Fréttablaðið - 05.07.2008, Side 32

Fréttablaðið - 05.07.2008, Side 32
● heimili&hönnun V erslunin Nóra hefur verið opnuð í Kópavogi en hún sérhæfir sig í sölu á frönskum húsgögnum og heimilismunum. „Við seljum heimilisvörur og hús- gögn í þessum franska stíl. Við höfum í rauninni allt sem þarf til þess að skapa rómantískan franskan sveitastíl á heimilinu,“ segir Jakobína Sigurðar- dóttir, framkvæmdastjóri Nóru. „Okkur fannst vanta svona búð á markaðinn þar sem við Íslendingar höfum verið mikið í þessari hörðu línu. Í Nóru er allt önnur sýn.“ Jakobínu segir vörurnar enn fremur henta þeim sem búa í litlum rýmum. „Þetta er allt svona nett eins og Frakkarnir hafa hlutina.“ Verslunin Nóra hefur starfað í tvö ár og verið á þremur mismun- andi stöðum, en að sögn Jakobínu kannast sennilega margir við hana úr Bankastrætinu. Rómantískur sveitastíll Nóra selur vörur í rómantískum frönskum sveitastíl. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sverrir Norðfjörð arkitekt lést 17. júní síðastliðinn. Sverrir stundaði nám í arkitektúr við Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn á árunum 1964 til 1971. Stærsta verkefni hans var kirkjan og kirkjumiðstöðin í Seljahverfi. Hann kom einnig að skipulagi byggðar í Selási og verslunarmiðstöðvar innar í Mjódd en mestmegnis fékkst hann við hönnun einbýlishúsa að námi loknu og þótti byggingar- lag hans stílhreint. Við byggingu Seljakirkju leit- aði bygginganefnd Seljasókn- ar eftir samstarfi við Sverri um hönnun kirkjunnar. Val- geir Ástráðsson, sóknarprest- ur í Selja sókn, segir Sverri hafa verið valinn í verkefnið vegna þess að hann var góður arki- tekt, samvinnu lipur og vandvirk- ur. Byggingin er fjögur hús sem tengjast saman með miðrými og var hugmyndin sem lá að baki sú að hægt yrði að halda úti mis- munandi starfsemi í húsinu án þess að eitt truflaði annað. Einn- ig var gert ráð fyrir því við hönn- un kirkjunnar að hægt yrði að byggja hana í áföngum. „Seljakirkja er teiknuð innan frá og fyrst og fremst byggð til að hýsa fjölbreytilegt safnaðar- starf,“ útskýrir Valgeir. „Við getum haldið æskulýðsfundi og kóræfingar og hugleiðslustund á sama tíma án þess að það trufli hvert annað og á kirkjan sér ekki hliðstæðu hér á landi að því leytinu til.“ Fyrsti hluti kirkjunnar var vígður árið 1987 en síðasta álman var svo tekin í notkun árið 1999. Kirkjan er í hverfinu miðju og hefur sinnt hlutverki sínu sem þjónustumiðstöð við söfnuð- inn vel en byggingarnefnd var falið á sínum tíma að hafa orðið „þjónusta“ að leiðarljósi. Kirkj- an er einföld að sniði og yfirlæt- islaus, sem má segja að sé ein- kennandi fyrir stíl Sverris. „Sverrir lagði áherslu á að kirkjan yrði kurteis bygging, eins og hann var sjálfur,“ segir Valgeir. „Byggingarlag hans var stílhreint og yfirlætislaust.“ - rat Teiknaði kirkjuna innan frá ● Sverrir Norðfjörð arkitekt var þekktur fyrir stílhreinar og yfirlætislausar byggingar. Seljakirkja er sjálfsagt þeirra þekktust en hún var byggð í fjórum áföngum frá 1983 til 1999. Einbýlishús í Mosfellsbæ teiknað af Sverri Norðfjörð. Húsið er byggt árið 1991. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Seljakirkja í Seljahverfi var hönnuð svo hægt væri að byggja hana í áföngum. Hliðarsalur í kirkjunni getur rúmað allt að 150 manns í sæti. Seljakirkja hýsti um 180 manna prestastefnu í júní síðast- liðnum án vandkvæða. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN „Sverrir lagði áherslu á að kirkjan yrði kurteis bygging, eins og hann var sjálfur.“ Stórglæsilegt GASGRILL á veröndina Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar · Húsasmiðjan Egg · www.weber.is X E IN N JG S U M S 420 2x25 S um m it S 420 5. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.