemninguna lönd og leið. Hengjum upp kínverskar luktir, skásetjum augun með augnmáln- ingu, lesum kínversk ævintýr, borðum núðlur með prjónum og gerum okkur glaðan dag með spádómskökum. Egyptaland heillar ungar grúskarasálir, enda leyndardómsfullt og spennandi. Vegna áhrifa Indiana Jones er það heit- asti viðkomustaður sumarsins, en nú er víst hægt um för. Til að skapa egypsk áhrif heima er hægt að bera fram krydduð te í litríkum teglösum, grafa fjársjóði og fornmuni úti í garði, klæða mannskapinn í hatta, skyrtur og ljósar kakíbuxur, kynda vel upp í kotinu, útbúa leiðarvísa og bera fram eitthvað óvænt í múmíuhylki. Sól, sjór og strandlíf eru ofarlega á óskalista barna, en nú rænir svimandi hátt flugvélaeldsneyti og veikt gengi krónunnar yngstu kynslóðir lýðveldisins þeirri upplifun að fara til sólarlanda. Í sárabætur er hægt að fylla busllaug af söltu vatni, sturta hlassi af sandi og skeljum í kring á stofugólfið, útbúa sumarlega kokkteila, spila tónlist frá Miðjarðarhafinu og móta saman æðis- legan verðlaunakastala. Allir elska tjaldútilegur en bensíndropinn er orðinn svo dýr að fólk fer ekki lengra en út í garð þegar búið er með bensínkvóta vikunnar. Tjöldum samt fyrir börnin heima í stofu eða úti í garði, grillum sykurpúða yfir eldi, setjum fuglasöng og lækjarnið undir geislann í spilaranum og hleypum lífi í dýrabrúður undir hlýjum roða tjaldhimins. Útkoman verður besta útilega fjölskyldunnar. MYNDIR/GETTY Skipulagðar gönguferðir undir leiðsögn eru víða farnar um land nú í sumar. Gengið verður á þrjú fjöll í Grímsnesi, sunnudaginn 6. júlí, undir leiðsögn Páls Guðmundssonar. Ferðafélag Íslands stendur fyrir ferðinni en gengið verður á Hestfjall, Vörðufell og Búrfell í Grímsnesi. Áhugasamir skulu mæta í Mörkina 6 klukkan 8, þaðan sem ekið verður í rútu austur fyrir fjall. Stoppað verður í kirkju í stutta sunnudagsmessu og að lokinni göngu verður snæddur kvöld- verður í Þrastarlundi. þátttökugjald verður í ferðina en nánari upplýsingar er að finna á heima- síðu Ferðafélags Íslands, www.fi.is - rat Gengið á þrjú fjöll Náttúrufegurðin er mikil í Grímsnesi og gaman að ganga um svæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. FR AM TÍÐ IN ER B JÖ RT ! BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. þes- a út ðrar yta. MasterCard Mundu ferðaávísunina! 8. júlí - UPPSELT 15. júlí - örfá sæti 22. júlí - 9 sæti 29. júlí - 33 sæti 5. ágúst - örfá sæti 12. ágúst - laus sæti 9. júlí - UPPSELT 16. júlí - UPPSELT 23. júlí - 17 sæti 30.júlí - UPPSELT 6. ágúst - 16 sæti 13. ágúst - örfá sæti 20. ágúst - UPPSELT 6. júlí - UPPSELT 13. júlí - UPPSELT 20. júlí - UPPSELT 27. júlí - 13. sæti 3. ágúst - 11 sæti 10. ágúst -örfá sæti 19. júlí - 10 sæti 26. júlí - örfá sæti 2. ágúst - UPPSELT 9. ágúst - 18 sæti 16. ágúst - örfá sæti 23. ágúst - örfá sæti 30.ágúst - UPPSELT 9. júlí - örfá sæti 16. júlí - UPPSELT 23. júlí - örfá sæti 30. júlí - UPPSELT 6. ágúst - örfá sæti 13. ágúst - örfá sæti 11. júlí - 19 sæti 18. júlí - UPPSELT 25. júlí - örfá sæti 1. ágúst - 14 sæti 8. ágúst - 12 sæti 10. júlí - örfá sæti 17. júlí - 10 sæti 24. júlí - örfá sæti 31. júlí - UPPSELT 7.. ágúst - UPPSELT 14. ágúst - örfá sæti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.