Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 30
 HEIMILISHALD HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR ● Forsíðumynd: Auðunn Níelsson tók mynd á heimili Bryn- hildar Guðmundsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skafta- hlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid. is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlits- hönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. ● heimili&hönnun Silja Hendriksdóttir, nemi á hönnunar- og listabraut Iðnskól- ans í Hafnarfirði, er listræn að eðlisfari og hefur lengi lagt stund á myndlist. Hún fær líka útrás fyrir áhugann með ýmsu öðru móti, meðal annars með söfn- un staupglasa, sem eru í mestu uppáhaldi hjá henni heima fyrir. „Ég keypti mér nokkur glös í byrjun og svo fór ég að fá fleiri frá öðrum löndum,“ segir hún og bætir við að söfnunin hafi staðið yfir í nokkur ár. Sum staupglösin hefur Silja keypt sjálf en önnur hefur hún fengið að gjöf frá vinum og vandamönnum. „Ég kaupi mér glösin þar sem ég ferðast. Fólk gefur mér líka glös þegar það kemur heim frá útlöndum,“ segir hún og rifjar upp kaup á staupglösum frá Flórens. „Við vorum næstum því búin að missa af lestinni á flugvöllinn. Vegna þess voru svolítið mikil læti, þannig að ég missti tösk- una mína og eitt glasið brotnaði. Ég límdi það saman því þetta var svo skemmtileg ferð. Nú er það minningarbrotið.“ Glösin, sem eru 29 talsins, eru af ýmsum stærðum og gerðum. „Ég á nokkur sem eru stærri en venjuleg staupglös. Þau eru tvö- föld,“ upplýsir Silja og bætir við að hún noti staupglösin aldrei í hefðbundnum tilgangi held- ur geymi þau uppi í hillu sem stofustáss. Enda eru sum þeirra hreinasta listasmíði og skreytt með myndum sem tengjast þeim stöðum sem Silja, vinir hennar og vandamenn hafa heimsótt í gegnum árin. „Ég á nokkur með landslagsmyndum frá Bar- celona, önnur frá Flórens með myndum af brúm og glasið mitt frá Kúbu er með mynd af kirkju á eyjunni.“ - mmf Minningarbrot frá Flórens ● Silja Hendriksdóttir safnar staupglösum frá öllum heimshornum og hefur sem stofustáss. Silja hefur mikinn áhuga á hönnun, sérstaklega grafískri hönnun, og gæti vel hugsað sér að starfa við hana í framtíðinni. Hér heldur hún á staupglasi frá St. Pétursborg þar sem hægt er að sjá borgina í gegnum hlið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON hönnun H elgarnar eru dýrmætur tími sem flestir reyna að nota til að slaka á, hitta vini og fjölskyldu og njóta lífsins. Sumarið getur þó verið annasamt þar sem í boði er mikið af veislum og vinamótum og margir sem fara í sumarfrí ætla þá aldeilis að láta hlutina gerast! Oft er dagskráin skipulögð út í ystu æsar þar sem ætlunin er að komast yfir sem mest. Þess ber þó að gæta að taka ekki stressið með í sumarfríið með því að útbúa ofhlaðna dagskrá. Listin að segja pent nei getur stundum komið sér vel. Frítími er dýrmætur og verður sí- fellt dýrmætari í erilsömu þjóðfélagi. Nauðsynlegt er að staldra við og íhuga hvað við viljum raunverulega fá út úr lífinu. Eflaust eru margir sem myndu gjarnan vilja eyða meiri tíma með vinum og fjölskyldu í rólegheitum þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af klæðn- aði, veisluundirbúningi, fjárútlátum eða öðru sem getur valdið streitu, þótt vissulega gleðji það stundum líka. Þá er gott að huga að litlu einföldu hlutunum í lífinu sem gefa samt mikið af sér. Að fara í freyðibað með góða tónlist og kertaljós er bæði slakandi og endurnærandi. Að setjast út á svalir með blóm í potti og ilm- andi kaffi í bolla er unaðslegt. Að færa elsk- unni sinni morgunmat í rúmið er alltaf nota- legt. Þegar fjölskyldan sameinast við kvöld- verðarborðið er gott að gefa sér tíma til að ræða um daginn og veginn og njóta matar- ins, ekki flýta sér að ná einhverjum þætti í sjónvarpinu eða stilla fréttirn ar í hæstu hæðir. Að horfa á litlu dúlluna sína busla í þvotta- bala úti í garði og leika sér er hin mesta skemmtun. Að lesa góða bók, annað hvort úti í lystigarði þar sem hægt er að fylgjast með mannlífinu eða í uppáhalds stólnum, er gefandi og nærir andann. Göngutúrar standa alltaf fyrir sínu og kosta ekkert. Ekki er nauðsynlegt að flýja heimilið í leit að nýrri lífsreynslu þótt það geti verið gaman af og til. Oft leitar fólk langt yfir skammt og áttar sig loks á að það sem það leitaði að var alltaf fyrir framan nefið á því. Vert er að íhuga hvað er okkur mikilvægast og hvernig við nálgumst það. Verum góð við okkur og gefum okkur tíma. Tíminn er þeim nægur sem nota kann Þegar fjölskyldan sameinast við kvöldverðarborðið er gott að gefa sér tíma til að ræða um daginn og veginn og njóta matarins, ekki flýta sér að ná einhverjum þætti í sjónvarpinu eða stilla fréttirnar í hæstu hæðir. ● FRAMSÆKINN HÖNNUÐUR Stólarnir hér eru eftir hinn merka danska hönnuð Verner Panton, sem var fæddur í Danmörku þann 13. febrúar árið 1926. Panton er talinn vera einn áhrifamesti húsgagna- og innanhússhönnuður 20. aldarinnar. Hann nam arkitektúr við „Det Kongelige Danske Kunstakademi“ í Kaupmannahöfn. Í byrjun ferils síns vann hann í tvö ár hjá Arne Jacobsen. Sagan segir að hann hafi ekki staðið sig vel þar, því hann hafði meiri áhuga á að vinna að sinni eigin hönnun en fyrir aðra. Eftir að hafa unnið hjá Arne Jacobsen setti hann á fót sína eigin stofu. Hann varð mjög fljótt þekktur vegna frumlegrar hönnunar og naut mikilla vinsælda. Verner Panton lést 5. september 1998. Frumleg hönnun hans mun lifa um ókomna tíð. Vinnufatabúðin Fagmennska og þjónusta í fyrirrúmi 5. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.