Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 32
● heimili&hönnun V erslunin Nóra hefur verið opnuð í Kópavogi en hún sérhæfir sig í sölu á frönskum húsgögnum og heimilismunum. „Við seljum heimilisvörur og hús- gögn í þessum franska stíl. Við höfum í rauninni allt sem þarf til þess að skapa rómantískan franskan sveitastíl á heimilinu,“ segir Jakobína Sigurðar- dóttir, framkvæmdastjóri Nóru. „Okkur fannst vanta svona búð á markaðinn þar sem við Íslendingar höfum verið mikið í þessari hörðu línu. Í Nóru er allt önnur sýn.“ Jakobínu segir vörurnar enn fremur henta þeim sem búa í litlum rýmum. „Þetta er allt svona nett eins og Frakkarnir hafa hlutina.“ Verslunin Nóra hefur starfað í tvö ár og verið á þremur mismun- andi stöðum, en að sögn Jakobínu kannast sennilega margir við hana úr Bankastrætinu. Rómantískur sveitastíll Nóra selur vörur í rómantískum frönskum sveitastíl. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sverrir Norðfjörð arkitekt lést 17. júní síðastliðinn. Sverrir stundaði nám í arkitektúr við Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn á árunum 1964 til 1971. Stærsta verkefni hans var kirkjan og kirkjumiðstöðin í Seljahverfi. Hann kom einnig að skipulagi byggðar í Selási og verslunarmiðstöðvar innar í Mjódd en mestmegnis fékkst hann við hönnun einbýlishúsa að námi loknu og þótti byggingar- lag hans stílhreint. Við byggingu Seljakirkju leit- aði bygginganefnd Seljasókn- ar eftir samstarfi við Sverri um hönnun kirkjunnar. Val- geir Ástráðsson, sóknarprest- ur í Selja sókn, segir Sverri hafa verið valinn í verkefnið vegna þess að hann var góður arki- tekt, samvinnu lipur og vandvirk- ur. Byggingin er fjögur hús sem tengjast saman með miðrými og var hugmyndin sem lá að baki sú að hægt yrði að halda úti mis- munandi starfsemi í húsinu án þess að eitt truflaði annað. Einn- ig var gert ráð fyrir því við hönn- un kirkjunnar að hægt yrði að byggja hana í áföngum. „Seljakirkja er teiknuð innan frá og fyrst og fremst byggð til að hýsa fjölbreytilegt safnaðar- starf,“ útskýrir Valgeir. „Við getum haldið æskulýðsfundi og kóræfingar og hugleiðslustund á sama tíma án þess að það trufli hvert annað og á kirkjan sér ekki hliðstæðu hér á landi að því leytinu til.“ Fyrsti hluti kirkjunnar var vígður árið 1987 en síðasta álman var svo tekin í notkun árið 1999. Kirkjan er í hverfinu miðju og hefur sinnt hlutverki sínu sem þjónustumiðstöð við söfnuð- inn vel en byggingarnefnd var falið á sínum tíma að hafa orðið „þjónusta“ að leiðarljósi. Kirkj- an er einföld að sniði og yfirlæt- islaus, sem má segja að sé ein- kennandi fyrir stíl Sverris. „Sverrir lagði áherslu á að kirkjan yrði kurteis bygging, eins og hann var sjálfur,“ segir Valgeir. „Byggingarlag hans var stílhreint og yfirlætislaust.“ - rat Teiknaði kirkjuna innan frá ● Sverrir Norðfjörð arkitekt var þekktur fyrir stílhreinar og yfirlætislausar byggingar. Seljakirkja er sjálfsagt þeirra þekktust en hún var byggð í fjórum áföngum frá 1983 til 1999. Einbýlishús í Mosfellsbæ teiknað af Sverri Norðfjörð. Húsið er byggt árið 1991. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Seljakirkja í Seljahverfi var hönnuð svo hægt væri að byggja hana í áföngum. Hliðarsalur í kirkjunni getur rúmað allt að 150 manns í sæti. Seljakirkja hýsti um 180 manna prestastefnu í júní síðast- liðnum án vandkvæða. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN „Sverrir lagði áherslu á að kirkjan yrði kurteis bygging, eins og hann var sjálfur.“ Stórglæsilegt GASGRILL á veröndina Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar · Húsasmiðjan Egg · www.weber.is X E IN N JG S U M S 420 2x25 S um m it S 420 5. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.